Velja milli 11 leiða fyrir Hyperloop háhraðagöng Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 09:53 Hyperloop háhraðagöng. Valdar verða 3 af 11 mögulegum leiðum fyrir lagningu Hyperloop háhraðaganga í svokölluðu Hyperloop One´s Global Challenge. Á meðal þessara leiða eru göng milli Los Angeles og San Diego sem aðeins myndi taka 15 mínútur á milli staða. Önnur leið liggur á milli Wyoming til Houston í Texas sem taka myndi innan við tvær klukkustundir, en leiðin er 1.850 km löng, eða 500 km lengri en hringvegurinn um Ísland. Þá kemur leiðin milli Orlando og Miami í Flórída einnig til greina og hana mætti fara á hálftíma. Alls munu 2.600 manns taka þátt í valinu, en 11 fyrirtæki sem vilja byggja svona Hyperloop háhraðagöng hafa komið fram með tillögur að byggingu slíkra ganga og tengja þau saman 35 borgir og væru alls 4.500 km löng ef þau öll yrðu byggð. Ein 24 önnur fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til að byggja slík göng og munu fulltrúar þeirra einnig taka þátt í þessu vali á þremur leiðum sem hafist yrði handa í fyrstu að reisa. Hugmyndin um Hyperloop háhraðagöng er upphaflega komin frá Elon Musk, stofnanda og aðaleiganda Tesla rafmagnsbílaframleiðandans, en hann tekur hinsvegar ekki sjálfur þátt í byggingu þessara fyrstu ganga. Stærsta fyrirtækið á meðal þeirra sem byggja vilja þessi fyrstu göng er Hyperloop One sem mun hafa á sínum snærum 500 verkfræðinga og vísindamenn við enda þessa árs til að hrynda fyrstu göngunum í framkvæmd. Í Hyperloop göngum er lofttæmi og má ferðast í þeim á allt að 1.130 km hraða. Bygging slíkra ganga myndi því gerbreyta samgöngum á landi og stytta ferðatíma fólks mikið. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent
Valdar verða 3 af 11 mögulegum leiðum fyrir lagningu Hyperloop háhraðaganga í svokölluðu Hyperloop One´s Global Challenge. Á meðal þessara leiða eru göng milli Los Angeles og San Diego sem aðeins myndi taka 15 mínútur á milli staða. Önnur leið liggur á milli Wyoming til Houston í Texas sem taka myndi innan við tvær klukkustundir, en leiðin er 1.850 km löng, eða 500 km lengri en hringvegurinn um Ísland. Þá kemur leiðin milli Orlando og Miami í Flórída einnig til greina og hana mætti fara á hálftíma. Alls munu 2.600 manns taka þátt í valinu, en 11 fyrirtæki sem vilja byggja svona Hyperloop háhraðagöng hafa komið fram með tillögur að byggingu slíkra ganga og tengja þau saman 35 borgir og væru alls 4.500 km löng ef þau öll yrðu byggð. Ein 24 önnur fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til að byggja slík göng og munu fulltrúar þeirra einnig taka þátt í þessu vali á þremur leiðum sem hafist yrði handa í fyrstu að reisa. Hugmyndin um Hyperloop háhraðagöng er upphaflega komin frá Elon Musk, stofnanda og aðaleiganda Tesla rafmagnsbílaframleiðandans, en hann tekur hinsvegar ekki sjálfur þátt í byggingu þessara fyrstu ganga. Stærsta fyrirtækið á meðal þeirra sem byggja vilja þessi fyrstu göng er Hyperloop One sem mun hafa á sínum snærum 500 verkfræðinga og vísindamenn við enda þessa árs til að hrynda fyrstu göngunum í framkvæmd. Í Hyperloop göngum er lofttæmi og má ferðast í þeim á allt að 1.130 km hraða. Bygging slíkra ganga myndi því gerbreyta samgöngum á landi og stytta ferðatíma fólks mikið.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent