Sergio Garcia: Æðislegt að ná þessu á afmælisdegi Ballesteros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 08:15 Danny Willett klæðir Sergio Garcia í græna jakkann. Vísir/Getty Spánverjinn Sergio Garcia vann í gær Mastersmótið í golfi eftir sigur í umspili á móti Englendingnum Justin Rose. Einvígi þeirra félaga um titilinn var æsispennandi og frábær skemmtun. Það þótti við hæfi að fyrsti sigur Sergio Garcia á risamóti á ferlinum kæmi að degi sem hefði orðið sextugasti afmælisdagur landa hans Seve Ballesteros ef Ballesteros hefði lifað. Seve Ballesteros vann Mastersmótið 1980 og 1983 en hann lést árið 2011. „Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu og ég er svo ánægður,“ sagði hinn 37 ára gamli Sergio Garcia eftir sigurinn. „Að ná þessu á sextugs afmælisdegi Seve og komast í hóp með honum og [Jose Maria] Olazabal, fyrirmyndanna minna í golfinu, er eitthvað alveg stórkostlegt,“ sagði Sergio Garcia. „Jose sendi mér SMS á miðvikudaginn þar sem hann sagði mér hversu mikla trú hann hefði á mér og að ég þyrfti að trúa á sjálfan mig, halda ró minni og ekki láta hluti hafa áhrif á mig eins og hefur gerst oft áður,“ sagði Garcia sem hafði oft verið í toppbaráttunni á risamóti án þess að ná að fagna sigri. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þessi völlur myndi gefa mér einn risatitil. Sú tilfinning breyttist hinsvegar eftir því sem árin liðu og mér fór að líða óþægilega á vellinum. Ég var því búinn að sætta mig við að þessi titil kæmi aldrei,“ sagði Garcia en um helgina gekk allt upp. „Ég vissi að ég var að spila vel. Ég hef líklega aldrei verið svona rólegur áður á risamóti. Ég hélt jákvæðinni þrátt fyrir nokkra skolla því ég vissi að gæti náð fuglum á komandi holum. Ég er svo ánægður,“ sagði Sergio Garcia sem er ellefti á heimslistanum en kemst væntanlega upp í tíunda sætið með þessum sigri. Það fór vel á með Sergio Garcia og Justin Rose þrátt fyrir harða baráttu og að mikið var undir. „Við erum góðir vinir og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum. Við vorum að hvetja hvorn annan áfram. Við vildum að vinna hinn en ekki að hinn myndi tapa þessu,“ sagði Garcia.Sergio García breaks through for his 1st win in a major. His previous best finish was 2nd (4 times). #themasters pic.twitter.com/ShHa3PAbZg— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017 3 Spaniards have held a 54-hole lead in #themasters. All 3 went on to win. pic.twitter.com/UP9o968Kke— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017 Golf Tengdar fréttir Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. 9. apríl 2017 23:32 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia vann í gær Mastersmótið í golfi eftir sigur í umspili á móti Englendingnum Justin Rose. Einvígi þeirra félaga um titilinn var æsispennandi og frábær skemmtun. Það þótti við hæfi að fyrsti sigur Sergio Garcia á risamóti á ferlinum kæmi að degi sem hefði orðið sextugasti afmælisdagur landa hans Seve Ballesteros ef Ballesteros hefði lifað. Seve Ballesteros vann Mastersmótið 1980 og 1983 en hann lést árið 2011. „Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu og ég er svo ánægður,“ sagði hinn 37 ára gamli Sergio Garcia eftir sigurinn. „Að ná þessu á sextugs afmælisdegi Seve og komast í hóp með honum og [Jose Maria] Olazabal, fyrirmyndanna minna í golfinu, er eitthvað alveg stórkostlegt,“ sagði Sergio Garcia. „Jose sendi mér SMS á miðvikudaginn þar sem hann sagði mér hversu mikla trú hann hefði á mér og að ég þyrfti að trúa á sjálfan mig, halda ró minni og ekki láta hluti hafa áhrif á mig eins og hefur gerst oft áður,“ sagði Garcia sem hafði oft verið í toppbaráttunni á risamóti án þess að ná að fagna sigri. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þessi völlur myndi gefa mér einn risatitil. Sú tilfinning breyttist hinsvegar eftir því sem árin liðu og mér fór að líða óþægilega á vellinum. Ég var því búinn að sætta mig við að þessi titil kæmi aldrei,“ sagði Garcia en um helgina gekk allt upp. „Ég vissi að ég var að spila vel. Ég hef líklega aldrei verið svona rólegur áður á risamóti. Ég hélt jákvæðinni þrátt fyrir nokkra skolla því ég vissi að gæti náð fuglum á komandi holum. Ég er svo ánægður,“ sagði Sergio Garcia sem er ellefti á heimslistanum en kemst væntanlega upp í tíunda sætið með þessum sigri. Það fór vel á með Sergio Garcia og Justin Rose þrátt fyrir harða baráttu og að mikið var undir. „Við erum góðir vinir og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum. Við vorum að hvetja hvorn annan áfram. Við vildum að vinna hinn en ekki að hinn myndi tapa þessu,“ sagði Garcia.Sergio García breaks through for his 1st win in a major. His previous best finish was 2nd (4 times). #themasters pic.twitter.com/ShHa3PAbZg— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017 3 Spaniards have held a 54-hole lead in #themasters. All 3 went on to win. pic.twitter.com/UP9o968Kke— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017
Golf Tengdar fréttir Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. 9. apríl 2017 23:32 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. 9. apríl 2017 23:32