Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson skrifar 27. september 2017 06:00 Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Kosningar 2017 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun