Björgvin: Lazarov má skora 30 mörk svo lengi sem við vinnum Arnar Björnsson skrifar 19. janúar 2017 11:00 „Það er mikil tilhökkun fyrir leikinn í kvöld,“ segir Björgvin Páll Gústavsson markvörður sem er búinn að spila flestar mínúturnar í íslenska landsliðinu á HM. Hann er búinn að verja 38 af þeim 111 skotum sem hann hefur fengið á sig í leikjunum fjórum, sem er 34 prósent markvarsla. Er hann ekki skíthræddur við mótherjana? „Nei, ég er það ekki. Það er þannig eðli í okkar að við hræðumst enga. Við þurfum að halda rétt á spilunum því ef við spilum okkar leik þá eigum við góða möguleika. Við þurfum fyrst að hugsa um okkur sjálfa. Ef við erum með okkar geðveiki og eigum okkar besta leik að þá erum við ógeðslega erfiðir viðureignar.“ En það hafa nú komið kaflar þar sem þið hafið sýnt á ykkur aðrar hliðar. „Já, en slæmu kaflarnir eru búnir. Við erum komnir upp brekkuna og vonandi erum við með öll vopnin klár. Það er búinn að vera stígandi í þessu hjá okkur. Stríddum Spánverjum og Slóvenum sem eru í hópi 5-8 bestu liðanna. Við mætum hraustir í þennan leik peppaðir eftir 14 marka sigur sem við erum kátir með. Við erum hvergi bangnir og mætum í þennan leik eins úrslitaleik.“ Þeir spila oft með sjö leikmenn í sókninni er ekki erfitt fyrir markmann að glíma við það? „Þetta er auðvitað nýtt verkefni fyrir okkkur því þeir spila mikið 7 á móti 6. Þetta er verkefni fyrir hausinn á okkur. Mikill undirbúningur og því gott að fá einn frídag til að kíkja á þá. Þeir eru að breyta handboltanum með þessum sjöunda leikmanni og hversu mikið þeir nota hann. Það getur orðið til þess að maður þarf að skjóta yfir völlinn og ná löngum sendingum fram. Það eru því næg verkefni fyrir hausinn og því þurfum við að vera sérstaklega einbeittir fyrir þetta verkefni.“ Lazarov á eftir að skjóta nokkrum sinnum á þig. Hvað ætlaðu að verja mörg skot frá honum? „Hann hatar ekki að skjóta og elskar það dálítið mikið. Auðvitað er þetta heimsklassaleikmaður en mér er nokkuð sama hversu marga bolta ég ver frá honum ef við vinnum leikinn. Hann má skora 30 mörk ef við vinnum“. Línumaðurinn Stoilov er öflugur á línunni er erfitt að eiga við hann? „Hann er örugglega 200 kíló og þetta verður verkefni. Lazarov, einn besti handboltamaður heims, getur fundið hann með hvorri höndinni sem er. Þetta eru þeir leikmenn sem þeir byggja mikið á og svo eru þeir með hornamann sem skorar líka. Þetta er öðruvísi sóknarleikur en fyrir vikið þurfum við að vera betur undirbúnir. Ég held að það séu fá lið sem eru eins vel undirbúin og við.“ Hverju ætlar þú að lofa landsmönnum? „Skemmtun og ég ætla líka að lofa því að við munum gefa allt í þetta. Við erum hérna til að berjast og erum að leggja líf og sál í þetta. Það gleður mig að fá skilaboðin að heiman þegar fólk er að hvetja okkur áfram. En það er jafnpirrandi þegar einhverjir sérfræðingar eru kannski að leita að því neikvæða. Við erum hérna til að gera okkar besta og ætlum að fara út úr mótinu þannig að gefa allt í þetta hvort sem það endar á morgun eða eftir tvær vikur“. Finnurðu fyrir viðbrögðunum heima? „Já, við fylgjumst með öllu sem gerist og höfum gaman að umfjölluninni líka. Þetta er auðvitað gamli góði Íslendingurinn, þegar gengur vel erum við „strákarnir okkar“ en þegar við töpum erum við handboltalandsliðið. Vkð þurfum að taka þeirri gagnrýni. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa og jákvæðu einstaklingana og þá sem hafa gaman að horfa á okkur. Við erum ekki að gera þetta fyrir hina.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Það er mikil tilhökkun fyrir leikinn í kvöld,“ segir Björgvin Páll Gústavsson markvörður sem er búinn að spila flestar mínúturnar í íslenska landsliðinu á HM. Hann er búinn að verja 38 af þeim 111 skotum sem hann hefur fengið á sig í leikjunum fjórum, sem er 34 prósent markvarsla. Er hann ekki skíthræddur við mótherjana? „Nei, ég er það ekki. Það er þannig eðli í okkar að við hræðumst enga. Við þurfum að halda rétt á spilunum því ef við spilum okkar leik þá eigum við góða möguleika. Við þurfum fyrst að hugsa um okkur sjálfa. Ef við erum með okkar geðveiki og eigum okkar besta leik að þá erum við ógeðslega erfiðir viðureignar.“ En það hafa nú komið kaflar þar sem þið hafið sýnt á ykkur aðrar hliðar. „Já, en slæmu kaflarnir eru búnir. Við erum komnir upp brekkuna og vonandi erum við með öll vopnin klár. Það er búinn að vera stígandi í þessu hjá okkur. Stríddum Spánverjum og Slóvenum sem eru í hópi 5-8 bestu liðanna. Við mætum hraustir í þennan leik peppaðir eftir 14 marka sigur sem við erum kátir með. Við erum hvergi bangnir og mætum í þennan leik eins úrslitaleik.“ Þeir spila oft með sjö leikmenn í sókninni er ekki erfitt fyrir markmann að glíma við það? „Þetta er auðvitað nýtt verkefni fyrir okkkur því þeir spila mikið 7 á móti 6. Þetta er verkefni fyrir hausinn á okkur. Mikill undirbúningur og því gott að fá einn frídag til að kíkja á þá. Þeir eru að breyta handboltanum með þessum sjöunda leikmanni og hversu mikið þeir nota hann. Það getur orðið til þess að maður þarf að skjóta yfir völlinn og ná löngum sendingum fram. Það eru því næg verkefni fyrir hausinn og því þurfum við að vera sérstaklega einbeittir fyrir þetta verkefni.“ Lazarov á eftir að skjóta nokkrum sinnum á þig. Hvað ætlaðu að verja mörg skot frá honum? „Hann hatar ekki að skjóta og elskar það dálítið mikið. Auðvitað er þetta heimsklassaleikmaður en mér er nokkuð sama hversu marga bolta ég ver frá honum ef við vinnum leikinn. Hann má skora 30 mörk ef við vinnum“. Línumaðurinn Stoilov er öflugur á línunni er erfitt að eiga við hann? „Hann er örugglega 200 kíló og þetta verður verkefni. Lazarov, einn besti handboltamaður heims, getur fundið hann með hvorri höndinni sem er. Þetta eru þeir leikmenn sem þeir byggja mikið á og svo eru þeir með hornamann sem skorar líka. Þetta er öðruvísi sóknarleikur en fyrir vikið þurfum við að vera betur undirbúnir. Ég held að það séu fá lið sem eru eins vel undirbúin og við.“ Hverju ætlar þú að lofa landsmönnum? „Skemmtun og ég ætla líka að lofa því að við munum gefa allt í þetta. Við erum hérna til að berjast og erum að leggja líf og sál í þetta. Það gleður mig að fá skilaboðin að heiman þegar fólk er að hvetja okkur áfram. En það er jafnpirrandi þegar einhverjir sérfræðingar eru kannski að leita að því neikvæða. Við erum hérna til að gera okkar besta og ætlum að fara út úr mótinu þannig að gefa allt í þetta hvort sem það endar á morgun eða eftir tvær vikur“. Finnurðu fyrir viðbrögðunum heima? „Já, við fylgjumst með öllu sem gerist og höfum gaman að umfjölluninni líka. Þetta er auðvitað gamli góði Íslendingurinn, þegar gengur vel erum við „strákarnir okkar“ en þegar við töpum erum við handboltalandsliðið. Vkð þurfum að taka þeirri gagnrýni. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfa og jákvæðu einstaklingana og þá sem hafa gaman að horfa á okkur. Við erum ekki að gera þetta fyrir hina.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira