Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðigar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá Singapúrkappakstrinum í Formúlu 1.
Ferrari menn voru sjálfum sér verstir í ræsingunni og lokuðu Max Verstappen inni á milli sín. Það endaði bara á einn hátt. Þeir þrír féllu allir saman úr leik á fyrsta hring. Á meðan tók Lewis Hamilton forystuna og hélt henni til loka. Öll helstu atvikin er að finna í uppgjörsþættinum sem er í spilara í fréttinni.

