Viðskiptaráði Íslands svarað Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. janúar 2017 15:14 Þann 16. janúar sl. birti Viðskiptaráð pistil með heitinu Malbiksborgin Reykjavík, þar sem ma. var fjallað um hlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í samþykktum tilboðum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar á árunum 2008-2016. En Höfði er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur verið frá upphafi. Er því haldið fram að „eignarhald borgarinnar á Höfða sé … ósamrýmanlegt sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu”. Ekki eru hér gerðar athugasemdir við hlutfallstölur Viðskiptaráðs um markaðshlutdeild Höfða, enda skiptir ekki máli fyrir neðangreindar athugasemdir hverjar þær eru nákvæmlega. Það sem skiptir máli er að í tilkynningu Viðskiptaráðs eru dregnar ályktanir af þeim svo og eignarhaldinu almennt, sem standast ekki allar skoðun og því eru neðangreindar athugasemdir fram settar.1. Hátt hlutfall Höfða í samþykktum tilboðum í verkefni hjá Reykjavíkurborg Í pistil Viðskiptaráðs segir að hátt hlutfall Höfða í samþykktum tilboðum (73%) í verk í útboðum Reykjavíkurborgar skýrist að einhverju leyti af því af því að Rvk.borg sé hér “beggja megin borðsins” og því sé ekki “hægt að tryggja jafnræði á þessum samkeppnismarkaði”. Á öðrum stað segir að á þessum markaði sé “samkeppni lítil” og að “sami aðili (sem) yfirgnæfir markaðinn úthlutar einnig þeim verkefnum sem mynda hann” og “með eignarhaldi sé grafið undan frjálsri samkeppni í atvinnugreininni”, “fyrirkomulagið virðist hafa hjálpað Höfða í samkeppninni”. Með öðrum orðum að hátt hlutfall Höfða í samþykktum tilboðum Reykjavíkurborgar skýrist að einhverju marki af óeðlilegum viðskiptaháttum borgarinnar, þvert á almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir (ÍST 30). Ekki er tilgreint með hvaða hætti það gerist. Höfði keppir um öll þessi verkefni í útboðum sem almennt eru undirbúin af verkfræðistofum. Tilboð eru síðan opnuð í viðurvist allra tilboðsgjafa. Aldrei hafa samkeppnisaðilar Höfða gert athugasemdir við framkvæmd útboða eða samþykkt tilboða. Engin efnisleg rök eru sett fram um útboðsferlið sem gefa til kynna að allir bjóðendur hafi ekki setið við sama borð, útboðsferlið hafi ekki fylgt öllum almennum reglum (ÍST 30) og að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið í þessum verkefnum besta mögulegt verð.2. Lægra hlutfall Höfða í verkefnum fyrir Vegagerðina Sem vísbendingu um að eitthvað sé óeðlilegt í viðskiptum Reykjavíkurborgar og Höfða er tilgreint í skjalinu Malbikunarborgin Reykjavík, að hlutur Höfða í samþykktum tilboðum Vegagerðarinnar á árunum 2008-2016 sé aðeins 24%, samanborið við 73% í útboðum Reykjavíkurborgar. Þar er til að taka að þessir markaðir þe. Reykjavíkurborg og Vegagerðin eru ekki samanburðarhæfir í þessu samhengi, því starfssvæði Vegagerðarinnar og þar með útboð, er landið allt, en Höfði hefur aðeins starfað á suðvestur horni landsins hingað til. Höfði býður því að jafnaði ekki í verk utan þess svæðis. Ef Viðskiptaráð vill nýta þetta atriði sem vísbendingu um að eitthvað sé óeðlilegt í viðskiptum Höfða og Reykjavíkurborgar, sem við föllumst engan veginn á, væri nauðsynlegt fyrir Viðskiptaráð að greina útboð Vegargerðarinnar betur eftir landssvæðum.3. Á Reykjavíkurborg að eiga fyrirtæki á samkeppnismarkaði? Ég tel að með ofangreindum athugasemdum hafi verið sýnt fram á að fullyrðingar Viðskiptaráðs um óeðlilega viðskiptahætti milli Reykjavíkurborgar og Höfða séu hæpnar eða amk. þurfi Viðskiptaráð að undirbyggja þær betur. Eftir stendur spurningin um hagsmuni Reykjavíkurborgar af því að eiga Malbikunarstöðina Höfða hf., sem er annað tveggja fyrirtækja á suðvestur horninu sem framleiða malbik. Sú spurning hlýtur ávallt að vera til umræðu og þá án hugmyndafræðilegra kreddna. Spurt sé fyrst og fremst hverjir eru hagsmunir borgarbúa, borgarinnar. Það er rétt sem stendur í tilkynningu Viðskiptaráðs að í umræðum um mögulega sölu fyrirtækisins hefur verið tilgreind sú röksemd af hálfu eiganda, að með tilvist fyrirtækis í eigu borgarinnar væri amk. tryggð samkeppni á markaði með malbik, en aðeins tvö fyrirtæki framleiða malbik hér á suðvestur horninu. Sú samkeppni er mikið hagsmunamál fyrir Reykjavíkurborg og reynslan sýnir að þegar aðeins tvö fyrirtæki keppa á markaði er meiri hætta á verðsamráði þvert á samkeppnislög en ella. Viðskipti Höfða við Rvk. borg voru á árinu 2016 um 450 mkr. með vsk. Er þar með talin vetrarþjónusta Höfða, sem gerir fyrirtækinu mögulegt að vera með verkefni fyrir fast starfsfólk og að hluta tækjabúnað allt árið og gerir þar með heildarreksturinn hagfelldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 16. janúar sl. birti Viðskiptaráð pistil með heitinu Malbiksborgin Reykjavík, þar sem ma. var fjallað um hlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í samþykktum tilboðum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar á árunum 2008-2016. En Höfði er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur verið frá upphafi. Er því haldið fram að „eignarhald borgarinnar á Höfða sé … ósamrýmanlegt sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu”. Ekki eru hér gerðar athugasemdir við hlutfallstölur Viðskiptaráðs um markaðshlutdeild Höfða, enda skiptir ekki máli fyrir neðangreindar athugasemdir hverjar þær eru nákvæmlega. Það sem skiptir máli er að í tilkynningu Viðskiptaráðs eru dregnar ályktanir af þeim svo og eignarhaldinu almennt, sem standast ekki allar skoðun og því eru neðangreindar athugasemdir fram settar.1. Hátt hlutfall Höfða í samþykktum tilboðum í verkefni hjá Reykjavíkurborg Í pistil Viðskiptaráðs segir að hátt hlutfall Höfða í samþykktum tilboðum (73%) í verk í útboðum Reykjavíkurborgar skýrist að einhverju leyti af því af því að Rvk.borg sé hér “beggja megin borðsins” og því sé ekki “hægt að tryggja jafnræði á þessum samkeppnismarkaði”. Á öðrum stað segir að á þessum markaði sé “samkeppni lítil” og að “sami aðili (sem) yfirgnæfir markaðinn úthlutar einnig þeim verkefnum sem mynda hann” og “með eignarhaldi sé grafið undan frjálsri samkeppni í atvinnugreininni”, “fyrirkomulagið virðist hafa hjálpað Höfða í samkeppninni”. Með öðrum orðum að hátt hlutfall Höfða í samþykktum tilboðum Reykjavíkurborgar skýrist að einhverju marki af óeðlilegum viðskiptaháttum borgarinnar, þvert á almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir (ÍST 30). Ekki er tilgreint með hvaða hætti það gerist. Höfði keppir um öll þessi verkefni í útboðum sem almennt eru undirbúin af verkfræðistofum. Tilboð eru síðan opnuð í viðurvist allra tilboðsgjafa. Aldrei hafa samkeppnisaðilar Höfða gert athugasemdir við framkvæmd útboða eða samþykkt tilboða. Engin efnisleg rök eru sett fram um útboðsferlið sem gefa til kynna að allir bjóðendur hafi ekki setið við sama borð, útboðsferlið hafi ekki fylgt öllum almennum reglum (ÍST 30) og að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið í þessum verkefnum besta mögulegt verð.2. Lægra hlutfall Höfða í verkefnum fyrir Vegagerðina Sem vísbendingu um að eitthvað sé óeðlilegt í viðskiptum Reykjavíkurborgar og Höfða er tilgreint í skjalinu Malbikunarborgin Reykjavík, að hlutur Höfða í samþykktum tilboðum Vegagerðarinnar á árunum 2008-2016 sé aðeins 24%, samanborið við 73% í útboðum Reykjavíkurborgar. Þar er til að taka að þessir markaðir þe. Reykjavíkurborg og Vegagerðin eru ekki samanburðarhæfir í þessu samhengi, því starfssvæði Vegagerðarinnar og þar með útboð, er landið allt, en Höfði hefur aðeins starfað á suðvestur horni landsins hingað til. Höfði býður því að jafnaði ekki í verk utan þess svæðis. Ef Viðskiptaráð vill nýta þetta atriði sem vísbendingu um að eitthvað sé óeðlilegt í viðskiptum Höfða og Reykjavíkurborgar, sem við föllumst engan veginn á, væri nauðsynlegt fyrir Viðskiptaráð að greina útboð Vegargerðarinnar betur eftir landssvæðum.3. Á Reykjavíkurborg að eiga fyrirtæki á samkeppnismarkaði? Ég tel að með ofangreindum athugasemdum hafi verið sýnt fram á að fullyrðingar Viðskiptaráðs um óeðlilega viðskiptahætti milli Reykjavíkurborgar og Höfða séu hæpnar eða amk. þurfi Viðskiptaráð að undirbyggja þær betur. Eftir stendur spurningin um hagsmuni Reykjavíkurborgar af því að eiga Malbikunarstöðina Höfða hf., sem er annað tveggja fyrirtækja á suðvestur horninu sem framleiða malbik. Sú spurning hlýtur ávallt að vera til umræðu og þá án hugmyndafræðilegra kreddna. Spurt sé fyrst og fremst hverjir eru hagsmunir borgarbúa, borgarinnar. Það er rétt sem stendur í tilkynningu Viðskiptaráðs að í umræðum um mögulega sölu fyrirtækisins hefur verið tilgreind sú röksemd af hálfu eiganda, að með tilvist fyrirtækis í eigu borgarinnar væri amk. tryggð samkeppni á markaði með malbik, en aðeins tvö fyrirtæki framleiða malbik hér á suðvestur horninu. Sú samkeppni er mikið hagsmunamál fyrir Reykjavíkurborg og reynslan sýnir að þegar aðeins tvö fyrirtæki keppa á markaði er meiri hætta á verðsamráði þvert á samkeppnislög en ella. Viðskipti Höfða við Rvk. borg voru á árinu 2016 um 450 mkr. með vsk. Er þar með talin vetrarþjónusta Höfða, sem gerir fyrirtækinu mögulegt að vera með verkefni fyrir fast starfsfólk og að hluta tækjabúnað allt árið og gerir þar með heildarreksturinn hagfelldari.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun