Vandi grunnskólans Ólafur Haukur Johnson skrifar 30. maí 2017 07:00 Nokkuð var rætt um stöðu íslenska grunnskólakerfisins þegar niðurstaða síðustu PISA-könnunar lá fyrir. Umræðan var þó ótrúlega lítil miðað við mikilvægi málsins. Þrúgandi þögn hefur verið í nokkurn tíma. Staða þessara mála er sú að við vitum að grunnskólastarf á Íslandi er á rangri braut og stenst ekki snúning skólastarfi þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. PISA sýnir að við erum með lélegasta kerfi Norðurlandanna og undir meðaltali OECD. Aðgerðaleysi er því ekki valkostur. Þeir sem bera ábyrgð á menntakerfi barnanna okkar virðast ekki hafa skýra sýn. Í það minnsta sjást þessi ekki merki að einhver stefna sé í mótun. Flestum sem málið skoða er þó ljóst að gamla klisjan um peningaleysi verður ekki notuð nú. Nóg er af peningum í kerfinu enda erum við að verja meiri fjármunum til þess en flest önnur lönd. Það er því tímabært að viðurkenna að skipulagið er lélegt og áherslurnar augljóslega rangar. Sérstaklega virðist þetta vera áberandi á efstu stigum grunnskólans. Ábyrgðaraðilar, þ.m.t. ráðherrar, ráðuneytisstjórar og yfirmenn sveitarstjórna hafa flestir staðið sig illa og sýnt lítið frumkvæði. Það verður að breytast og uppbygging að hefjast. Áður en lengra er haldið skulum við rifja upp alvarlega áminningu Menntastofnunar sem fylgdi nýjustu PISA- úttektinni, en þar sagði meðal annars: „Niðurstöður úr PISA 2015 benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið árið 2003.“ Síðar segir í sömu úttekt: „Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda til hins verra og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA, áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin í PISA heldur batnað síðustu ár en í Finnlandi hefur staðan versnað mikið ár frá ári…“ Enginn þarf því að efast um að verulegra breytinga er þörf. Þessi staða er reyndar ekki ný. Hún hefur verið ljós síðustu tvö kjörtímabil sem hafa einkennst af aðgerðaleysi og hraðri afturför. Andvaraleysi ráðherra á þessum tíma á eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt næstu áratugina. Stærstur hluti þess kostnaðar mun lenda á þeim sem minnst mega sín. Nýr ráðherra virðist því miður hafa gert fátt, enn sem komið er, til að snúa þróuninni við. Mikið er í húfi og enn eitt kjörtímabil aðgerðaleysis er óásættanleg tilhugsun fyrir alla sem bera hag íslenskra ungmenna fyrir brjósti.Smáskammtalækningar duga ekki Hvað er til ráða? Ýmislegt má tína til enda eru tækifærin mörg nánast hvert sem litið er. Eitt verður þó ráðamönnum að vera ljóst á þessum tímapunkti að grunnskólinn okkar er svo langt leiddur og kerfið svo lélegt að smáskammtalækningar duga ekki. Kerfið eins og það er uppbyggt er einfaldlega ekki að skila því sem við gerum kröfu um og það þarf að endurskipuleggja frá grunni. Fara verður vandlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á skólunum á síðustu árum og spyrja hvort þær séu ástæða þess að við höfum ekki náð að fylgja öðrum þjóðum eða hvort stjórnvöld hafi með stefnu sinni einfaldlega hindrað eðlilegar framfarir? Opinber skólakerfi eru þunglamaleg, frumkvæði til breytinga er lítið en andstaða við breytingar er mikil. Kerfið, án utanaðkomandi þrýstings af samkeppni og nýjum hugmyndum, hreyfist því hægt eða alls ekki. Aukinn einkarekstur innan grunnskólans er nauðsynlegur til að innleiða nýja hugsun og auka hraða þeirra framfara sem þörf er á. Þær þjóðir heims, sem eru að ná bestum tökum á menntakerfi sínu, treysta á einkarekstur í mun meiri mæli en við. Einnig sjáum við hjá nágrannaþjóðum okkar áhrifamikinn einkarekstur við hlið og í samkeppni við opinberan skólarekstur. Sú leið hefur leitt þar framfarir og hraðar breytingar, svo hraðar að íslenskt menntakerfi dregst nú aftur úr. Óásættanlegt er að láta hræðslu við einkarekstur hér á landi hindra eðlilega framþróun í menntakerfinu.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð var rætt um stöðu íslenska grunnskólakerfisins þegar niðurstaða síðustu PISA-könnunar lá fyrir. Umræðan var þó ótrúlega lítil miðað við mikilvægi málsins. Þrúgandi þögn hefur verið í nokkurn tíma. Staða þessara mála er sú að við vitum að grunnskólastarf á Íslandi er á rangri braut og stenst ekki snúning skólastarfi þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. PISA sýnir að við erum með lélegasta kerfi Norðurlandanna og undir meðaltali OECD. Aðgerðaleysi er því ekki valkostur. Þeir sem bera ábyrgð á menntakerfi barnanna okkar virðast ekki hafa skýra sýn. Í það minnsta sjást þessi ekki merki að einhver stefna sé í mótun. Flestum sem málið skoða er þó ljóst að gamla klisjan um peningaleysi verður ekki notuð nú. Nóg er af peningum í kerfinu enda erum við að verja meiri fjármunum til þess en flest önnur lönd. Það er því tímabært að viðurkenna að skipulagið er lélegt og áherslurnar augljóslega rangar. Sérstaklega virðist þetta vera áberandi á efstu stigum grunnskólans. Ábyrgðaraðilar, þ.m.t. ráðherrar, ráðuneytisstjórar og yfirmenn sveitarstjórna hafa flestir staðið sig illa og sýnt lítið frumkvæði. Það verður að breytast og uppbygging að hefjast. Áður en lengra er haldið skulum við rifja upp alvarlega áminningu Menntastofnunar sem fylgdi nýjustu PISA- úttektinni, en þar sagði meðal annars: „Niðurstöður úr PISA 2015 benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því það var fyrst metið árið 2003.“ Síðar segir í sömu úttekt: „Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda til hins verra og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA, áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin í PISA heldur batnað síðustu ár en í Finnlandi hefur staðan versnað mikið ár frá ári…“ Enginn þarf því að efast um að verulegra breytinga er þörf. Þessi staða er reyndar ekki ný. Hún hefur verið ljós síðustu tvö kjörtímabil sem hafa einkennst af aðgerðaleysi og hraðri afturför. Andvaraleysi ráðherra á þessum tíma á eftir að reynast þjóðinni dýrkeypt næstu áratugina. Stærstur hluti þess kostnaðar mun lenda á þeim sem minnst mega sín. Nýr ráðherra virðist því miður hafa gert fátt, enn sem komið er, til að snúa þróuninni við. Mikið er í húfi og enn eitt kjörtímabil aðgerðaleysis er óásættanleg tilhugsun fyrir alla sem bera hag íslenskra ungmenna fyrir brjósti.Smáskammtalækningar duga ekki Hvað er til ráða? Ýmislegt má tína til enda eru tækifærin mörg nánast hvert sem litið er. Eitt verður þó ráðamönnum að vera ljóst á þessum tímapunkti að grunnskólinn okkar er svo langt leiddur og kerfið svo lélegt að smáskammtalækningar duga ekki. Kerfið eins og það er uppbyggt er einfaldlega ekki að skila því sem við gerum kröfu um og það þarf að endurskipuleggja frá grunni. Fara verður vandlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á skólunum á síðustu árum og spyrja hvort þær séu ástæða þess að við höfum ekki náð að fylgja öðrum þjóðum eða hvort stjórnvöld hafi með stefnu sinni einfaldlega hindrað eðlilegar framfarir? Opinber skólakerfi eru þunglamaleg, frumkvæði til breytinga er lítið en andstaða við breytingar er mikil. Kerfið, án utanaðkomandi þrýstings af samkeppni og nýjum hugmyndum, hreyfist því hægt eða alls ekki. Aukinn einkarekstur innan grunnskólans er nauðsynlegur til að innleiða nýja hugsun og auka hraða þeirra framfara sem þörf er á. Þær þjóðir heims, sem eru að ná bestum tökum á menntakerfi sínu, treysta á einkarekstur í mun meiri mæli en við. Einnig sjáum við hjá nágrannaþjóðum okkar áhrifamikinn einkarekstur við hlið og í samkeppni við opinberan skólarekstur. Sú leið hefur leitt þar framfarir og hraðar breytingar, svo hraðar að íslenskt menntakerfi dregst nú aftur úr. Óásættanlegt er að láta hræðslu við einkarekstur hér á landi hindra eðlilega framþróun í menntakerfinu.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar