Rósir í hnappagat jafnaðarmanna Guðjón S. Brjánsson skrifar 30. mars 2017 07:00 Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun