Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Sveinn Arnarsson skrifar 18. janúar 2017 10:00 Landsvirkjun áætlar að byggja 125 vindmyllur við Búrfell. Vísir/Valli Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opinbera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa framleitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteignamat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðvarhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW aflgetu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé búnaður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, samanborið við 28 prósent nýtingarhlutfall á heimsvísu. Því er talið ákjósanlegt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofnun metur umhverfisáhrif lundarins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opinbera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa framleitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteignamat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðvarhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW aflgetu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðsluverð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé búnaður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raforku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, samanborið við 28 prósent nýtingarhlutfall á heimsvísu. Því er talið ákjósanlegt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofnun metur umhverfisáhrif lundarins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Verði hugmyndir Landsvirkjunar að vindorkugarði að veruleika mun kostnaður verkefnisins verða hærri en vatns- eða jarðvarmavirkjunar með sömu framleiðslu. 14. júlí 2014 12:00
Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. 7. október 2016 18:30