BMW hættir líklega framleiðslu BMW 3 GT Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:18 BMW 3 GT. Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent
Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent