"Amazing Air Iceland Connect“ Linda Markúsdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Nú um mundir á íslenskan á brattann að sækja og berst fyrir tilvistarrétti sínum í sífellt enskuskotnari heimi. Í vikunni sem leið skipti Flugfélag Íslands um nafn og heitir nú „Air Iceland Connect“. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að „ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum og orsakað misskilning.“ Ætli þeir hjá þýska flugfélaginu Lufthansa viti af þessu? Það ætti kannski einhver að taka að sér að hringja í þá og láta vita að það sé ekki hægt að hafa mikil alþjóðleg umsvif án þess að heita ensku nafni. Þeim verður eflaust mjög brugðið. En gott og vel, ef ástæðan fyrir nafnbreytingu Flugfélags Íslands er sú að auðvelda viðskiptavinum félagsins lífið mætti þá ekki nota annað íslenskt nafn? Flugfélagið þyrfti ekki að heita Eyjafjallajökull en á milli þess og „Air Iceland Connect“ er ansi langur vegur. Í þessu sambandi er vert að nefna íslenska fyrirtækið Meniga en það er í örum vexti og teygir anga sína víðsvegar um heiminn. Nafn þess er tekið úr íslenskri barnagælu frá miðri 20. öld og ætti ekki að vera neinum nema Íslendingum kunnugt. Björk heitir ennþá Björk, Sigur Rós ennþá Sigur Rós og stoðtækjaframleiðandinn Össur heitir ennþá Össur þrátt fyrir að eiga í viðskiptum í 24 löndum. Þegar öllu er á botninn hvolft þykir sumum íslenskan ekki nægilega grípandi, ekki nægilega aðgengileg og alls ekki nægilega töff. Ágætu íslensku viðskiptajöfrar, markaðsfrömuðir og fyrirtækjaeigendur, það er fleira til sem ekki er töff. Má þar meðal annars nefna minnimáttarkennd, þröngsýni og rökleysur.Höfundur er íslensku- og talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú um mundir á íslenskan á brattann að sækja og berst fyrir tilvistarrétti sínum í sífellt enskuskotnari heimi. Í vikunni sem leið skipti Flugfélag Íslands um nafn og heitir nú „Air Iceland Connect“. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að „ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar og má þar nefna aukin umsvif á erlendum mörkuðum, umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi, en tvöfalt nafnakerfi félagsins hefur þýtt talsverðan kostnaðarauka og valdið einhverjum farþegum óþægindum og orsakað misskilning.“ Ætli þeir hjá þýska flugfélaginu Lufthansa viti af þessu? Það ætti kannski einhver að taka að sér að hringja í þá og láta vita að það sé ekki hægt að hafa mikil alþjóðleg umsvif án þess að heita ensku nafni. Þeim verður eflaust mjög brugðið. En gott og vel, ef ástæðan fyrir nafnbreytingu Flugfélags Íslands er sú að auðvelda viðskiptavinum félagsins lífið mætti þá ekki nota annað íslenskt nafn? Flugfélagið þyrfti ekki að heita Eyjafjallajökull en á milli þess og „Air Iceland Connect“ er ansi langur vegur. Í þessu sambandi er vert að nefna íslenska fyrirtækið Meniga en það er í örum vexti og teygir anga sína víðsvegar um heiminn. Nafn þess er tekið úr íslenskri barnagælu frá miðri 20. öld og ætti ekki að vera neinum nema Íslendingum kunnugt. Björk heitir ennþá Björk, Sigur Rós ennþá Sigur Rós og stoðtækjaframleiðandinn Össur heitir ennþá Össur þrátt fyrir að eiga í viðskiptum í 24 löndum. Þegar öllu er á botninn hvolft þykir sumum íslenskan ekki nægilega grípandi, ekki nægilega aðgengileg og alls ekki nægilega töff. Ágætu íslensku viðskiptajöfrar, markaðsfrömuðir og fyrirtækjaeigendur, það er fleira til sem ekki er töff. Má þar meðal annars nefna minnimáttarkennd, þröngsýni og rökleysur.Höfundur er íslensku- og talmeinafræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar