Finnur Freyr: Erum að skoða okkar mál Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2017 21:57 Finnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna. Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum