Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti David A. Carrillo skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. Í fyrsta lagi vefengi ég forsendurnar. Lögmæti stjórnarskrár ræðst af samþykki kjósenda. Hér voru að verki tuttugu og fimm ríkisborgarar (kosnir í fyrstu og svo skipaðir) og sömdu þeir stjórnarskrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert nokkrar breytingar á þeim. Tvær skoðanakannanir leiddu í ljós (í október 2012 og janúar 2017) að flestir svarenda voru fylgjandi því að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt. Það er til vitnis um að almenningur er hliðhollur því að samþykkt séu drögin sem fulltrúar hans sömdu. Hér felst lögmætið í þátttöku manna í ferlinu og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu ferlinu. Svo hafa sumir sagt að ferlið hafi ekki verið lýðræðislegt. Það er ekki rétt. Árið 2009 kom saman þjóðfundur um tólf hundruð manna (og voru flestir valdir af handahófi úr þjóðskrá en um hundrað voru fulltrúar stofnana) til að skilgreina þau grunngildi sem þjóðin vildi setja á oddinn. Í nóvember 2010 skipulögðu stjórnvöld svo annan þjóðfund þar sem 950 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá komu saman skilgreindu grunngildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft ritunarferli nýrrar stjórnarskrár var svo í höndum tuttugu og fimm kjörinna fulltrúa og þegar kvartanir bárust vegna fyrirkomulags kosninga til stjórnlagaþings tilnefndi Alþingi sömu einstaklinga (með einni undantekningu þó, og næsti kjörni fulltrúinn tók við). Því má segja að þar hafi verið beitt handahófsvali, beinu kjöri og tilnefningum frá Alþingi, og vitaskuld eru alþingismenn þjóðkjörnir. Hvað er ólögmætt við að Alþingi skipi þátttakendur sem einnig voru kjörnir beint?Ef nokkuð er ætti almenningur frekar að kvarta undan of miklum afskiptum stjórnvalda. Nú hefur farsælt hjónaband almennings og stjórnvalda hins vegar leitt til fæðingar nýju stjórnarskrárdraganna. Nú er Alþingi auk þess búið að veita þeim drögum þinglega meðferð. Því er alveg ljóst að stjórnarskrárdrögin eru verk almennings og kjörinna fulltrúa. Nokkrir stjórnmálamenn kvörtuðu undan því að þeir væru ekki hafðir með í ráðum. Það er ekki rétt. Alþingi var með í ráðum allan tímann. Í júní 2010 kaus Alþingi sérstaka stjórnarskrárnefnd til þess að virkja borgarana við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ferlið færðist frá nefndinni til stjórnlagaráðsins sem Alþingi setti líka á laggirnar. Þeir sem sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og skipaðir af Alþingi og þeir sömdu stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið að endurskoða þau drög og þannig standa málin í dag. Rétt er að stjórnálamönnum var haldið utan við ráðið. Hugmyndin (frábær hugmynd) var að koma á stjórnlagaþingi sem eingöngu væri byggt á þátttöku almennings. Markmiðið var að fá almenning til þess að semja sér stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir því markmiði að kalla stjórnmálamenn til leiks. Nú eru stjórnarskrárdrögin hjá Alþingi sem er búið að endurskoða þau, þannig að Alþingi á núverandi útgáfu nýju stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, þurfa tvö þing að samþykkja frumvarp til breytinga og skulu þingkosningar vera á milli þinganna. Tak gleði þína aftur, Alþingi, hlutur þinn var eigi lítill. Ef ég hefði freistað þess að skipuleggja ferli til að semja drög að nýrri stjórnarskrá hefði það ekki getað virkjað almenning betur en raun varð á í því ferli sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið megið vera stolt af því sem þið hafið þegar afrekað, Íslendingar. Nú er bara að ljúka verkefninu.Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. Í fyrsta lagi vefengi ég forsendurnar. Lögmæti stjórnarskrár ræðst af samþykki kjósenda. Hér voru að verki tuttugu og fimm ríkisborgarar (kosnir í fyrstu og svo skipaðir) og sömdu þeir stjórnarskrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert nokkrar breytingar á þeim. Tvær skoðanakannanir leiddu í ljós (í október 2012 og janúar 2017) að flestir svarenda voru fylgjandi því að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt. Það er til vitnis um að almenningur er hliðhollur því að samþykkt séu drögin sem fulltrúar hans sömdu. Hér felst lögmætið í þátttöku manna í ferlinu og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu ferlinu. Svo hafa sumir sagt að ferlið hafi ekki verið lýðræðislegt. Það er ekki rétt. Árið 2009 kom saman þjóðfundur um tólf hundruð manna (og voru flestir valdir af handahófi úr þjóðskrá en um hundrað voru fulltrúar stofnana) til að skilgreina þau grunngildi sem þjóðin vildi setja á oddinn. Í nóvember 2010 skipulögðu stjórnvöld svo annan þjóðfund þar sem 950 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá komu saman skilgreindu grunngildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft ritunarferli nýrrar stjórnarskrár var svo í höndum tuttugu og fimm kjörinna fulltrúa og þegar kvartanir bárust vegna fyrirkomulags kosninga til stjórnlagaþings tilnefndi Alþingi sömu einstaklinga (með einni undantekningu þó, og næsti kjörni fulltrúinn tók við). Því má segja að þar hafi verið beitt handahófsvali, beinu kjöri og tilnefningum frá Alþingi, og vitaskuld eru alþingismenn þjóðkjörnir. Hvað er ólögmætt við að Alþingi skipi þátttakendur sem einnig voru kjörnir beint?Ef nokkuð er ætti almenningur frekar að kvarta undan of miklum afskiptum stjórnvalda. Nú hefur farsælt hjónaband almennings og stjórnvalda hins vegar leitt til fæðingar nýju stjórnarskrárdraganna. Nú er Alþingi auk þess búið að veita þeim drögum þinglega meðferð. Því er alveg ljóst að stjórnarskrárdrögin eru verk almennings og kjörinna fulltrúa. Nokkrir stjórnmálamenn kvörtuðu undan því að þeir væru ekki hafðir með í ráðum. Það er ekki rétt. Alþingi var með í ráðum allan tímann. Í júní 2010 kaus Alþingi sérstaka stjórnarskrárnefnd til þess að virkja borgarana við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ferlið færðist frá nefndinni til stjórnlagaráðsins sem Alþingi setti líka á laggirnar. Þeir sem sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og skipaðir af Alþingi og þeir sömdu stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið að endurskoða þau drög og þannig standa málin í dag. Rétt er að stjórnálamönnum var haldið utan við ráðið. Hugmyndin (frábær hugmynd) var að koma á stjórnlagaþingi sem eingöngu væri byggt á þátttöku almennings. Markmiðið var að fá almenning til þess að semja sér stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir því markmiði að kalla stjórnmálamenn til leiks. Nú eru stjórnarskrárdrögin hjá Alþingi sem er búið að endurskoða þau, þannig að Alþingi á núverandi útgáfu nýju stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, þurfa tvö þing að samþykkja frumvarp til breytinga og skulu þingkosningar vera á milli þinganna. Tak gleði þína aftur, Alþingi, hlutur þinn var eigi lítill. Ef ég hefði freistað þess að skipuleggja ferli til að semja drög að nýrri stjórnarskrá hefði það ekki getað virkjað almenning betur en raun varð á í því ferli sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið megið vera stolt af því sem þið hafið þegar afrekað, Íslendingar. Nú er bara að ljúka verkefninu.Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun