
Dæmalaus ósvífni
Ég er körfuknattleikskonan sem fékk árið 1997 greiningu hjá bæði heimilislækni og lungnasérfræðingi um astma og áreynsluastma og uppáskrift um viðeigandi innöndunarlyf í framhaldinu. Í lyfjaprófinu umrædda árið 2001, eins barnslega og það hljómar, láðist mér að taka fram að ég væri á umræddu astmalyfi. Það voru mistök sem samkvæmt ströngustu reglum var samt sem áður ekki nægjanlega alvarlegt brot til að gert væri ráð fyrir viðurlögum samkvæmt lagabókstafnum sem um málið gilti. Því var ég sýknuð af dómstólnum sem í sat mikilsmetið fagfólk með þekkingu á svið lífvísinda og lögfræði.
Í málinu var ljóst að mér höfðu orðið á mistök sem enginn ásetningur lá á bak við en þau var sem betur fer hægt að útskýra með einföldum hætti. Læknaskýrslur um greiningu mína voru lagðar fram ásamt álitsgerð prófessors um að lyfið væri ekki árangursbætandi en gott til að meðhöndla áreynsluastma. Hefur einhver einhvern tímann heyrt um að körfuboltamaður hafi notað astmapúst til að bæta árangur í íþrótt sinni? Þannig var óvart framið brot á formsatriðum sem voru leiðrétt og báru ekki með sér nein refsiákvæði. Það kom einnig skýrt fram í yfirlýsingu frá alþjóða körfuknattleikssambandinu FIBA sem var að finna í málsgögnunum en þú reyndir að stinga undir stól á einstaklega óheiðarlegan hátt.
Ef lyfið væri árangursbætandi eða ef ég hefði verið að taka það án ávísunar læknis skildi ég kannski heift þína. Miðað við staðreyndir málsins er hins vegar óskiljanlegt hvernig þú virðist hafa bitið þetta mál í þig eins og raun ber vitni. Ef það er vegna gremju út í tengdaföður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vindmylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás að mér og mínum íþróttaferli. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig.
Ég var fyrirliði míns félagsliðs og landsliðsleikmaður og tók þau hlutverk alvarlega. Ég hefði aldrei reynt að ná mér í forskot með óheiðarlegum hætti. Hver sem kynnir sér málið sér að það snerist ekki um firnaflókið samsæri til að tryggja að tengdadóttir Kára Stefánssonar kæmist upp með að gera sig að ofurhetju með pústi af leyfðu en tilkynningarskyldu astmalyfi sem hún var með læknaávísun fyrir, heldur er hér á ferðinni árátta sorgmædds einstaklings sem virðist ekki sætta sig við staðreyndir og dómsniðurstöðu.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar