Hin kæruglaða Landvernd Halldór Kvaran skrifar 25. janúar 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Landverndar beinir því til nýrrar ríkisstjórnar að kanna „hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar“. Ráðherrar hljóta að spyrja kontóristann á móti hvernig þeir kranar skuli líta út sem hann vill setja upp á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði og skrúfa frá eða fyrir eftir atvikum til að fjölga eða fækka ferðamönnum. Auðvitað er þetta þvæla eins og margt annað sem kemur úr þessari átt. Í sömu grein í Fréttablaðinu, 18. janúar 2017, rekur framkvæmdastjórinn hnýflana í uppbyggingaráform okkar hjá Fannborg ehf., félaginu sem annast ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Fram kemur að hann hefur komið sér upp skammarfrasanum „láglendisvæðingu hálendisins“ til tala niður starfsemi okkar og annarra sem reka ferðaþjónustu á hálendinu og þekkja best þarfir og óskir viðskiptavina og hvernig skuli uppfylla þær. Við viljum einfaldlega skapa gestum okkar sómasamlegar aðstæður til að sofa, borða og fara á snyrtingu. Slíkum frumþörfum telur Landvernd að fólk eigi að sinna á láglendi, takk fyrir! Landvernd reynir að bregða fyrir okkur fæti og eyðileggja áform um að reisa gistihús í Kerlingarfjöllum. Með framkvæmdinni er brugðist við eftirspurn og álagi sem fylgir fjölgun ferðamanna. Við færum ferðaþjónustuna í áföngum undir eitt þak í nýju húsi á tveimur hæðum og hverfum jafnframt frá rekstri smáhýsa. Þetta gerist á skipulögðu þjónustusvæði í þröngum dal í útjaðri Kerlingarfjalla og stuðlar að umhverfisvænni og öflugri, sjálfbærri starfsemi. Landvernd hefur sterkar skoðanir á útliti gistihússins en hefur ekki vikið að lykilatriðum á borð við kolefnisfótspor eða sjálfbærni í þráhyggjuatlögum sínum að áformum okkar og framkvæmdum. Rétt er samt að nefna að Landverndarmenn ráðlögðu okkur að byggja eitthvað sem líktist veiðihúsum í Afríku og kváðust geta réttlætt að víkja frá umhverfisviðmiðum ef hönnuð væru hús sem væru þeim að skapi! Fannborg ehf. hóf framkvæmdir við fyrsta áfanga gistihúss í Ásgarði og fór í einu og öllu eftir lögum og reglum við undirbúninginn. Tilskilið var að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna í heild sinni þegar farið væri í næsta áfanga. Þannig úrskurðaði Skipulagsstofnun og vísaði til umsagna sex aðila af sjö þar sem ekki var talin þörf á mati á umhverfisáhrifum strax. Sá sjöundi vildi íhuga að meta umhverfisáhrifin strax við fyrsta áfanga. Til þeirrar umsagnar vísaði Landvernd í kæru sinni og kröfu um að framkvæmdir skyldu stöðvaðar og umhverfisáhrifin metin. Aðrar umsagnir skiptu samtökin ekki máli, þau tíndu bara þann mola úr boxinu sem hentaði þeim og bragðaðist best.Hefði getað haft bein áhrif Reyndar var það svo að við höfðum hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum þegar Landvernd kærði og það vissu Landverndarmenn en kærðu samt. Í þessu ferli buðum við samtökunum að koma að málinu með því að fá upplýsingar og taka þátt í verkstýringu mats á umhverfisáhrifum. Þannig hefði Landvernd getað haft bein áhrif á umfang og eðli matsins. Nei, Landvernd hafnaði boðinu með þeim skýringum að þá myndu samtökin síður geta kært það sem þeim kynni að mislíka í verkefninu! Reyndar mátti skilja á formanni Landverndar í útvarpsviðtali á dögunum að kæruvaðallinn væri markmið í sjálfu sér. „Þannig reynum við að láta finna fyrir okkur“ og „stugga við kerfinu“, sagði hann orðrétt. Aðstandendur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum hafa háleit markmið í umhverfis- og landverndarmálum og framfylgja þeim ákveðið. Við lítum til þess með stolti að hafa á síðustu árum lagt um 2.000 dagsverk í umhverfistengd verkefni: slóðagerð, merkingu gönguleiða og viðhald. Þá höfum við hreinsað rusl meðfram Kjalvegi og fjarlægt girðingarleifar á Hrunamannaafrétti. Við leggjum metnað okkar í að ganga vel um landið og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við göngum hart fram gegn utanvegaakstri af öllu tagi, kærum alvarleg brot til lögreglu en veitum öðrum áminningu. Við undanskiljum engan í þeim efnum, ekki heldur framkvæmdastjóra Landverndar sem ók út fyrir veg á Kjalarsvæðinu sumarið 2016 í vettvangsferð vegna kærumála samtakanna í tilefni af framkvæmdum þar. Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann. Aðfinnslu minni var vel tekið og hann sá að sér en þarna rifjaðist upp að óskiljanlegt andóf Landverndar gegn endurbótum á hálendisvegum getur við ákveðnar aðstæður leitt til þess að menn sjá sér hag í því að aka út fyrir vegslóðana og hugsa ekki um afleiðingarnar. Það verður að segjast að öfgar, fúsk og ófagleg vinnubrögð hafa á síðari tímum einkennt framgöngu Landverndar í vaxandi mæli. Nýleg undirskriftasöfnun sýnir að meira að segja stuðningur eigin félagsmanna við framgöngu forystu samtakanna er takmarkaður. Ímynd Landverndar er verulega löskuð og fleiri og fleiri líta nú á hana sem öfgasamtök. Vonandi að breyting verði þar á og stjórn Landverndar endurstilli kompásinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar beinir því til nýrrar ríkisstjórnar að kanna „hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar“. Ráðherrar hljóta að spyrja kontóristann á móti hvernig þeir kranar skuli líta út sem hann vill setja upp á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði og skrúfa frá eða fyrir eftir atvikum til að fjölga eða fækka ferðamönnum. Auðvitað er þetta þvæla eins og margt annað sem kemur úr þessari átt. Í sömu grein í Fréttablaðinu, 18. janúar 2017, rekur framkvæmdastjórinn hnýflana í uppbyggingaráform okkar hjá Fannborg ehf., félaginu sem annast ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Fram kemur að hann hefur komið sér upp skammarfrasanum „láglendisvæðingu hálendisins“ til tala niður starfsemi okkar og annarra sem reka ferðaþjónustu á hálendinu og þekkja best þarfir og óskir viðskiptavina og hvernig skuli uppfylla þær. Við viljum einfaldlega skapa gestum okkar sómasamlegar aðstæður til að sofa, borða og fara á snyrtingu. Slíkum frumþörfum telur Landvernd að fólk eigi að sinna á láglendi, takk fyrir! Landvernd reynir að bregða fyrir okkur fæti og eyðileggja áform um að reisa gistihús í Kerlingarfjöllum. Með framkvæmdinni er brugðist við eftirspurn og álagi sem fylgir fjölgun ferðamanna. Við færum ferðaþjónustuna í áföngum undir eitt þak í nýju húsi á tveimur hæðum og hverfum jafnframt frá rekstri smáhýsa. Þetta gerist á skipulögðu þjónustusvæði í þröngum dal í útjaðri Kerlingarfjalla og stuðlar að umhverfisvænni og öflugri, sjálfbærri starfsemi. Landvernd hefur sterkar skoðanir á útliti gistihússins en hefur ekki vikið að lykilatriðum á borð við kolefnisfótspor eða sjálfbærni í þráhyggjuatlögum sínum að áformum okkar og framkvæmdum. Rétt er samt að nefna að Landverndarmenn ráðlögðu okkur að byggja eitthvað sem líktist veiðihúsum í Afríku og kváðust geta réttlætt að víkja frá umhverfisviðmiðum ef hönnuð væru hús sem væru þeim að skapi! Fannborg ehf. hóf framkvæmdir við fyrsta áfanga gistihúss í Ásgarði og fór í einu og öllu eftir lögum og reglum við undirbúninginn. Tilskilið var að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna í heild sinni þegar farið væri í næsta áfanga. Þannig úrskurðaði Skipulagsstofnun og vísaði til umsagna sex aðila af sjö þar sem ekki var talin þörf á mati á umhverfisáhrifum strax. Sá sjöundi vildi íhuga að meta umhverfisáhrifin strax við fyrsta áfanga. Til þeirrar umsagnar vísaði Landvernd í kæru sinni og kröfu um að framkvæmdir skyldu stöðvaðar og umhverfisáhrifin metin. Aðrar umsagnir skiptu samtökin ekki máli, þau tíndu bara þann mola úr boxinu sem hentaði þeim og bragðaðist best.Hefði getað haft bein áhrif Reyndar var það svo að við höfðum hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum þegar Landvernd kærði og það vissu Landverndarmenn en kærðu samt. Í þessu ferli buðum við samtökunum að koma að málinu með því að fá upplýsingar og taka þátt í verkstýringu mats á umhverfisáhrifum. Þannig hefði Landvernd getað haft bein áhrif á umfang og eðli matsins. Nei, Landvernd hafnaði boðinu með þeim skýringum að þá myndu samtökin síður geta kært það sem þeim kynni að mislíka í verkefninu! Reyndar mátti skilja á formanni Landverndar í útvarpsviðtali á dögunum að kæruvaðallinn væri markmið í sjálfu sér. „Þannig reynum við að láta finna fyrir okkur“ og „stugga við kerfinu“, sagði hann orðrétt. Aðstandendur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum hafa háleit markmið í umhverfis- og landverndarmálum og framfylgja þeim ákveðið. Við lítum til þess með stolti að hafa á síðustu árum lagt um 2.000 dagsverk í umhverfistengd verkefni: slóðagerð, merkingu gönguleiða og viðhald. Þá höfum við hreinsað rusl meðfram Kjalvegi og fjarlægt girðingarleifar á Hrunamannaafrétti. Við leggjum metnað okkar í að ganga vel um landið og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við göngum hart fram gegn utanvegaakstri af öllu tagi, kærum alvarleg brot til lögreglu en veitum öðrum áminningu. Við undanskiljum engan í þeim efnum, ekki heldur framkvæmdastjóra Landverndar sem ók út fyrir veg á Kjalarsvæðinu sumarið 2016 í vettvangsferð vegna kærumála samtakanna í tilefni af framkvæmdum þar. Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann. Aðfinnslu minni var vel tekið og hann sá að sér en þarna rifjaðist upp að óskiljanlegt andóf Landverndar gegn endurbótum á hálendisvegum getur við ákveðnar aðstæður leitt til þess að menn sjá sér hag í því að aka út fyrir vegslóðana og hugsa ekki um afleiðingarnar. Það verður að segjast að öfgar, fúsk og ófagleg vinnubrögð hafa á síðari tímum einkennt framgöngu Landverndar í vaxandi mæli. Nýleg undirskriftasöfnun sýnir að meira að segja stuðningur eigin félagsmanna við framgöngu forystu samtakanna er takmarkaður. Ímynd Landverndar er verulega löskuð og fleiri og fleiri líta nú á hana sem öfgasamtök. Vonandi að breyting verði þar á og stjórn Landverndar endurstilli kompásinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun