EES eða ESB? Michel Sallé skrifar 30. maí 2017 07:00 Þar sem ég er ekki íslenskur er það ekki mitt hlutverk að segja Íslendingum hvort þeir eigi að ganga í ESB, og það enn síður úr því að skoðanakannanir sýna að meiri hluti þeirra er ánægður með núverandi stöðu. En þar sem ég er evrópskur ríkisborgari verð ég að láta í ljós, enn einu sinni, hve hryggilegt það er að val þeirra byggist á algerum misskilningi. Skýrslan sem birtir ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra þann 5. maí á Alþingi, er gott dæmi um þetta: Mál Evrópu, sem er aðallega pólitískt mál, er afgreitt í málsgreininni um viðskiptasambönd í örfáum línum, eftir langt mál um Brexit. Skiljanlega hafa Íslendingar áhyggjur af því, eins og öll þau 27 lönd sem eru í ESB. En það er auðsjáanlegt að ráðherrann vonast til að gera sérsamning við Bretland. Því allir vita hve góðviljaðir Bretar hafa ætíð verið gagnvert Íslendingum. Ráðherrann afgreiðir í fimm línum (af 72 blaðsíðum!) þau framlög EES sem eru ekki viðskiptalegs eðlis: heldur hefur samningurinn einnig auðveldað Íslendingum að afla sér menntunar, eða leita sér starfa í öllum ríkjum EES, auk þess sem hann opnar möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum hvaðanæva af Evrópska efnahagssvæðinu… eins og þetta allt skipti ekki máli! Erfiðleikarnir við Brexit sýna einmitt að á þessum sviðum liggja flest sterkustu böndin. l Í framsöguræðunni segir hann að „…þegar umræðan hér á landi um viðskiptastefnuna er að mestu laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu, er full þörf á að styrkja starf okkar innan EFTA og EES“. Þarf að minna ráðherrann á að ESB er aðalinnihald EES-samningsins? Að þau þrjú lönd innan EES sem eru ekki í ESB, hafa valið í nafni sjálfstæðis þeirra þann furðulega kost að fara eftir reglum ESB, án þess að geta tekið þátt í neinum ákvörðunum. Hvar er sjálfstæði þeirra? Er betur er að gáð, gerum við okkur ljóst að ráðherrann segir EES þar sem hann gæti sagt ESB, af hræðslu við að meiða sig í munninn, eins og hann vilji ekki viðurkenna þá augljósu staðreynd að Ísland er þegar í ESB.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég er ekki íslenskur er það ekki mitt hlutverk að segja Íslendingum hvort þeir eigi að ganga í ESB, og það enn síður úr því að skoðanakannanir sýna að meiri hluti þeirra er ánægður með núverandi stöðu. En þar sem ég er evrópskur ríkisborgari verð ég að láta í ljós, enn einu sinni, hve hryggilegt það er að val þeirra byggist á algerum misskilningi. Skýrslan sem birtir ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra þann 5. maí á Alþingi, er gott dæmi um þetta: Mál Evrópu, sem er aðallega pólitískt mál, er afgreitt í málsgreininni um viðskiptasambönd í örfáum línum, eftir langt mál um Brexit. Skiljanlega hafa Íslendingar áhyggjur af því, eins og öll þau 27 lönd sem eru í ESB. En það er auðsjáanlegt að ráðherrann vonast til að gera sérsamning við Bretland. Því allir vita hve góðviljaðir Bretar hafa ætíð verið gagnvert Íslendingum. Ráðherrann afgreiðir í fimm línum (af 72 blaðsíðum!) þau framlög EES sem eru ekki viðskiptalegs eðlis: heldur hefur samningurinn einnig auðveldað Íslendingum að afla sér menntunar, eða leita sér starfa í öllum ríkjum EES, auk þess sem hann opnar möguleika fyrir íslenska vísinda- og fræðimenn til að taka þátt í rannsóknarstarfsemi með samstarfsaðilum hvaðanæva af Evrópska efnahagssvæðinu… eins og þetta allt skipti ekki máli! Erfiðleikarnir við Brexit sýna einmitt að á þessum sviðum liggja flest sterkustu böndin. l Í framsöguræðunni segir hann að „…þegar umræðan hér á landi um viðskiptastefnuna er að mestu laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu, er full þörf á að styrkja starf okkar innan EFTA og EES“. Þarf að minna ráðherrann á að ESB er aðalinnihald EES-samningsins? Að þau þrjú lönd innan EES sem eru ekki í ESB, hafa valið í nafni sjálfstæðis þeirra þann furðulega kost að fara eftir reglum ESB, án þess að geta tekið þátt í neinum ákvörðunum. Hvar er sjálfstæði þeirra? Er betur er að gáð, gerum við okkur ljóst að ráðherrann segir EES þar sem hann gæti sagt ESB, af hræðslu við að meiða sig í munninn, eins og hann vilji ekki viðurkenna þá augljósu staðreynd að Ísland er þegar í ESB.Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála-og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið « Islande » í desember 2013.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar