Fjórða bílgerð Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 10:01 Range Rover Velar. Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent
Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent