Að gefa líf Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar