Skrítið að verða gamall Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2017 10:30 Hans Kristján finnur lítið fyrir aldrinum, að eigin sögn. Vísir/Eyþór Árnason Er það? Guð, hvað er ég orðinn gamall?“ spyr Hans Kristján Árnason í gríni þegar hann er minntur á stórafmælið í dag. Svo kemur í ljós að hann er einmitt á fullu að undirbúa daginn sem hann ætlar að verja með fjölskyldu og vinum. Hann telur þetta stór tímamót. „Það er ótrúlega skrítið að verða gamall, sérstaklega þegar maður upplifir sig ekki þannig.“ Hans Kristján er hagfræðingur að mennt. Hann hefur starfað sjálfstætt að ýmsum verkefnum í áratugi. „Ég stofnaði Stöð 2 með Jóni Óttari Ragnarssyni, hún fór í loftið 1986 og við rákum hana þar til að bankinn tók hana af okkur fimm árum síðar. Eftir það hef ég mest verið að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, er búinn að gera um 30 heimildarmyndir, það hefur verið aðalvinna mín í síðustu áratugi.“ Myndirnar hefur Hans Kristján tekið mikið erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada, og þær snúast mest um ævisögur. „Ég sérhæfi mig í ævisögum. Síðasta myndin sem ég gerði var um fyrrverandi forstjóra MoMA, Museum of Modern Art í New York. Sá maður var fæddur á Skógarströnd í Dalasýslu og hét Sveinn Kristján Bjarnason en skipti um nafn 26 ára gamall í New York og skírði sig Holger Cahill. Í skráningunni breytti hann um fæðingarstað og yngdi sig um sex ár. Hann var áhrifamesti maður í Bandaríkjunum í myndlist á fyrri hluta síðustu aldar og eini Íslendingurinn sem hefur komið á forsíðu Time Magazine. Ævi hans var ævintýraleg. Þessi mynd var sýnd á Hringbraut síðasta vetur. Svo hef ég verið talsvert í bókaútgáfu líka en nú er ég bara í rólegheitum. Þarf reyndar að hendast í búð núna því hún Sigga er þar að kaupa í veisluna.“ Þar er um að ræða Sigríði Halldórsdóttur, dóttur nóbelsskáldsins. Þau Hans Kristján hafa verið í sambandi síðan þau hittust í grænmetisdeildinni í Bónus fyrir nokkrum árum, eins og fram kom í ævisögu hennar í fyrra. Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Er það? Guð, hvað er ég orðinn gamall?“ spyr Hans Kristján Árnason í gríni þegar hann er minntur á stórafmælið í dag. Svo kemur í ljós að hann er einmitt á fullu að undirbúa daginn sem hann ætlar að verja með fjölskyldu og vinum. Hann telur þetta stór tímamót. „Það er ótrúlega skrítið að verða gamall, sérstaklega þegar maður upplifir sig ekki þannig.“ Hans Kristján er hagfræðingur að mennt. Hann hefur starfað sjálfstætt að ýmsum verkefnum í áratugi. „Ég stofnaði Stöð 2 með Jóni Óttari Ragnarssyni, hún fór í loftið 1986 og við rákum hana þar til að bankinn tók hana af okkur fimm árum síðar. Eftir það hef ég mest verið að gera heimildarmyndir fyrir sjónvarp, er búinn að gera um 30 heimildarmyndir, það hefur verið aðalvinna mín í síðustu áratugi.“ Myndirnar hefur Hans Kristján tekið mikið erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada, og þær snúast mest um ævisögur. „Ég sérhæfi mig í ævisögum. Síðasta myndin sem ég gerði var um fyrrverandi forstjóra MoMA, Museum of Modern Art í New York. Sá maður var fæddur á Skógarströnd í Dalasýslu og hét Sveinn Kristján Bjarnason en skipti um nafn 26 ára gamall í New York og skírði sig Holger Cahill. Í skráningunni breytti hann um fæðingarstað og yngdi sig um sex ár. Hann var áhrifamesti maður í Bandaríkjunum í myndlist á fyrri hluta síðustu aldar og eini Íslendingurinn sem hefur komið á forsíðu Time Magazine. Ævi hans var ævintýraleg. Þessi mynd var sýnd á Hringbraut síðasta vetur. Svo hef ég verið talsvert í bókaútgáfu líka en nú er ég bara í rólegheitum. Þarf reyndar að hendast í búð núna því hún Sigga er þar að kaupa í veisluna.“ Þar er um að ræða Sigríði Halldórsdóttur, dóttur nóbelsskáldsins. Þau Hans Kristján hafa verið í sambandi síðan þau hittust í grænmetisdeildinni í Bónus fyrir nokkrum árum, eins og fram kom í ævisögu hennar í fyrra.
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning