Brennuvargarnir Dóra Sif Tynes og Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2017 15:11 Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Dóra Sif Tynes Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun