Tekin í bólinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. september 2017 06:00 Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun