Iceland er okkar! Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. maí 2017 08:00 Yfirgangur bresku verslanakeðjunnar Iceland skal stöðvaður. Nýlega var mál stjórnvalda gegn bresku verslanakeðjunni Iceland kynnt af fulltrúum Íslands á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir. Verslanakeðjan hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. Forsaga málsins er sú að í nóvember sl. greip utanríkisráðuneytið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslanakeðjunni Iceland vegna óbilgirni fyrirtækisins. Breska fyrirtækið hefur einkarétt á nafninu Iceland í öllum löndum Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að einkaleyfið verði ógilt þar sem það þykir of víðtækt og kemur í veg fyrir að íslenskir aðilar geti vísað til landfræðilegs uppruna síns. Þetta mál snýst um grundvallaratriði, það er ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu „Iceland“ í öllum löndum Evrópusambandsins. Það kemur í veg fyrir að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti skráð vöru sína með tilvísun í upprunalandið Ísland. Málið hefur alþjóðlega skírskotun vegna áhrifa á vöru- og þjónustuviðskipti og miklir hagsmunir eru í húfi. Verslanakeðjan hefur ítrekað kvartað til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Aðgerðir verslanakeðjunnar hafa m.a. bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland, en undir þeim hatti hefur Ísland verið markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Þannig hefur verslanakeðjan beitt sér gegn íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum. Það er sanngjarnt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í markaðsstarfi sínu erlendis. Ísland hefur jákvæða ímynd í hugum neytenda. Tilraunir og viðleitni stjórnvalda á sínum tíma til að semja um sanngjarna lausn á vandanum skiluðu engu. Nýlegum aðgerðum stjórnvalda ber að fagna. Brýnt er að íslensk stjórnvöld gefi hvergi eftir, þannig að erlendir aðilar á borð við verslanakeðjuna Iceland geti ekki einokað nafnið Iceland eða aðrar erlendar tilvísanir til Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Yfirgangur bresku verslanakeðjunnar Iceland skal stöðvaður. Nýlega var mál stjórnvalda gegn bresku verslanakeðjunni Iceland kynnt af fulltrúum Íslands á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir. Verslanakeðjan hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. Forsaga málsins er sú að í nóvember sl. greip utanríkisráðuneytið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslanakeðjunni Iceland vegna óbilgirni fyrirtækisins. Breska fyrirtækið hefur einkarétt á nafninu Iceland í öllum löndum Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að einkaleyfið verði ógilt þar sem það þykir of víðtækt og kemur í veg fyrir að íslenskir aðilar geti vísað til landfræðilegs uppruna síns. Þetta mál snýst um grundvallaratriði, það er ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu „Iceland“ í öllum löndum Evrópusambandsins. Það kemur í veg fyrir að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti skráð vöru sína með tilvísun í upprunalandið Ísland. Málið hefur alþjóðlega skírskotun vegna áhrifa á vöru- og þjónustuviðskipti og miklir hagsmunir eru í húfi. Verslanakeðjan hefur ítrekað kvartað til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Aðgerðir verslanakeðjunnar hafa m.a. bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland, en undir þeim hatti hefur Ísland verið markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Þannig hefur verslanakeðjan beitt sér gegn íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum. Það er sanngjarnt að íslenskir aðilar geti vísað til upprunalandsins ef þeir kjósa svo í markaðsstarfi sínu erlendis. Ísland hefur jákvæða ímynd í hugum neytenda. Tilraunir og viðleitni stjórnvalda á sínum tíma til að semja um sanngjarna lausn á vandanum skiluðu engu. Nýlegum aðgerðum stjórnvalda ber að fagna. Brýnt er að íslensk stjórnvöld gefi hvergi eftir, þannig að erlendir aðilar á borð við verslanakeðjuna Iceland geti ekki einokað nafnið Iceland eða aðrar erlendar tilvísanir til Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun