Heilsueflandi sund og bókalán án endurgjalds Heiða Björg Hilmisdótir skrifar 25. janúar 2017 07:00 Reykjavík er heilsueflandi samfélag sem þýðir að við sem sitjum í borgarstjórn og í ráðum borgarinnar eigum stöðugt að vera að leita leiða til að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma eða langvinns atvinnuleysis með margvíslegu forvarna- og heilsueflingarstarfi.Einnig menningarkortEin af fjölmörgum ráðstöfunum er að ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar geta boðið fólki sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu, eða hefur verið án atvinnu í lengri tíma, upp á að fara í sund og að fá lánaðar bækur á bókasöfnum borgarinnar án þess að greiða fyrir það. Í ár mun menningarkortið einnig standa þessum hópi fólks til boða sem inniber aðgengi að söfnum borgarinnar.Getur skipt sköpumRannsóknir hafa sýnt að það að vera atvinnulaus til lengri tíma er hættulegt bæði andlegri og líkamlegri heilsu viðkomandi og jafnvel fjölskyldu hans. Það að koma sér upp rútínu og virkni getur skipt sköpum og því getur þessi tiltölulega ódýra leið borgarinnar skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga. Öryrkjar, eldri en 67 ára og starfsmenn borgarinnar geta einnig farið í sund í Reykjavík án þess að greiða fyrir það þar sem við viljum auðvelda þessum hópum fólks að stunda þær heilsulindir sem sundlaugarnar okkar eru sannarlega. Til að stuðla að þeirra heilbrigði og um leið að góðu samfélagi.Samfélag fyrir allaSjálfstæðismenn hafa verið á móti þessu og reyndar hafa þeir líka lagt til tugprósenta lækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu sem er um 180 þúsund í dag. Þarna má sjá skýran áherslumun í pólitík, við viljum byggja samfélag fyrir alla en ekki bara suma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Reykjavík er heilsueflandi samfélag sem þýðir að við sem sitjum í borgarstjórn og í ráðum borgarinnar eigum stöðugt að vera að leita leiða til að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma eða langvinns atvinnuleysis með margvíslegu forvarna- og heilsueflingarstarfi.Einnig menningarkortEin af fjölmörgum ráðstöfunum er að ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar geta boðið fólki sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu, eða hefur verið án atvinnu í lengri tíma, upp á að fara í sund og að fá lánaðar bækur á bókasöfnum borgarinnar án þess að greiða fyrir það. Í ár mun menningarkortið einnig standa þessum hópi fólks til boða sem inniber aðgengi að söfnum borgarinnar.Getur skipt sköpumRannsóknir hafa sýnt að það að vera atvinnulaus til lengri tíma er hættulegt bæði andlegri og líkamlegri heilsu viðkomandi og jafnvel fjölskyldu hans. Það að koma sér upp rútínu og virkni getur skipt sköpum og því getur þessi tiltölulega ódýra leið borgarinnar skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga. Öryrkjar, eldri en 67 ára og starfsmenn borgarinnar geta einnig farið í sund í Reykjavík án þess að greiða fyrir það þar sem við viljum auðvelda þessum hópum fólks að stunda þær heilsulindir sem sundlaugarnar okkar eru sannarlega. Til að stuðla að þeirra heilbrigði og um leið að góðu samfélagi.Samfélag fyrir allaSjálfstæðismenn hafa verið á móti þessu og reyndar hafa þeir líka lagt til tugprósenta lækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu sem er um 180 þúsund í dag. Þarna má sjá skýran áherslumun í pólitík, við viljum byggja samfélag fyrir alla en ekki bara suma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar