Saklausir menn í fangelsi Tinna Brynjólfsdóttir skrifar 4. janúar 2017 10:25 Í gær hlustaði ég á viðtal í Bítinu á Bylgjunni þar sem rætt var við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um það ófremdar ástand sem ríkir meðal dómara í Hæstarétti Íslands sem voru stórtækir í viðskiptum með hlutabréf í bönkunum fyrir hrun og hafa svo dæmt í málum sem tengjast hruninu þar sem þeir eru augljóslega bullandi vanhæfir. Við fjölskyldan höfum fengið að kynnast þessum brandara sem Hæstiréttur Íslands er. Það trúir því enginn sem ekki fær að reyna það sjálfur hvernig vinnubrögðin eru hjá þessari æðstu stofnun Íslands. Alþingismenn þora ekki í þennan slag og fullyrða að þeir hafi ekkert með málið að gera og innanríkisráðherra lætur eins og þetta komi honum bara alls ekki við. Það virðist ekki vera nokkur maður hér á landi sem hefur með þessi mál að gera nema fjárfestirinn Markús sjálfur og það virðist enginn geta svo mikið sem talað við manninn því hann er á svo háum stalli að hann virðist ósnertanlegur. Af hverju þarf Markús ekki að koma í viðtal í fjölmiðlum eins og aðrir til að svara fyrir þessi alvarlegu brot sín í starfi? Ráðamenn þjóðarinnar horfa upp á saklaust fólk fara í fangelsi án þess að aðhafast nokkuð. Dómarnir eru fullkomlega órökstuddir, það sem sannar sakleysi er látið hverfa með ósvífnum hætti eða hvergi tekið til greina. Hátt settir dómarar koma fram opinberlega og segjast einfaldlega dæma eftir stemningu hverju sinni bullandi vanhæfir í þokkabót. Verjendur þessa saklausa fólks sem fær þunga fangelsisdóma eru gapandi yfir niðurstöðunum en hafa engin úrræði til að gera athugasemdir og telja sig ekki vera í stöðu til að gagnrýna dómana af ótta við að fyrirgera frama sínum í stéttinni. Það var vel skiljanleg hugmynd í upphafi að það væri góð lausn á vandamálinu að láta þá sem voru hátt settir í bönkunum bera alla ábyrgð á afleiðingum alheims fjármálakrísunnar, miklu betri hugmynd en að láta Seðlabankamenn, ráðherra eða alþinginsmenn bera hana....en að Hæstiréttur Íslands skuli spila með í því rugli alla leið er algjörlega út í hött og eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi ganga eftir. Spillingin, mannvonskan og óheiðarleikinn í öllu kerfinu er miklu meiri en fólk getur ímyndað sér í sínum trylltustu draumum. Ég trúi því ekki að Guðni Th. Forseti Íslands vilji hafa þetta svona í sínu ríki, honum er annt um mannréttindi og því hlýtur hann að gera eitthvað í málinu. Haltu áfram Jón Steinar þó enginn segi neitt, dropinn hlýtur að hola steininn.Höfundur er tveggja barna móðir og kona manns og föðurs sem situr saklaus í fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Í gær hlustaði ég á viðtal í Bítinu á Bylgjunni þar sem rætt var við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um það ófremdar ástand sem ríkir meðal dómara í Hæstarétti Íslands sem voru stórtækir í viðskiptum með hlutabréf í bönkunum fyrir hrun og hafa svo dæmt í málum sem tengjast hruninu þar sem þeir eru augljóslega bullandi vanhæfir. Við fjölskyldan höfum fengið að kynnast þessum brandara sem Hæstiréttur Íslands er. Það trúir því enginn sem ekki fær að reyna það sjálfur hvernig vinnubrögðin eru hjá þessari æðstu stofnun Íslands. Alþingismenn þora ekki í þennan slag og fullyrða að þeir hafi ekkert með málið að gera og innanríkisráðherra lætur eins og þetta komi honum bara alls ekki við. Það virðist ekki vera nokkur maður hér á landi sem hefur með þessi mál að gera nema fjárfestirinn Markús sjálfur og það virðist enginn geta svo mikið sem talað við manninn því hann er á svo háum stalli að hann virðist ósnertanlegur. Af hverju þarf Markús ekki að koma í viðtal í fjölmiðlum eins og aðrir til að svara fyrir þessi alvarlegu brot sín í starfi? Ráðamenn þjóðarinnar horfa upp á saklaust fólk fara í fangelsi án þess að aðhafast nokkuð. Dómarnir eru fullkomlega órökstuddir, það sem sannar sakleysi er látið hverfa með ósvífnum hætti eða hvergi tekið til greina. Hátt settir dómarar koma fram opinberlega og segjast einfaldlega dæma eftir stemningu hverju sinni bullandi vanhæfir í þokkabót. Verjendur þessa saklausa fólks sem fær þunga fangelsisdóma eru gapandi yfir niðurstöðunum en hafa engin úrræði til að gera athugasemdir og telja sig ekki vera í stöðu til að gagnrýna dómana af ótta við að fyrirgera frama sínum í stéttinni. Það var vel skiljanleg hugmynd í upphafi að það væri góð lausn á vandamálinu að láta þá sem voru hátt settir í bönkunum bera alla ábyrgð á afleiðingum alheims fjármálakrísunnar, miklu betri hugmynd en að láta Seðlabankamenn, ráðherra eða alþinginsmenn bera hana....en að Hæstiréttur Íslands skuli spila með í því rugli alla leið er algjörlega út í hött og eitthvað sem ég átti alls ekki von á að myndi ganga eftir. Spillingin, mannvonskan og óheiðarleikinn í öllu kerfinu er miklu meiri en fólk getur ímyndað sér í sínum trylltustu draumum. Ég trúi því ekki að Guðni Th. Forseti Íslands vilji hafa þetta svona í sínu ríki, honum er annt um mannréttindi og því hlýtur hann að gera eitthvað í málinu. Haltu áfram Jón Steinar þó enginn segi neitt, dropinn hlýtur að hola steininn.Höfundur er tveggja barna móðir og kona manns og föðurs sem situr saklaus í fangelsi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar