Unga fólkinu fórnað Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 7. janúar 2017 18:44 Þegar hrunið skall á 2008 fraus byggingariðnaðurinn. Undirritaður var þá að vinna við nýbyggingar þegar allt í einu kom bara eitt stórt STOPP. Þetta var ekki fyrsti veturinn sem undirritaður gekk í gegnum verkefnaskort vegna samdráttar í hagkerfinu. En í þetta skipti var Bleik verulega brugðið. Allt virtist vonlaust og Geir bað sjálfan Guð að blessa Ísland. Undirritaður skellti sér því í háskólanám og kláraði grunn- og meistaranám í hagfræði. Besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var alltaf með byggingariðnaðinn á heilanum sem endaði með því að ég skrifaði meistararitgerð um byggingariðnaðinn. Ritgerðin ber heitið „Framleiðni á byggingamarkaði – samanborið við Noreg“. Þar kom í ljós að Norðmenn eru með um 50% meiri framleiðni á byggingamarkaði en við. Þá fór ég að hugsa um þau ár þar sem byggingamarkaðurinn var í algjöru frosti á meðan mannfjölgun hélt áfram mjög línulega. Skorturinn á íbúðamarkaði er mjög mikill vegna þess að ekki var byggt neitt að ráði frá 2008-2010 ásamt því að framleiðnin er ekki nógu góð. Þegar ég segi að Norðmenn séu með 50% meiri framleiðni á vinnustund þá þýðir það að á meðan við framleiðum 1.000 íbúðir þá framleiða þeir um 1.500 fyrir sömu vinnustundir. Til gamans má geta að þá er árleg þörf nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 1.800-2.000 íbúðir. Þannig að það munar um minna. Ég ætla ekki að fara yfir ástæður þess af hverju þetta er svona enda er hægt að lesa það í ritgerðinni minni. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að tala um eru ruðningsáhrif af hótelbyggingum á nýbyggingar á íbúðamarkaði. Framleiðslugeta á byggingamarkaði takmarkast við það vinnuafl sem er til staðar (einnig framboð af fjármagni). Þar sem þörfin er orðin mjög brýn á nýju húsnæði þurfum við að flytja inn framleiðsluþætti í formi vinnuafls. Þetta vinnuafl kemur aðallega frá Austur-Evrópu. Án þess værum við í djúpum skít eins og sagt er. En málið er að mikið af þessu vinnuafli fer í það að byggja hótel vegna fjölgunar á ferðamönnum. Þetta hefur ruðningsáhrif á nýbyggingar á íbúðamarkaði og viðheldur þessum skorti sem einkennt hefur markaðinn síðastliðin ár. Íbúðaverð mun halda áfram að hækka sem gerir ungu fólki nánast ómögulegt að kaupa. Þetta hefur einnig áhrif á leigumarkaðinn. Grunnþarfir mannsins eru húsaskjól og matur samkvæmt Maslow-píramídanum. Þannig að spurningin er, hvað gerir unga fólkið? Fer það úr landi eða hefur það þolinmæði til að vera áfram í foreldrahúsum? Ferðamannabomban var það versta sem gat komið fyrir unga fólkið á fasteignamarkaði akkúrat á þessum tímapunkti. Fjölgun ferðamanna er jákvæð fyrir hagkerfið en tímasetningin er afleit. Í lokin ætla ég að fara yfir smá hagfræðiraus um aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag. Við höfum áður séð í hagsögu Íslands dæmi um offjárfestingar í atvinnugreinum. Á síldarárunum var gríðarleg offjárfesting í hagkerfinu sem leiddi til þess að framleiðni fjármagns var afleit. Ég er ekki að fullyrða að offjárfesting sé hafin í íslenska hagkerfinu en sporin hræða. Hraður vöxtur getur villt mönnum sýn og menn verða ofurbjartsýnir á framtíðina. Í rekstrarhagfræðilegum skilningi þýðir offjárfesting í einhverri atvinnugrein að framleiðni fjármagns verður lítil eins og áður sagði. Það þýðir að sá sparnaður sem hagkerfið hefur lagt til hliðar nýtist illa. Sparnaðurinn hverfur í eitthvað sem skilar litlu og eftir situr hagkerfið með minna fé til fjárfestinga. Það er þekkt að fátækar þjóðir búa við fjármagnsskort sem lýsir sér í mikilli jaðarframlegð fjármagns og háum raunvöxtum því samkvæmt hagfræðinni er jaðarframlegð fjármagns = raunvextir (MPL = r). Höfum þetta aðeins á bak við eyrað því þó að raunvextir hafi farið verulega lækkandi í gegnum árin þá er þetta þáttur sem hefur áhrif. Í lokin er undirritaður sannfærður um að Liverpool verði meistarar í vor. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þegar hrunið skall á 2008 fraus byggingariðnaðurinn. Undirritaður var þá að vinna við nýbyggingar þegar allt í einu kom bara eitt stórt STOPP. Þetta var ekki fyrsti veturinn sem undirritaður gekk í gegnum verkefnaskort vegna samdráttar í hagkerfinu. En í þetta skipti var Bleik verulega brugðið. Allt virtist vonlaust og Geir bað sjálfan Guð að blessa Ísland. Undirritaður skellti sér því í háskólanám og kláraði grunn- og meistaranám í hagfræði. Besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var alltaf með byggingariðnaðinn á heilanum sem endaði með því að ég skrifaði meistararitgerð um byggingariðnaðinn. Ritgerðin ber heitið „Framleiðni á byggingamarkaði – samanborið við Noreg“. Þar kom í ljós að Norðmenn eru með um 50% meiri framleiðni á byggingamarkaði en við. Þá fór ég að hugsa um þau ár þar sem byggingamarkaðurinn var í algjöru frosti á meðan mannfjölgun hélt áfram mjög línulega. Skorturinn á íbúðamarkaði er mjög mikill vegna þess að ekki var byggt neitt að ráði frá 2008-2010 ásamt því að framleiðnin er ekki nógu góð. Þegar ég segi að Norðmenn séu með 50% meiri framleiðni á vinnustund þá þýðir það að á meðan við framleiðum 1.000 íbúðir þá framleiða þeir um 1.500 fyrir sömu vinnustundir. Til gamans má geta að þá er árleg þörf nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 1.800-2.000 íbúðir. Þannig að það munar um minna. Ég ætla ekki að fara yfir ástæður þess af hverju þetta er svona enda er hægt að lesa það í ritgerðinni minni. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að tala um eru ruðningsáhrif af hótelbyggingum á nýbyggingar á íbúðamarkaði. Framleiðslugeta á byggingamarkaði takmarkast við það vinnuafl sem er til staðar (einnig framboð af fjármagni). Þar sem þörfin er orðin mjög brýn á nýju húsnæði þurfum við að flytja inn framleiðsluþætti í formi vinnuafls. Þetta vinnuafl kemur aðallega frá Austur-Evrópu. Án þess værum við í djúpum skít eins og sagt er. En málið er að mikið af þessu vinnuafli fer í það að byggja hótel vegna fjölgunar á ferðamönnum. Þetta hefur ruðningsáhrif á nýbyggingar á íbúðamarkaði og viðheldur þessum skorti sem einkennt hefur markaðinn síðastliðin ár. Íbúðaverð mun halda áfram að hækka sem gerir ungu fólki nánast ómögulegt að kaupa. Þetta hefur einnig áhrif á leigumarkaðinn. Grunnþarfir mannsins eru húsaskjól og matur samkvæmt Maslow-píramídanum. Þannig að spurningin er, hvað gerir unga fólkið? Fer það úr landi eða hefur það þolinmæði til að vera áfram í foreldrahúsum? Ferðamannabomban var það versta sem gat komið fyrir unga fólkið á fasteignamarkaði akkúrat á þessum tímapunkti. Fjölgun ferðamanna er jákvæð fyrir hagkerfið en tímasetningin er afleit. Í lokin ætla ég að fara yfir smá hagfræðiraus um aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag. Við höfum áður séð í hagsögu Íslands dæmi um offjárfestingar í atvinnugreinum. Á síldarárunum var gríðarleg offjárfesting í hagkerfinu sem leiddi til þess að framleiðni fjármagns var afleit. Ég er ekki að fullyrða að offjárfesting sé hafin í íslenska hagkerfinu en sporin hræða. Hraður vöxtur getur villt mönnum sýn og menn verða ofurbjartsýnir á framtíðina. Í rekstrarhagfræðilegum skilningi þýðir offjárfesting í einhverri atvinnugrein að framleiðni fjármagns verður lítil eins og áður sagði. Það þýðir að sá sparnaður sem hagkerfið hefur lagt til hliðar nýtist illa. Sparnaðurinn hverfur í eitthvað sem skilar litlu og eftir situr hagkerfið með minna fé til fjárfestinga. Það er þekkt að fátækar þjóðir búa við fjármagnsskort sem lýsir sér í mikilli jaðarframlegð fjármagns og háum raunvöxtum því samkvæmt hagfræðinni er jaðarframlegð fjármagns = raunvextir (MPL = r). Höfum þetta aðeins á bak við eyrað því þó að raunvextir hafi farið verulega lækkandi í gegnum árin þá er þetta þáttur sem hefur áhrif. Í lokin er undirritaður sannfærður um að Liverpool verði meistarar í vor. Góðar stundir!
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar