Dæmalaus ósvífni Kristín Björk Jónsdóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Ósvífnasta „dópingsvindl“ sem þú veist um. Með þessari dæmalausu ósvífni endaði nýjasta greinin þín sem þú skrifaðir þann 16. mars síðastliðinn. Það er óþolandi að sitja stöðugt undir ásökunum þínum, nú síðast nærri 16 árum eftir að ég var sýknuð af Lyfjadómstóli ÍSÍ. Svo virðist sem þú hafir aldrei áttað þig á kjarna þessa máls, eða það sem verra er, viljir ekki gera það andstætt betri vitund. Ég er körfuknattleikskonan sem fékk árið 1997 greiningu hjá bæði heimilislækni og lungnasérfræðingi um astma og áreynsluastma og uppáskrift um viðeigandi innöndunarlyf í framhaldinu. Í lyfjaprófinu umrædda árið 2001, eins barnslega og það hljómar, láðist mér að taka fram að ég væri á umræddu astmalyfi. Það voru mistök sem samkvæmt ströngustu reglum var samt sem áður ekki nægjanlega alvarlegt brot til að gert væri ráð fyrir viðurlögum samkvæmt lagabókstafnum sem um málið gilti. Því var ég sýknuð af dómstólnum sem í sat mikilsmetið fagfólk með þekkingu á svið lífvísinda og lögfræði. Í málinu var ljóst að mér höfðu orðið á mistök sem enginn ásetningur lá á bak við en þau var sem betur fer hægt að útskýra með einföldum hætti. Læknaskýrslur um greiningu mína voru lagðar fram ásamt álitsgerð prófessors um að lyfið væri ekki árangursbætandi en gott til að meðhöndla áreynsluastma. Hefur einhver einhvern tímann heyrt um að körfuboltamaður hafi notað astmapúst til að bæta árangur í íþrótt sinni? Þannig var óvart framið brot á formsatriðum sem voru leiðrétt og báru ekki með sér nein refsiákvæði. Það kom einnig skýrt fram í yfirlýsingu frá alþjóða körfuknattleikssambandinu FIBA sem var að finna í málsgögnunum en þú reyndir að stinga undir stól á einstaklega óheiðarlegan hátt. Ef lyfið væri árangursbætandi eða ef ég hefði verið að taka það án ávísunar læknis skildi ég kannski heift þína. Miðað við staðreyndir málsins er hins vegar óskiljanlegt hvernig þú virðist hafa bitið þetta mál í þig eins og raun ber vitni. Ef það er vegna gremju út í tengdaföður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vindmylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás að mér og mínum íþróttaferli. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig. Ég var fyrirliði míns félagsliðs og landsliðsleikmaður og tók þau hlutverk alvarlega. Ég hefði aldrei reynt að ná mér í forskot með óheiðarlegum hætti. Hver sem kynnir sér málið sér að það snerist ekki um firnaflókið samsæri til að tryggja að tengdadóttir Kára Stefánssonar kæmist upp með að gera sig að ofurhetju með pústi af leyfðu en tilkynningarskyldu astmalyfi sem hún var með læknaávísun fyrir, heldur er hér á ferðinni árátta sorgmædds einstaklings sem virðist ekki sætta sig við staðreyndir og dómsniðurstöðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ósvífnasta „dópingsvindl“ sem þú veist um. Með þessari dæmalausu ósvífni endaði nýjasta greinin þín sem þú skrifaðir þann 16. mars síðastliðinn. Það er óþolandi að sitja stöðugt undir ásökunum þínum, nú síðast nærri 16 árum eftir að ég var sýknuð af Lyfjadómstóli ÍSÍ. Svo virðist sem þú hafir aldrei áttað þig á kjarna þessa máls, eða það sem verra er, viljir ekki gera það andstætt betri vitund. Ég er körfuknattleikskonan sem fékk árið 1997 greiningu hjá bæði heimilislækni og lungnasérfræðingi um astma og áreynsluastma og uppáskrift um viðeigandi innöndunarlyf í framhaldinu. Í lyfjaprófinu umrædda árið 2001, eins barnslega og það hljómar, láðist mér að taka fram að ég væri á umræddu astmalyfi. Það voru mistök sem samkvæmt ströngustu reglum var samt sem áður ekki nægjanlega alvarlegt brot til að gert væri ráð fyrir viðurlögum samkvæmt lagabókstafnum sem um málið gilti. Því var ég sýknuð af dómstólnum sem í sat mikilsmetið fagfólk með þekkingu á svið lífvísinda og lögfræði. Í málinu var ljóst að mér höfðu orðið á mistök sem enginn ásetningur lá á bak við en þau var sem betur fer hægt að útskýra með einföldum hætti. Læknaskýrslur um greiningu mína voru lagðar fram ásamt álitsgerð prófessors um að lyfið væri ekki árangursbætandi en gott til að meðhöndla áreynsluastma. Hefur einhver einhvern tímann heyrt um að körfuboltamaður hafi notað astmapúst til að bæta árangur í íþrótt sinni? Þannig var óvart framið brot á formsatriðum sem voru leiðrétt og báru ekki með sér nein refsiákvæði. Það kom einnig skýrt fram í yfirlýsingu frá alþjóða körfuknattleikssambandinu FIBA sem var að finna í málsgögnunum en þú reyndir að stinga undir stól á einstaklega óheiðarlegan hátt. Ef lyfið væri árangursbætandi eða ef ég hefði verið að taka það án ávísunar læknis skildi ég kannski heift þína. Miðað við staðreyndir málsins er hins vegar óskiljanlegt hvernig þú virðist hafa bitið þetta mál í þig eins og raun ber vitni. Ef það er vegna gremju út í tengdaföður minn út af alls óskyldum málum bið ég þig að láta af þessari vindmylluorrustu sem lýsir sér sem ítrekuð og fólskuleg árás að mér og mínum íþróttaferli. Einbeittu þér þá frekar að honum einum, hann er alveg maður til þess að svara sjálfur fyrir sig. Ég var fyrirliði míns félagsliðs og landsliðsleikmaður og tók þau hlutverk alvarlega. Ég hefði aldrei reynt að ná mér í forskot með óheiðarlegum hætti. Hver sem kynnir sér málið sér að það snerist ekki um firnaflókið samsæri til að tryggja að tengdadóttir Kára Stefánssonar kæmist upp með að gera sig að ofurhetju með pústi af leyfðu en tilkynningarskyldu astmalyfi sem hún var með læknaávísun fyrir, heldur er hér á ferðinni árátta sorgmædds einstaklings sem virðist ekki sætta sig við staðreyndir og dómsniðurstöðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar