Handbolti

Næstu mótherjar Íslands fengu 20 marka skell

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Spánverjar eru komnir áfram.
Spánverjar eru komnir áfram. vísir/epa
Spánn endurheimti efsta sæti B-riðils HM 2017 í handbolta með 20 marka sigri á Angóla, 42-22, en þessi lið leika með strákunum okkar í riðli á heimsmeistaramótinu.

Angólamenn voru eins og lömb leidd til slátrunar en þeir áttu ekkert í spænsku leikmennina sem léku sér að þeim. Angel Fernandez var markahæstur Spánverja með níu mörk úr tíu skotum en David Balaguer og Valero Rivera skoruðu sex mörk hvor.

Spánn er með sex stig eftir þrjá leiki og er komið í 16 liða úrslitin líkt og Slóvenía sem vann Makedóníu fyrr í dag en þessi bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni.

Ísland mæti Angóla annað kvöld og vonast þar til að vinna sinn fyrsta sigur á HM en eins og Vísir greindi frá í kvöld getur íslenska liðið náð þriðja sæti riðilsins með sigri í síðustu tveimur leikjunum og hagstæðum úrslitum.

Pólland  eru enn þá í algjöru rugli á mótinu en liðið tapaði þriðja leiknum í röð í kvöld þegar Rússar tóku þá með fjórum mörkum, 24-20.  Pólverjar, sem hafa verið með eitt sterkasta lið heims undanfarin ár og spiluðu um brons á Ólympíuleikunum síðasta sumar, komast ekki upp úr riðlinum og fara með smáþjóðum mótsins í Forsetabikarinn.

Krótar unnu svo sex marka sigur á Hvíta-Rússlandi, 31-25, og komust í efsta sæti C-riðils á markatölu en Þýskaland getur endurheimt það með sigri á Sádi-Arabíu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×