922 tveggja mánaða hreindýrs- kálfar settir út á guð og gaddinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar