Unga fólkinu fórnað Ævar Rafn Hafþórsson skrifar 7. janúar 2017 18:44 Þegar hrunið skall á 2008 fraus byggingariðnaðurinn. Undirritaður var þá að vinna við nýbyggingar þegar allt í einu kom bara eitt stórt STOPP. Þetta var ekki fyrsti veturinn sem undirritaður gekk í gegnum verkefnaskort vegna samdráttar í hagkerfinu. En í þetta skipti var Bleik verulega brugðið. Allt virtist vonlaust og Geir bað sjálfan Guð að blessa Ísland. Undirritaður skellti sér því í háskólanám og kláraði grunn- og meistaranám í hagfræði. Besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var alltaf með byggingariðnaðinn á heilanum sem endaði með því að ég skrifaði meistararitgerð um byggingariðnaðinn. Ritgerðin ber heitið „Framleiðni á byggingamarkaði – samanborið við Noreg“. Þar kom í ljós að Norðmenn eru með um 50% meiri framleiðni á byggingamarkaði en við. Þá fór ég að hugsa um þau ár þar sem byggingamarkaðurinn var í algjöru frosti á meðan mannfjölgun hélt áfram mjög línulega. Skorturinn á íbúðamarkaði er mjög mikill vegna þess að ekki var byggt neitt að ráði frá 2008-2010 ásamt því að framleiðnin er ekki nógu góð. Þegar ég segi að Norðmenn séu með 50% meiri framleiðni á vinnustund þá þýðir það að á meðan við framleiðum 1.000 íbúðir þá framleiða þeir um 1.500 fyrir sömu vinnustundir. Til gamans má geta að þá er árleg þörf nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 1.800-2.000 íbúðir. Þannig að það munar um minna. Ég ætla ekki að fara yfir ástæður þess af hverju þetta er svona enda er hægt að lesa það í ritgerðinni minni. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að tala um eru ruðningsáhrif af hótelbyggingum á nýbyggingar á íbúðamarkaði. Framleiðslugeta á byggingamarkaði takmarkast við það vinnuafl sem er til staðar (einnig framboð af fjármagni). Þar sem þörfin er orðin mjög brýn á nýju húsnæði þurfum við að flytja inn framleiðsluþætti í formi vinnuafls. Þetta vinnuafl kemur aðallega frá Austur-Evrópu. Án þess værum við í djúpum skít eins og sagt er. En málið er að mikið af þessu vinnuafli fer í það að byggja hótel vegna fjölgunar á ferðamönnum. Þetta hefur ruðningsáhrif á nýbyggingar á íbúðamarkaði og viðheldur þessum skorti sem einkennt hefur markaðinn síðastliðin ár. Íbúðaverð mun halda áfram að hækka sem gerir ungu fólki nánast ómögulegt að kaupa. Þetta hefur einnig áhrif á leigumarkaðinn. Grunnþarfir mannsins eru húsaskjól og matur samkvæmt Maslow-píramídanum. Þannig að spurningin er, hvað gerir unga fólkið? Fer það úr landi eða hefur það þolinmæði til að vera áfram í foreldrahúsum? Ferðamannabomban var það versta sem gat komið fyrir unga fólkið á fasteignamarkaði akkúrat á þessum tímapunkti. Fjölgun ferðamanna er jákvæð fyrir hagkerfið en tímasetningin er afleit. Í lokin ætla ég að fara yfir smá hagfræðiraus um aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag. Við höfum áður séð í hagsögu Íslands dæmi um offjárfestingar í atvinnugreinum. Á síldarárunum var gríðarleg offjárfesting í hagkerfinu sem leiddi til þess að framleiðni fjármagns var afleit. Ég er ekki að fullyrða að offjárfesting sé hafin í íslenska hagkerfinu en sporin hræða. Hraður vöxtur getur villt mönnum sýn og menn verða ofurbjartsýnir á framtíðina. Í rekstrarhagfræðilegum skilningi þýðir offjárfesting í einhverri atvinnugrein að framleiðni fjármagns verður lítil eins og áður sagði. Það þýðir að sá sparnaður sem hagkerfið hefur lagt til hliðar nýtist illa. Sparnaðurinn hverfur í eitthvað sem skilar litlu og eftir situr hagkerfið með minna fé til fjárfestinga. Það er þekkt að fátækar þjóðir búa við fjármagnsskort sem lýsir sér í mikilli jaðarframlegð fjármagns og háum raunvöxtum því samkvæmt hagfræðinni er jaðarframlegð fjármagns = raunvextir (MPL = r). Höfum þetta aðeins á bak við eyrað því þó að raunvextir hafi farið verulega lækkandi í gegnum árin þá er þetta þáttur sem hefur áhrif. Í lokin er undirritaður sannfærður um að Liverpool verði meistarar í vor. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þegar hrunið skall á 2008 fraus byggingariðnaðurinn. Undirritaður var þá að vinna við nýbyggingar þegar allt í einu kom bara eitt stórt STOPP. Þetta var ekki fyrsti veturinn sem undirritaður gekk í gegnum verkefnaskort vegna samdráttar í hagkerfinu. En í þetta skipti var Bleik verulega brugðið. Allt virtist vonlaust og Geir bað sjálfan Guð að blessa Ísland. Undirritaður skellti sér því í háskólanám og kláraði grunn- og meistaranám í hagfræði. Besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég var alltaf með byggingariðnaðinn á heilanum sem endaði með því að ég skrifaði meistararitgerð um byggingariðnaðinn. Ritgerðin ber heitið „Framleiðni á byggingamarkaði – samanborið við Noreg“. Þar kom í ljós að Norðmenn eru með um 50% meiri framleiðni á byggingamarkaði en við. Þá fór ég að hugsa um þau ár þar sem byggingamarkaðurinn var í algjöru frosti á meðan mannfjölgun hélt áfram mjög línulega. Skorturinn á íbúðamarkaði er mjög mikill vegna þess að ekki var byggt neitt að ráði frá 2008-2010 ásamt því að framleiðnin er ekki nógu góð. Þegar ég segi að Norðmenn séu með 50% meiri framleiðni á vinnustund þá þýðir það að á meðan við framleiðum 1.000 íbúðir þá framleiða þeir um 1.500 fyrir sömu vinnustundir. Til gamans má geta að þá er árleg þörf nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 1.800-2.000 íbúðir. Þannig að það munar um minna. Ég ætla ekki að fara yfir ástæður þess af hverju þetta er svona enda er hægt að lesa það í ritgerðinni minni. Það sem ég hef hins vegar áhuga á að tala um eru ruðningsáhrif af hótelbyggingum á nýbyggingar á íbúðamarkaði. Framleiðslugeta á byggingamarkaði takmarkast við það vinnuafl sem er til staðar (einnig framboð af fjármagni). Þar sem þörfin er orðin mjög brýn á nýju húsnæði þurfum við að flytja inn framleiðsluþætti í formi vinnuafls. Þetta vinnuafl kemur aðallega frá Austur-Evrópu. Án þess værum við í djúpum skít eins og sagt er. En málið er að mikið af þessu vinnuafli fer í það að byggja hótel vegna fjölgunar á ferðamönnum. Þetta hefur ruðningsáhrif á nýbyggingar á íbúðamarkaði og viðheldur þessum skorti sem einkennt hefur markaðinn síðastliðin ár. Íbúðaverð mun halda áfram að hækka sem gerir ungu fólki nánast ómögulegt að kaupa. Þetta hefur einnig áhrif á leigumarkaðinn. Grunnþarfir mannsins eru húsaskjól og matur samkvæmt Maslow-píramídanum. Þannig að spurningin er, hvað gerir unga fólkið? Fer það úr landi eða hefur það þolinmæði til að vera áfram í foreldrahúsum? Ferðamannabomban var það versta sem gat komið fyrir unga fólkið á fasteignamarkaði akkúrat á þessum tímapunkti. Fjölgun ferðamanna er jákvæð fyrir hagkerfið en tímasetningin er afleit. Í lokin ætla ég að fara yfir smá hagfræðiraus um aðstæður eins og þær blasa við okkur í dag. Við höfum áður séð í hagsögu Íslands dæmi um offjárfestingar í atvinnugreinum. Á síldarárunum var gríðarleg offjárfesting í hagkerfinu sem leiddi til þess að framleiðni fjármagns var afleit. Ég er ekki að fullyrða að offjárfesting sé hafin í íslenska hagkerfinu en sporin hræða. Hraður vöxtur getur villt mönnum sýn og menn verða ofurbjartsýnir á framtíðina. Í rekstrarhagfræðilegum skilningi þýðir offjárfesting í einhverri atvinnugrein að framleiðni fjármagns verður lítil eins og áður sagði. Það þýðir að sá sparnaður sem hagkerfið hefur lagt til hliðar nýtist illa. Sparnaðurinn hverfur í eitthvað sem skilar litlu og eftir situr hagkerfið með minna fé til fjárfestinga. Það er þekkt að fátækar þjóðir búa við fjármagnsskort sem lýsir sér í mikilli jaðarframlegð fjármagns og háum raunvöxtum því samkvæmt hagfræðinni er jaðarframlegð fjármagns = raunvextir (MPL = r). Höfum þetta aðeins á bak við eyrað því þó að raunvextir hafi farið verulega lækkandi í gegnum árin þá er þetta þáttur sem hefur áhrif. Í lokin er undirritaður sannfærður um að Liverpool verði meistarar í vor. Góðar stundir!
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar