Varnarræða næstu kynslóðar Birgir Guðjónsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Ég sé nákvæmlega enga framtíð fyrir mannkynið með allt þetta yfirborðskennda unga fólk í dag. Allt ungt fólk í dag er gjörsamlega hömlulaust. Þegar ég var ungur var okkur sko kennt að haga okkur almennilega og bera virðingu fyrir fullorðnum, en unga fólkið í dag er bara vitleysingar og óagað lið. Þessi orð hér fyrir ofan eru sko ekki mín orð. Þetta eru orð útlendings sem hafði greinilega bilaðar áhyggjur af unga fólkinu. Og við skulum átta okkur á því að það unga fólk sem hann var að tala um var ekki með hryggskekkju og hálsríg út af stórhættulegri snjallsímanotkum. Nibb. Þessi orð eru heldur ekki tekin af einhverri fésbókarsíðu eða kommentakerfi. Þessi áhyggjufulli maður gekk um göturnar í Grikklandi í kringum 700 fyrir Krist. Það er frekar langt síðan sko. Þetta passaði samt allt hjá Hesiodi kallinum. Um tuttugu árum síðar leið mannkynið nefnilega undir lok. Endir. Það er fullkomlega eðlilegt að hafa áhyggjur af kynslóðunum sem á eftir okkur koma. Fullkomlega eðlilegt! Það er svo eðlilegt að það hefur alltaf verið þannig. Saga kynslóðanna hljómar þannig að fyrst kemur kynslóð sem á að rústa heiminum þar til hún gerir það ekki og þá kemur önnur kynslóð sem á að gera það en gerir það samt ekki og svo koll af kolli þar til þú fæðist. Svo heldur sagan áfram. Mín kynslóð var sjálfmiðuð vídeókynslóð sem gerði víst lítið annað en að horfa á barnaefni um helgar á einhverri nýrri sjónvarpsstöð sem við þurftum nákvæmlega ekkert á að halda. Eins og það hafi ekki verið nóg að hafa eina stöð? Já, sveiattan bara! Þar að auki fór svo líka að vera sjónvarp á fimmtudögum og meira að segja á sumrin. Það var bara aldrei friður fyrir þessu æskugleypandi apparati. Hvenær áttu börn eiginlega að leika sér? Og til að bæta gráu ofan á svart þá fórum við að taka okkur sjálf upp á handbærar vídeóupptökuvélar og horfa á okkur í sjónvarpinu! Ojbara, hvílík sjálfselska. Við félagarnir vorum mikið í því að horfa á okkur. Hvílíkir egóistar sem við vorum. Einn góður vinur minn átti yngri bróður sem hékk stundum í kringum okkur og annað svona sjálfmiðað vídeólið. Það eyðilagði greyið drenginn. Með tímanum varð þetta að fíkn hjá honum. Eðlilega. Aumingja óharðnað barnið. Þetta heltók líf hans og seinna sökk hann svo djúpt að hann fór að gera heilu bíómyndirnar. Þetta var hann Baldvin Z. Aumingja drengurinn. Gjörsamlega einskis nýtur og stórhættulegur samfélaginu. Fjölskylda hans vonar örugglega enn að hann nái sér einhvern daginn og fari að gera eitthvað af viti. Eins og að grafa skurði eða veiða fisk. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að fylgjast með því sem börnin okkar eru að gera. Við eigum samt ekki að gera það í þeim tilgangi að finna nýjar sannanir fyrir eilífri glötun mannkyns. Það eru auðvitað ýmsar hættur sem leynast í þessum heimi samfélagsmiðla og snjalltækja og okkar hlutverk er að hjálpa krökkunum að sneiða fram hjá þessum hættum. Við gerum það samt ekki með því að hræða þau endalaust á hættulega úlfinum sem muni éta þau með húð og hári ef þau hætta sér inn í app-skóginn ógurlega. Þessir krakkar þurfa líka að læra að skilgreina sig ekki eftir fjölda læka. Það er mjög mikilvægt og við þurfum að kenna þeim það. Þetta er ekki auðvelt hlutverk sem við höfum en engu að síður mjög spennandi og það er algjör óþarfi að hræðast það. Ég get lofað því að næsta kynslóð verður ekki eins og okkar. Sem betur fer, því slíkt myndi nefnilega þýða stöðnun. Næsta kynslóð verða sennilega betri. Hún hefur fleiri tækifæri, opnari huga og meiri skilning á sífellt minnkandi heimi. Ef við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð þá getum við samt hugsanlega reynt að haga okkur á þann hátt sem við viljum að hún hagi sér og séð hvort það virki. Ef við viljum að krakkarnir okkar hreyfi sig þá skulum við sjálf hreyfa okkur. Ef við viljum að þeir borði hollari mat þá skulum við sjálf borða hollari mat. Hvað varðar þetta tvennt þá eru góðu fréttirnar þær að það er endalaust úrval af hreyfingu og íþróttum fyrir krakka og aðgengi að hollum matvörum var svo sannarlega ekki jafn gott þegar ég var ungur. Það eru meira að segja til hollustuskyndibitastaðir „for crying out loud!“ (Já, ef við viljum að börnin okkar hætti að sletta þá skulum við sjálf hætta að sletta.) Ef við viljum að næsta kynslóð virði okkur og okkar viðmið þá skulum við virða hana og hennar viðmið! Og svo eru það þessi stórhættulegu og margumtöluðu snjalltæki. Þetta sem allt virðist snúast um í dag og svo margir virðast óttast. Ástæðan fyrir því er hugsanlega sú að þessi frábæru nettengdu tæki eru sennilega ein magnaðasta uppfinning síðari ára og rúmlega það. Ef við viljum að krakkarnir okkar hætti að nota þessi tæki þá skulum við sjálf bara hætta því. Einfalt, ekki satt? Ég verð samt að viðurkenna að sjálfur treysti ég mér ekki til þess og ég hef í raun ekki áhuga á því. Því væri frekar fáránlegt af mér að gera þá kröfu til krakkanna minna. Ég get sett þeim ramma, reglur og annað slíkt en ég á ekki að nálgast nútímann eins og stórhættulegt fyrirbæri sem mun tortíma mannkyninu. Lífið heldur áfram og mannkynið mun halda áfram að þróast eins og það hefur alltaf gert. Unga kynslóðin í dag stendur frammi fyrir ótrúlegum tækifærum og hún á eftir að gera hluti sem við getum ekki látið okkur dreyma um. Við höfum val um að fylgjast tortryggin með, muldrandi reglulega „sveiattan“ með krosslagðar hendur, eða vera með í för og hvetja krakkana okkar til góðra verka með opnum hug og trú á þeim sjálfum og þeirra eigin framtíð. „Log out.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sé nákvæmlega enga framtíð fyrir mannkynið með allt þetta yfirborðskennda unga fólk í dag. Allt ungt fólk í dag er gjörsamlega hömlulaust. Þegar ég var ungur var okkur sko kennt að haga okkur almennilega og bera virðingu fyrir fullorðnum, en unga fólkið í dag er bara vitleysingar og óagað lið. Þessi orð hér fyrir ofan eru sko ekki mín orð. Þetta eru orð útlendings sem hafði greinilega bilaðar áhyggjur af unga fólkinu. Og við skulum átta okkur á því að það unga fólk sem hann var að tala um var ekki með hryggskekkju og hálsríg út af stórhættulegri snjallsímanotkum. Nibb. Þessi orð eru heldur ekki tekin af einhverri fésbókarsíðu eða kommentakerfi. Þessi áhyggjufulli maður gekk um göturnar í Grikklandi í kringum 700 fyrir Krist. Það er frekar langt síðan sko. Þetta passaði samt allt hjá Hesiodi kallinum. Um tuttugu árum síðar leið mannkynið nefnilega undir lok. Endir. Það er fullkomlega eðlilegt að hafa áhyggjur af kynslóðunum sem á eftir okkur koma. Fullkomlega eðlilegt! Það er svo eðlilegt að það hefur alltaf verið þannig. Saga kynslóðanna hljómar þannig að fyrst kemur kynslóð sem á að rústa heiminum þar til hún gerir það ekki og þá kemur önnur kynslóð sem á að gera það en gerir það samt ekki og svo koll af kolli þar til þú fæðist. Svo heldur sagan áfram. Mín kynslóð var sjálfmiðuð vídeókynslóð sem gerði víst lítið annað en að horfa á barnaefni um helgar á einhverri nýrri sjónvarpsstöð sem við þurftum nákvæmlega ekkert á að halda. Eins og það hafi ekki verið nóg að hafa eina stöð? Já, sveiattan bara! Þar að auki fór svo líka að vera sjónvarp á fimmtudögum og meira að segja á sumrin. Það var bara aldrei friður fyrir þessu æskugleypandi apparati. Hvenær áttu börn eiginlega að leika sér? Og til að bæta gráu ofan á svart þá fórum við að taka okkur sjálf upp á handbærar vídeóupptökuvélar og horfa á okkur í sjónvarpinu! Ojbara, hvílík sjálfselska. Við félagarnir vorum mikið í því að horfa á okkur. Hvílíkir egóistar sem við vorum. Einn góður vinur minn átti yngri bróður sem hékk stundum í kringum okkur og annað svona sjálfmiðað vídeólið. Það eyðilagði greyið drenginn. Með tímanum varð þetta að fíkn hjá honum. Eðlilega. Aumingja óharðnað barnið. Þetta heltók líf hans og seinna sökk hann svo djúpt að hann fór að gera heilu bíómyndirnar. Þetta var hann Baldvin Z. Aumingja drengurinn. Gjörsamlega einskis nýtur og stórhættulegur samfélaginu. Fjölskylda hans vonar örugglega enn að hann nái sér einhvern daginn og fari að gera eitthvað af viti. Eins og að grafa skurði eða veiða fisk. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að fylgjast með því sem börnin okkar eru að gera. Við eigum samt ekki að gera það í þeim tilgangi að finna nýjar sannanir fyrir eilífri glötun mannkyns. Það eru auðvitað ýmsar hættur sem leynast í þessum heimi samfélagsmiðla og snjalltækja og okkar hlutverk er að hjálpa krökkunum að sneiða fram hjá þessum hættum. Við gerum það samt ekki með því að hræða þau endalaust á hættulega úlfinum sem muni éta þau með húð og hári ef þau hætta sér inn í app-skóginn ógurlega. Þessir krakkar þurfa líka að læra að skilgreina sig ekki eftir fjölda læka. Það er mjög mikilvægt og við þurfum að kenna þeim það. Þetta er ekki auðvelt hlutverk sem við höfum en engu að síður mjög spennandi og það er algjör óþarfi að hræðast það. Ég get lofað því að næsta kynslóð verður ekki eins og okkar. Sem betur fer, því slíkt myndi nefnilega þýða stöðnun. Næsta kynslóð verða sennilega betri. Hún hefur fleiri tækifæri, opnari huga og meiri skilning á sífellt minnkandi heimi. Ef við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð þá getum við samt hugsanlega reynt að haga okkur á þann hátt sem við viljum að hún hagi sér og séð hvort það virki. Ef við viljum að krakkarnir okkar hreyfi sig þá skulum við sjálf hreyfa okkur. Ef við viljum að þeir borði hollari mat þá skulum við sjálf borða hollari mat. Hvað varðar þetta tvennt þá eru góðu fréttirnar þær að það er endalaust úrval af hreyfingu og íþróttum fyrir krakka og aðgengi að hollum matvörum var svo sannarlega ekki jafn gott þegar ég var ungur. Það eru meira að segja til hollustuskyndibitastaðir „for crying out loud!“ (Já, ef við viljum að börnin okkar hætti að sletta þá skulum við sjálf hætta að sletta.) Ef við viljum að næsta kynslóð virði okkur og okkar viðmið þá skulum við virða hana og hennar viðmið! Og svo eru það þessi stórhættulegu og margumtöluðu snjalltæki. Þetta sem allt virðist snúast um í dag og svo margir virðast óttast. Ástæðan fyrir því er hugsanlega sú að þessi frábæru nettengdu tæki eru sennilega ein magnaðasta uppfinning síðari ára og rúmlega það. Ef við viljum að krakkarnir okkar hætti að nota þessi tæki þá skulum við sjálf bara hætta því. Einfalt, ekki satt? Ég verð samt að viðurkenna að sjálfur treysti ég mér ekki til þess og ég hef í raun ekki áhuga á því. Því væri frekar fáránlegt af mér að gera þá kröfu til krakkanna minna. Ég get sett þeim ramma, reglur og annað slíkt en ég á ekki að nálgast nútímann eins og stórhættulegt fyrirbæri sem mun tortíma mannkyninu. Lífið heldur áfram og mannkynið mun halda áfram að þróast eins og það hefur alltaf gert. Unga kynslóðin í dag stendur frammi fyrir ótrúlegum tækifærum og hún á eftir að gera hluti sem við getum ekki látið okkur dreyma um. Við höfum val um að fylgjast tortryggin með, muldrandi reglulega „sveiattan“ með krosslagðar hendur, eða vera með í för og hvetja krakkana okkar til góðra verka með opnum hug og trú á þeim sjálfum og þeirra eigin framtíð. „Log out.“
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun