Venjan að hafa allt of mikinn mat á borðum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2017 07:00 Matarleifar í gámi. Hver íbúi hér á landi fleygir að meðaltali 23 kg af nýtanlegum mat á ári og 39 kg af ónýtanlegum mat. Hver íbúi hellir niður 22 kg af matarolíu og fitu og 199 kg af drykkjum. mynd/estelle divorne Umferðin um vefinn matarsoun.is tók sérstakan kipp eftir Áramótaskaupið. „Baráttan gegn matarsóun er farin að vekja meiri og meiri athygli. Ég tók gríninu í Áramótaskaupinu, þegar Helga Braga Jónsdóttir sá til þess að ekki yrði matarögn leift á heimilinu, sem miklu hrósi og það vakti enn frekari athygli á því sem við erum að gera,“ segir Ingunn Gunnarsdóttir sem hefur umsjón með vefnum matarsoun.is fyrir hönd Umhverfisstofnunar. Stofnunin sér um vefinn, sem settur var á laggirnar í mars í fyrra, ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum. Um 60 til 70 manns skoða nú vefinn á hverjum degi, að sögn Ingunnar sem er með meistaragráðu í umhverfisstjórnsýslu og er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Þar eru ýmsar leiðbeiningar fyrir almenning um hvernig hægt er að draga úr matarsóun, eins og til dæmis uppskriftir. Auk þess er þar skammtareiknivél sem er mjög hentugt að nýta sér þegar halda á matarboð. Það er mikil lenska hjá Íslendingum að hafa alltof mikinn mat á borðum. Þeir telja að boðið sé slæmt ef maturinn klárast. En ef rétt er skammtað geta allir verið mettir þótt maturinn klárist. Auðvitað borða margir afganga daginn eftir en samt er miklu hent.“Ingunn Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá UmhverfisstofnunRannsókn á vegum Umhverfisstofnunar í fyrra sýndi að hver íbúi hér á landi fleygir að meðaltali 23 kg af nýtanlegum mat á ári og 39 kg af ónýtanlegum mat. Hver íbúi hellir niður 22 kg af matarolíu og fitu og 199 kg af drykkjum. Rannsóknin var úrtaksrannsókn og skiptist í tvo hluta, annars vegar heimilishluta þar sem matarsóun á heimilum landsmanna var mæld og hins vegar fyrirtækjahluta þar sem matarsóun í tilteknum geirum atvinnulífsins var mæld. Af 1.036 heimila úrtaki úr þjóðskrá bárust svör frá 123. Í fyrirtækjahlutanum lenti 701 fyrirtæki í úrtaki, úr 17 mismunandi atvinnugreinaflokkum. Svör bárust frá 84 fyrirtækjum úr 12 atvinnugreinaflokkum. Í forvarnarstefnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Saman gegn sóun, sem er til 12 ára, verður lögð áhersla á baráttuna gegn matarsóun fyrstu þrjú árin, að því er Ingunn greinir frá. „Í ár verður lögð áhersla á að koma fræðslu inn í skólana. Ég er að fara að búa til kennsluefni en mikil eftirspurn hefur verið eftir því. Kennarar hafa hringt og beðið um slíkt efni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Umferðin um vefinn matarsoun.is tók sérstakan kipp eftir Áramótaskaupið. „Baráttan gegn matarsóun er farin að vekja meiri og meiri athygli. Ég tók gríninu í Áramótaskaupinu, þegar Helga Braga Jónsdóttir sá til þess að ekki yrði matarögn leift á heimilinu, sem miklu hrósi og það vakti enn frekari athygli á því sem við erum að gera,“ segir Ingunn Gunnarsdóttir sem hefur umsjón með vefnum matarsoun.is fyrir hönd Umhverfisstofnunar. Stofnunin sér um vefinn, sem settur var á laggirnar í mars í fyrra, ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum. Um 60 til 70 manns skoða nú vefinn á hverjum degi, að sögn Ingunnar sem er með meistaragráðu í umhverfisstjórnsýslu og er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Þar eru ýmsar leiðbeiningar fyrir almenning um hvernig hægt er að draga úr matarsóun, eins og til dæmis uppskriftir. Auk þess er þar skammtareiknivél sem er mjög hentugt að nýta sér þegar halda á matarboð. Það er mikil lenska hjá Íslendingum að hafa alltof mikinn mat á borðum. Þeir telja að boðið sé slæmt ef maturinn klárast. En ef rétt er skammtað geta allir verið mettir þótt maturinn klárist. Auðvitað borða margir afganga daginn eftir en samt er miklu hent.“Ingunn Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá UmhverfisstofnunRannsókn á vegum Umhverfisstofnunar í fyrra sýndi að hver íbúi hér á landi fleygir að meðaltali 23 kg af nýtanlegum mat á ári og 39 kg af ónýtanlegum mat. Hver íbúi hellir niður 22 kg af matarolíu og fitu og 199 kg af drykkjum. Rannsóknin var úrtaksrannsókn og skiptist í tvo hluta, annars vegar heimilishluta þar sem matarsóun á heimilum landsmanna var mæld og hins vegar fyrirtækjahluta þar sem matarsóun í tilteknum geirum atvinnulífsins var mæld. Af 1.036 heimila úrtaki úr þjóðskrá bárust svör frá 123. Í fyrirtækjahlutanum lenti 701 fyrirtæki í úrtaki, úr 17 mismunandi atvinnugreinaflokkum. Svör bárust frá 84 fyrirtækjum úr 12 atvinnugreinaflokkum. Í forvarnarstefnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Saman gegn sóun, sem er til 12 ára, verður lögð áhersla á baráttuna gegn matarsóun fyrstu þrjú árin, að því er Ingunn greinir frá. „Í ár verður lögð áhersla á að koma fræðslu inn í skólana. Ég er að fara að búa til kennsluefni en mikil eftirspurn hefur verið eftir því. Kennarar hafa hringt og beðið um slíkt efni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira