Unga fólkinu fórnað Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 7. janúar 2017 18:44 Þegar hrunið skall á 2008 fraus byggingariðnaðurinn. Undirritaður var þá að vinna við nýbyggingar þegar allt í einu kom bara eitt stórt STOPP. Þetta var ekki fyrsti veturinn sem undirritaður gekk í gegnum verkefnaskort vegna samdráttar í hagkerfinu. En í þetta skipti var Bleik verulega brugðið. Allt virtist vonlaust og Geir bað sjálfan Guð að blessa Ísland. Undirritaður skellti sér því í háskólanám og kláraði grunn- og meistaranám í hagfræði. Besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var alltaf með byggingariðnaðinn á heilanum sem endaði með því að ég skrifaði meistararitgerð um byggingariðnaðinn. Ritgerðin ber heitið „Framleiðni á byggingamarkaði – samanborið við Noreg“. Þar kom í ljós að Norðmenn eru með um 50% meiri framleiðni á byggingamarkaði en við. Þá fór ég að hugsa um þau ár þar sem byggingamarkaðurinn var í algjöru frosti á meðan mannfjölgun hélt áfram mjög línulega. Skorturinn á íbúðamarkaði er mjög mikill vegna þess að ekki var byggt neitt að ráði frá 2008-2010 ásamt því að framleiðnin er ekki nógu góð. Þegar ég segi að Norðmenn séu með 50% meiri framleiðni á vinnustund þá þýðir það að á meðan við framleiðum 1.000 íbúðir þá framleiða þeir um 1.500 fyrir sömu vinnustundir. Til gamans má geta að þá er árleg þörf nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 1.800-2.000 íbúðir. Þannig að það munar um minna. Ég ætla ekki að fara yfir ástæður þess af hverju þetta er svona enda er hægt að lesa það í ritgerðinni minni. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að tala um eru ruðningsáhrif af hótelbyggingum á nýbyggingar á íbúðamarkaði. Framleiðslugeta á byggingamarkaði takmarkast við það vinnuafl sem er til staðar (einnig framboð af fjármagni). Þar sem þörfin er orðin mjög brýn á nýju húsnæði þurfum við að flytja inn framleiðsluþætti í formi vinnuafls. Þetta vinnuafl kemur aðallega frá Austur-Evrópu. Án þess værum við í djúpum skít eins og sagt er. En málið er að mikið af þessu vinnuafli fer í það að byggja hótel vegna fjölgunar á ferðamönnum. Þetta hefur ruðningsáhrif á nýbyggingar á íbúðamarkaði og viðheldur þessum skorti sem einkennt hefur markaðinn síðastliðin ár. Íbúðaverð mun halda áfram að hækka sem gerir ungu fólki nánast ómögulegt að kaupa. Þetta hefur einnig áhrif á leigumarkaðinn. Grunnþarfir mannsins eru húsaskjól og matur samkvæmt Maslow-píramídanum. Þannig að spurningin er, hvað gerir unga fólkið? Fer það úr landi eða hefur það þolinmæði til að vera áfram í foreldrahúsum? Ferðamannabomban var það versta sem gat komið fyrir unga fólkið á fasteignamarkaði akkúrat á þessum tímapunkti. Fjölgun ferðamanna er jákvæð fyrir hagkerfið en tímasetningin er afleit. Í lokin ætla ég að fara yfir smá hagfræðiraus um aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag. Við höfum áður séð í hagsögu Íslands dæmi um offjárfestingar í atvinnugreinum. Á síldarárunum var gríðarleg offjárfesting í hagkerfinu sem leiddi til þess að framleiðni fjármagns var afleit. Ég er ekki að fullyrða að offjárfesting sé hafin í íslenska hagkerfinu en sporin hræða. Hraður vöxtur getur villt mönnum sýn og menn verða ofurbjartsýnir á framtíðina. Í rekstrarhagfræðilegum skilningi þýðir offjárfesting í einhverri atvinnugrein að framleiðni fjármagns verður lítil eins og áður sagði. Það þýðir að sá sparnaður sem hagkerfið hefur lagt til hliðar nýtist illa. Sparnaðurinn hverfur í eitthvað sem skilar litlu og eftir situr hagkerfið með minna fé til fjárfestinga. Það er þekkt að fátækar þjóðir búa við fjármagnsskort sem lýsir sér í mikilli jaðarframlegð fjármagns og háum raunvöxtum því samkvæmt hagfræðinni er jaðarframlegð fjármagns = raunvextir (MPL = r). Höfum þetta aðeins á bak við eyrað því þó að raunvextir hafi farið verulega lækkandi í gegnum árin þá er þetta þáttur sem hefur áhrif. Í lokin er undirritaður sannfærður um að Liverpool verði meistarar í vor. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar hrunið skall á 2008 fraus byggingariðnaðurinn. Undirritaður var þá að vinna við nýbyggingar þegar allt í einu kom bara eitt stórt STOPP. Þetta var ekki fyrsti veturinn sem undirritaður gekk í gegnum verkefnaskort vegna samdráttar í hagkerfinu. En í þetta skipti var Bleik verulega brugðið. Allt virtist vonlaust og Geir bað sjálfan Guð að blessa Ísland. Undirritaður skellti sér því í háskólanám og kláraði grunn- og meistaranám í hagfræði. Besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var alltaf með byggingariðnaðinn á heilanum sem endaði með því að ég skrifaði meistararitgerð um byggingariðnaðinn. Ritgerðin ber heitið „Framleiðni á byggingamarkaði – samanborið við Noreg“. Þar kom í ljós að Norðmenn eru með um 50% meiri framleiðni á byggingamarkaði en við. Þá fór ég að hugsa um þau ár þar sem byggingamarkaðurinn var í algjöru frosti á meðan mannfjölgun hélt áfram mjög línulega. Skorturinn á íbúðamarkaði er mjög mikill vegna þess að ekki var byggt neitt að ráði frá 2008-2010 ásamt því að framleiðnin er ekki nógu góð. Þegar ég segi að Norðmenn séu með 50% meiri framleiðni á vinnustund þá þýðir það að á meðan við framleiðum 1.000 íbúðir þá framleiða þeir um 1.500 fyrir sömu vinnustundir. Til gamans má geta að þá er árleg þörf nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 1.800-2.000 íbúðir. Þannig að það munar um minna. Ég ætla ekki að fara yfir ástæður þess af hverju þetta er svona enda er hægt að lesa það í ritgerðinni minni. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að tala um eru ruðningsáhrif af hótelbyggingum á nýbyggingar á íbúðamarkaði. Framleiðslugeta á byggingamarkaði takmarkast við það vinnuafl sem er til staðar (einnig framboð af fjármagni). Þar sem þörfin er orðin mjög brýn á nýju húsnæði þurfum við að flytja inn framleiðsluþætti í formi vinnuafls. Þetta vinnuafl kemur aðallega frá Austur-Evrópu. Án þess værum við í djúpum skít eins og sagt er. En málið er að mikið af þessu vinnuafli fer í það að byggja hótel vegna fjölgunar á ferðamönnum. Þetta hefur ruðningsáhrif á nýbyggingar á íbúðamarkaði og viðheldur þessum skorti sem einkennt hefur markaðinn síðastliðin ár. Íbúðaverð mun halda áfram að hækka sem gerir ungu fólki nánast ómögulegt að kaupa. Þetta hefur einnig áhrif á leigumarkaðinn. Grunnþarfir mannsins eru húsaskjól og matur samkvæmt Maslow-píramídanum. Þannig að spurningin er, hvað gerir unga fólkið? Fer það úr landi eða hefur það þolinmæði til að vera áfram í foreldrahúsum? Ferðamannabomban var það versta sem gat komið fyrir unga fólkið á fasteignamarkaði akkúrat á þessum tímapunkti. Fjölgun ferðamanna er jákvæð fyrir hagkerfið en tímasetningin er afleit. Í lokin ætla ég að fara yfir smá hagfræðiraus um aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag. Við höfum áður séð í hagsögu Íslands dæmi um offjárfestingar í atvinnugreinum. Á síldarárunum var gríðarleg offjárfesting í hagkerfinu sem leiddi til þess að framleiðni fjármagns var afleit. Ég er ekki að fullyrða að offjárfesting sé hafin í íslenska hagkerfinu en sporin hræða. Hraður vöxtur getur villt mönnum sýn og menn verða ofurbjartsýnir á framtíðina. Í rekstrarhagfræðilegum skilningi þýðir offjárfesting í einhverri atvinnugrein að framleiðni fjármagns verður lítil eins og áður sagði. Það þýðir að sá sparnaður sem hagkerfið hefur lagt til hliðar nýtist illa. Sparnaðurinn hverfur í eitthvað sem skilar litlu og eftir situr hagkerfið með minna fé til fjárfestinga. Það er þekkt að fátækar þjóðir búa við fjármagnsskort sem lýsir sér í mikilli jaðarframlegð fjármagns og háum raunvöxtum því samkvæmt hagfræðinni er jaðarframlegð fjármagns = raunvextir (MPL = r). Höfum þetta aðeins á bak við eyrað því þó að raunvextir hafi farið verulega lækkandi í gegnum árin þá er þetta þáttur sem hefur áhrif. Í lokin er undirritaður sannfærður um að Liverpool verði meistarar í vor. Góðar stundir!
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun