
Stjórnarskrárbrot skattstjóra
Þessi niðurstaða ætti í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart því árið 2010 dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu að álagning iðnaðarmálagjalds, sem var sambærilegt gjald og búnaðargjaldið, væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst einnig nýlega að þeirri niðurstöðu í máli 250/2016 að álagning búnaðargjalds bryti gegn stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu.
Í þessu máli kristallast tvö grundvallarálitaefni um lög og rétt á Íslandi sem snúa að framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Annars vegar er það sú afstaða ríkisskattstjóra að hann þurfi ekki að horfa til ákvæða stjórnarskrár Íslands í störfum sínum og hins vegar hvort Alþingi geti setið aðgerðarlaust hjá eftir að Hæstiréttur hefur dæmt lög andstæð stjórnarskránni.
Þáttur framkvæmdavaldsins
Í andmælum Síldar og fisks ehf. á öllum stigum málsins hefur komið fram sú málsástæða að ákvæði búnaðargjaldslaga stæðust ekki félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkisskattstjóri hafnaði í sjálfu sér ekki þeirri málsástæðu en tók ekki afstöðu til hennar því hann taldi sig ekki þurfa að líta til stjórnarskrárinnar við úrlausn málsins. Það væri ekki á hans verksviði að túlka æðstu réttarheimild íslensks réttar, það væri á verksviði dómstóla.
Hvernig getur skattstjóri leyft sér að líta fram hjá stjórnarskránni þegar hann metur lögmæti ákvarðana sinna? Er það virkilega svo að stjórnvald þurfi ekki að líta til ákvæða stjórnarskrár Íslands þegar það fellir íþyngjandi úrskurði yfir þegnum þessa lands?
Viðhorf ríkisskattstjóra er því miður ekki einsdæmi í stjórnkerfinu. Það er eins og stjórnkerfið hafi misst sjónar á meðalhófi og skilningi á því að miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Stjórnvöld virðast oft gefa sér niðurstöðu mála fyrirfram og andmælaréttur er virtur í orði en ekki á borði. Það er gengið eins langt og hugsast er í beitingu íþyngjandi úrræða og sú framganga réttlætt með því að dómstólar geti þá alltaf undið ofan af ólögmætum stjórnvaldsákvörðunum. Seðlabankastjóri er t.d. sagður þeirrar skoðunar að menn eigi að fagna því að sæta ákæru því þá hafi þeir tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Forstjóri samkeppniseftirlitsins hreykir sér helst af því hvað hann hafi sektað fyrirtæki um háar fjárhæðir.
Í búnaðargjaldsmáli Síldar og fisks ehf. vaknar upp sú spurning hvort það eigi ekki að vera nein eftirmál af því þegar stjórnvald brýtur stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna. Eru t.d. líkur til þess að Síld og fiskur ehf. fái afsökunarbeiðni frá ríkisskattstjóra eða fjármálaráðherra?
Þáttur löggjafans
Alþingi felldi lög um búnaðargjald úr gildi í desember 2016. Það er fróðlegt að skoða röksemdir fjármálaráðherra fyrir því að fella búnaðargjaldslögin úr gildi. Ástæðan er ekki sú að búnaðargjaldið brjóti í bága við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar heldur er ástæðan sögð sú að Bændasamtök Íslands hafi ákveðið að taka upp almennt félagsgjald sem komi í stað búnaðargjaldsins! Það er varla hægt að segja með skýrari hætti hvernig búnaðargjaldið var hugsað, verst að þessi hugsun er í andstöðu við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að búnaðargjaldslögin hafi verið felld úr gildi í desember 2016 er óréttlætinu enn viðhaldið því lögin halda enn gildi vegna álagningar búnaðargjalds á þessu ári og vegna endurákvarðana fyrri ára.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hlýtur í framhaldi af þessum dómi sem hér er til umfjöllunar og dómi Hæstaréttar í máli 250/2016 að hafa frumkvæði að því taka til endurskoðunar að ólögin um búnaðargjald, sem Hæstiréttur hefur sagt vera í andstöðu við stjórnarskrá, haldi gildi sínu á árinu 2017 og vegna endurákvörðunar fyrri ára. Annað væri óvirðing við stjórnarskrá Íslands.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar