Fátækt barna er vanræksla stjórnvalda Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 10. apríl 2017 07:00 Um áratugaskeið hefur alþjóðsamfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að uppræta fátækt og auka jöfnuð. Evrópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að að minnsta kosti 20 milljónum barna í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% barna verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2030 og ójöfnuður minnkaður. Það er sátt meðal þjóða heims um að fátækt og ójöfnuður séu óásættanleg. Sífellt þarf þó að setja ný markmið þegar sýnt er að þeim eldri verður ekki náð. Það er ekki síst vegna þess að áætlanir stjórnvalda og skattkerfi ganga oft þvert á þessar samþykktir sem ríkin hafa þó skuldbundið sig til að framfylgja. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla - Save the Children sem gefin var út í lok árs 2016, eiga enn um 28% barna í Evrópu á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru rúmlega 25 milljónir barna. Ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt og lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni. Meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem hefur aukist í Evrópu. Um 10% heimila í Evrópu eiga 50% eigna. Velmegun er í boði fyrir sífellt færri. Færri fjölskyldur hafa möguleika á að veita börnum sínum gott líf. Afleiðingar efnahagskreppunnar á laun og kjör eru meðal annars þær að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekki trygging fyrir lífi án fátæktar. Stöðugur niðurskurður varð á framlögum til menntunar frá upphafi kreppu í öllum Evrópulöndum. Þau börn sem eru hve verst stödd verða enn frekar út undan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og framtíðarhorfur og þau standa höllum fæti.Algjörlega óásættanlegtÞrátt fyrir að á Íslandi sé jöfnuður hve mestur í Evrópu, eiga um 11% fullorðinna og 14% barna hér á landi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru meira en 10.000 börn. Það er algjörlega óásættanlegt í landi þar sem stjórnvöld berja sér á brjóst vegna mikils hagvaxtar og efnahagslegs uppgangs. Samkvæmt skýrslunni er Ísland eina land Norðurlanda þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir, sem gefur vísbendingu um að forgangsröðun sé ekki í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Flest ríki heims hafa undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur einnig verið lögfestur á Íslandi. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, að njóta besta mögulegs heilsufars og á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ekki má mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða foreldranna, svo sem vegna efnahags. Og minnumst þess að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni. Barnasáttmálinn kveður jafnframt á um ábyrgð og skyldur stjórnvalda um að uppfylla ákvæði hans. Stjórnvöld sem koma ekki í veg fyrir að börnum sé mismunað vegna efnahags foreldra og tryggja ekki að ekkert barn þurfi að búa við fátækt eru að vanrækja skyldur sínar. Nú er lag stjórnvöld, nú er ekki kreppa og ekki hægt að nota slíkt sem afsökun fyrir að verja ekki auknu fé til málefna barna. Nú þarf að skila til baka því fjármagni sem skorið var niður vegna efnahagskreppunnar. Styrkja þarf grunnþjónustu við börn, mennta- og velferðarkerfið, tryggja gjaldfrjálsan grunnskóla, að öll börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á án endurgjalds og tryggja fjölskyldum sem eiga á hættu að búa við fátækt viðunandi framfærslu og örugga búsetu. Lengja þarf fæðingarorlof í 12 mánuði og tryggja öllum börnum þroskandi umhverfi að því loknu fram að grunnskóla. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að gera áætlanir sem byggja á réttindum barna og skilningi á stöðu þeirra og þörfum og standa við skuldbindingar sínar. Barnaheill skora enn og aftur á stjórnvöld að forgangsraða í þágu velferðar barna og líta á fjármagn í þágu barna sem fjárfestingu. Slík fjárfesting skilar okkur betra, heilbrigðara og hamingjusamara samfélagi til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur alþjóðsamfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að uppræta fátækt og auka jöfnuð. Evrópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að að minnsta kosti 20 milljónum barna í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% barna verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2030 og ójöfnuður minnkaður. Það er sátt meðal þjóða heims um að fátækt og ójöfnuður séu óásættanleg. Sífellt þarf þó að setja ný markmið þegar sýnt er að þeim eldri verður ekki náð. Það er ekki síst vegna þess að áætlanir stjórnvalda og skattkerfi ganga oft þvert á þessar samþykktir sem ríkin hafa þó skuldbundið sig til að framfylgja. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla - Save the Children sem gefin var út í lok árs 2016, eiga enn um 28% barna í Evrópu á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru rúmlega 25 milljónir barna. Ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt og lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni. Meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem hefur aukist í Evrópu. Um 10% heimila í Evrópu eiga 50% eigna. Velmegun er í boði fyrir sífellt færri. Færri fjölskyldur hafa möguleika á að veita börnum sínum gott líf. Afleiðingar efnahagskreppunnar á laun og kjör eru meðal annars þær að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekki trygging fyrir lífi án fátæktar. Stöðugur niðurskurður varð á framlögum til menntunar frá upphafi kreppu í öllum Evrópulöndum. Þau börn sem eru hve verst stödd verða enn frekar út undan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og framtíðarhorfur og þau standa höllum fæti.Algjörlega óásættanlegtÞrátt fyrir að á Íslandi sé jöfnuður hve mestur í Evrópu, eiga um 11% fullorðinna og 14% barna hér á landi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru meira en 10.000 börn. Það er algjörlega óásættanlegt í landi þar sem stjórnvöld berja sér á brjóst vegna mikils hagvaxtar og efnahagslegs uppgangs. Samkvæmt skýrslunni er Ísland eina land Norðurlanda þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir, sem gefur vísbendingu um að forgangsröðun sé ekki í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Flest ríki heims hafa undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur einnig verið lögfestur á Íslandi. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, að njóta besta mögulegs heilsufars og á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ekki má mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða foreldranna, svo sem vegna efnahags. Og minnumst þess að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni. Barnasáttmálinn kveður jafnframt á um ábyrgð og skyldur stjórnvalda um að uppfylla ákvæði hans. Stjórnvöld sem koma ekki í veg fyrir að börnum sé mismunað vegna efnahags foreldra og tryggja ekki að ekkert barn þurfi að búa við fátækt eru að vanrækja skyldur sínar. Nú er lag stjórnvöld, nú er ekki kreppa og ekki hægt að nota slíkt sem afsökun fyrir að verja ekki auknu fé til málefna barna. Nú þarf að skila til baka því fjármagni sem skorið var niður vegna efnahagskreppunnar. Styrkja þarf grunnþjónustu við börn, mennta- og velferðarkerfið, tryggja gjaldfrjálsan grunnskóla, að öll börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á án endurgjalds og tryggja fjölskyldum sem eiga á hættu að búa við fátækt viðunandi framfærslu og örugga búsetu. Lengja þarf fæðingarorlof í 12 mánuði og tryggja öllum börnum þroskandi umhverfi að því loknu fram að grunnskóla. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að gera áætlanir sem byggja á réttindum barna og skilningi á stöðu þeirra og þörfum og standa við skuldbindingar sínar. Barnaheill skora enn og aftur á stjórnvöld að forgangsraða í þágu velferðar barna og líta á fjármagn í þágu barna sem fjárfestingu. Slík fjárfesting skilar okkur betra, heilbrigðara og hamingjusamara samfélagi til langs tíma.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun