Segir veggjöld besta kostinn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 14:30 Kristján Möller. Vísir/Ernir Veggjöld til að fjármagna vegaframkvæmdir eru besti kosturinn í stöðunni. Þetta segir fyrrverandi samgönguráðherra sem situr í starfshópi ráðherra um vegaframkvæmdir en hópurinn skilar niðurstöðum sínum í næsta mánuði. Betra hefði þó verið að ráðast í slíkar framkvæmdir fyrr, á tímum kreppu og lítilla framkvæmda. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.Vinna hópsins gengur velKristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, á sæti í starfshópnum.Hvernig gengur vinna hópsins?„Vinna hópsins gengur mjög vel. Við höfum verið að viða að okkur gögnum sem að komu bæði frá Vegagerðinni og öðrum um þessa vegarkafla sem okkur var upphaflega falið að fjalla um. Við höfum verið að kostnaðarmeta það og það er svona allt að verða tilbúið. Og síðan erum við núna byrjuð að skoða hvaða leiðir eru færar til þess að innheimta veggjöld af þessum nýju leiðum sem verið er að tala um og hvaða aðferð væri best að nota,“ segir Kristján.Hvaða leiðir eru þar í boði?„Ja, það er eins og mikið var rætt um í minni tíð og ég ræddi mikið um, svokölluð GPS tækni. Það hefur til dæmis komið í ljós við þessa vinnu að hún er allt of dýr enn þá,“ segir Kristján.Áróður FÍBEinnig sé meðal annars hægt að setja tiltekinn búnað í rúður ökutækja. Þá sé ljóst að ekki verða mannaðar gjaldstöðvar. „Áróður þeirra sem eru andstæðingar þessa verks, eins og Félags íslenskra bifreiðareigenda, að halda að það verði búin til einhver gjaldahlið sem að bifreiðareigendur þurfa að stoppa við og bíða eftir að fá að borga, það er liðin tíð. Tækninni hefur fleygt það mikið fram að þetta er allt orðið sjálfvirkt, eins og við höfum meðal annars fengið kynningu á að verður í Vaðlaheiðargöngum,“ segir Kristján.Betra á tímum kreppuStarfshópurinn mun skila niðurstöðum sínum til ráðherra í næsta mánuði og vonast Kristján til þess að fram fari upplýst og málefnaleg umræða um þær. Persónulega sé hann þeirra skoðunar að það að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum sé besti kosturinn í stöðunni, en slíkar hugmyndir voru einnig uppi þegar hann gegndi embætti samgönguráðherra. „Það hefði verið betra að það hefði verið gert á tímum kreppu og lítilla framkvæmda að við hefðum þá farið þær leiðir sem þar voru boðaðar, en því miður ýmsir mæltu gegn. Og það náði ekki í gegn en þá væru margar af þeim leiðum sem að við erum að ræða um núna, þá væru þar búið að framkvæma og komnir miklu betri og öruggari vegir,“ segir Kristján. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Veggjöld til að fjármagna vegaframkvæmdir eru besti kosturinn í stöðunni. Þetta segir fyrrverandi samgönguráðherra sem situr í starfshópi ráðherra um vegaframkvæmdir en hópurinn skilar niðurstöðum sínum í næsta mánuði. Betra hefði þó verið að ráðast í slíkar framkvæmdir fyrr, á tímum kreppu og lítilla framkvæmda. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði í febrúar starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.Vinna hópsins gengur velKristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, á sæti í starfshópnum.Hvernig gengur vinna hópsins?„Vinna hópsins gengur mjög vel. Við höfum verið að viða að okkur gögnum sem að komu bæði frá Vegagerðinni og öðrum um þessa vegarkafla sem okkur var upphaflega falið að fjalla um. Við höfum verið að kostnaðarmeta það og það er svona allt að verða tilbúið. Og síðan erum við núna byrjuð að skoða hvaða leiðir eru færar til þess að innheimta veggjöld af þessum nýju leiðum sem verið er að tala um og hvaða aðferð væri best að nota,“ segir Kristján.Hvaða leiðir eru þar í boði?„Ja, það er eins og mikið var rætt um í minni tíð og ég ræddi mikið um, svokölluð GPS tækni. Það hefur til dæmis komið í ljós við þessa vinnu að hún er allt of dýr enn þá,“ segir Kristján.Áróður FÍBEinnig sé meðal annars hægt að setja tiltekinn búnað í rúður ökutækja. Þá sé ljóst að ekki verða mannaðar gjaldstöðvar. „Áróður þeirra sem eru andstæðingar þessa verks, eins og Félags íslenskra bifreiðareigenda, að halda að það verði búin til einhver gjaldahlið sem að bifreiðareigendur þurfa að stoppa við og bíða eftir að fá að borga, það er liðin tíð. Tækninni hefur fleygt það mikið fram að þetta er allt orðið sjálfvirkt, eins og við höfum meðal annars fengið kynningu á að verður í Vaðlaheiðargöngum,“ segir Kristján.Betra á tímum kreppuStarfshópurinn mun skila niðurstöðum sínum til ráðherra í næsta mánuði og vonast Kristján til þess að fram fari upplýst og málefnaleg umræða um þær. Persónulega sé hann þeirra skoðunar að það að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum sé besti kosturinn í stöðunni, en slíkar hugmyndir voru einnig uppi þegar hann gegndi embætti samgönguráðherra. „Það hefði verið betra að það hefði verið gert á tímum kreppu og lítilla framkvæmda að við hefðum þá farið þær leiðir sem þar voru boðaðar, en því miður ýmsir mæltu gegn. Og það náði ekki í gegn en þá væru margar af þeim leiðum sem að við erum að ræða um núna, þá væru þar búið að framkvæma og komnir miklu betri og öruggari vegir,“ segir Kristján.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira