Óboðleg vinnubrögð þriggja flokka Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar