Af hverju Arnarskóli? Sóley Ósk Geirsdóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 „Ég heiti Davíð Örn og er 10 ára. Ég get ekki sofið, ég vil ekki fara í skólann, ég er þreyttur og langar að vera heima hjá mömmu. Ég er hættur í skólanum!“ Þetta eru venjubundnar lýsingar Davíðs Arnar á tilfinningum sínum og líðan í íslensku skólakerfi. Davíð Örn er yndislegur drengur með Downs-heilkenni. Hann er á einhverfurófi og er líka greindur með ADHD, ofvirkni með athyglisbrest. Lyfin sem hann tekur gera lítið gagn. Á hverju kvöldi er öll fjölskyldan, að honum meðtöldum, kvíðin yfir því að hann muni sofna seint og vakna um nóttina. Á eins og hálfs árs tímabili svaf Davíð aðeins aðra hverja nótt en var annars vakandi. Á hverjum morgni er Davíð sendur í skólann þreyttur, pirraður og reiður. Hann mætir reglulega of seint og glatar dýrmætum tíma sem annars hefði verið nýttur í lærdóm. Davíð gengur í Klettaskóla en það er sérskóli fyrir fötluð börn. Klettaskóli er að mörgu leyti mjög góður skóli og jafnvel frábær skóli fyrir marga. Hins vegar hentar Klettaskóli ekki Davíð meðal annars vegna þess hvernig hann er uppbyggður og skipulagður. Skóladagurinn í Klettaskóla er líkt og í öðrum grunnskólum landsins frá klukkan 08:00 til 13:00. Klukkan 13:00 til 17:00 tekur skólafrístund við. Þar sem Davíð glímir við mikla svefnörðugleika og hegðunarvanda nýtist honum skólavistin takmarkað til náms. Núverandi skólaumhverfi hentar honum ekki og Davíð býr ekki yfir getu til að aðlagast skólakerfinu. Þetta leiðir til þess að réttur hans til menntunar í íslensku samfélagi er í reynd skertur. Davíð býr svo sannarlega yfir getu og færni til að tileinka sér nýja þekkingu ef skapaðar eru réttar aðstæður fyrir hann en allar breytingar og uppbrot reynist honum erfitt hvort heldur sem er heima eða í skólanum. Á leikskólaárunum naut Davíð dagvistunar allan daginn og fékk einstaklingsmiðaða þjálfun á öllum sviðum daglegs lífs. Hann lærði með íhlutun atferlisfræði sem hentaði honum mjög vel og ýtti undir aukinn þroska og framfarir.Eykur lífsgæðin Hópur foreldra fatlaðra barna, auk þriggja atferlisfræðinga og leikskólastýru, leiddu saman hesta sína fyrir nokkru og ræddu þann vanda sem er til staðar í skólakerfinu fyrir ákveðinn hóp barna. Ákveðið var að ráðast í stofnun Arnarskóla sem er ætlaður fyrir fötluð börn með fjölþættan vanda. Það sem Arnarskóli hefur upp á að bjóða fyrir Davíð er að hann er byggður upp á heildrænan hátt. Annars vegar með því að flétta saman skóla- og frístundatímanum, sem skapar Davíð þannig það svigrúm sem hann þarfnast vegna svefnvandamála sem hann glímir við. Þannig er hægt að tryggja að hann fái nægilega margar klukkustundir til náms þrátt fyrir sína fötlun og sínar sérþarfir. Hins vegar með þeirri heildrænu þjónustu sem verður innan Arnarskóla. Heildræn þjónusta mun felast í því að sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og talmeinafræðingar munu koma inn í skólastarfið með ráðgjöf og íhlutun. Með þessu verður því minna uppbrot og meiri samfella í lífi Davíðs sem auðveldar honum athafnir daglegs lífs. Í Arnarskóla verða starfandi atferlisfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af starfi með fötluðum börnum. Allt starfsfólk skólans mun vinna eftir sömu aðferðafræði og tryggja þannig samfellu í vinnu með börnin hvort heldur sem er í skóla- eða frístundastarfi. Arnarskóli mun veita börnum skólavist alla virka daga ársins ásamt því að sinna sumarfrístundum. Sem móðir Davíðs tel ég stofnun Arnarskóla vera þarft úrræði sem muni auka lífsgæði hans og fjölskyldunnar. Þetta snýst ekki einungis um réttindi Davíðs og annarra barna í hans stöðu heldur snýst þetta mikið um lífsgæði fjölskyldna fatlaðra barna í heild sinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
„Ég heiti Davíð Örn og er 10 ára. Ég get ekki sofið, ég vil ekki fara í skólann, ég er þreyttur og langar að vera heima hjá mömmu. Ég er hættur í skólanum!“ Þetta eru venjubundnar lýsingar Davíðs Arnar á tilfinningum sínum og líðan í íslensku skólakerfi. Davíð Örn er yndislegur drengur með Downs-heilkenni. Hann er á einhverfurófi og er líka greindur með ADHD, ofvirkni með athyglisbrest. Lyfin sem hann tekur gera lítið gagn. Á hverju kvöldi er öll fjölskyldan, að honum meðtöldum, kvíðin yfir því að hann muni sofna seint og vakna um nóttina. Á eins og hálfs árs tímabili svaf Davíð aðeins aðra hverja nótt en var annars vakandi. Á hverjum morgni er Davíð sendur í skólann þreyttur, pirraður og reiður. Hann mætir reglulega of seint og glatar dýrmætum tíma sem annars hefði verið nýttur í lærdóm. Davíð gengur í Klettaskóla en það er sérskóli fyrir fötluð börn. Klettaskóli er að mörgu leyti mjög góður skóli og jafnvel frábær skóli fyrir marga. Hins vegar hentar Klettaskóli ekki Davíð meðal annars vegna þess hvernig hann er uppbyggður og skipulagður. Skóladagurinn í Klettaskóla er líkt og í öðrum grunnskólum landsins frá klukkan 08:00 til 13:00. Klukkan 13:00 til 17:00 tekur skólafrístund við. Þar sem Davíð glímir við mikla svefnörðugleika og hegðunarvanda nýtist honum skólavistin takmarkað til náms. Núverandi skólaumhverfi hentar honum ekki og Davíð býr ekki yfir getu til að aðlagast skólakerfinu. Þetta leiðir til þess að réttur hans til menntunar í íslensku samfélagi er í reynd skertur. Davíð býr svo sannarlega yfir getu og færni til að tileinka sér nýja þekkingu ef skapaðar eru réttar aðstæður fyrir hann en allar breytingar og uppbrot reynist honum erfitt hvort heldur sem er heima eða í skólanum. Á leikskólaárunum naut Davíð dagvistunar allan daginn og fékk einstaklingsmiðaða þjálfun á öllum sviðum daglegs lífs. Hann lærði með íhlutun atferlisfræði sem hentaði honum mjög vel og ýtti undir aukinn þroska og framfarir.Eykur lífsgæðin Hópur foreldra fatlaðra barna, auk þriggja atferlisfræðinga og leikskólastýru, leiddu saman hesta sína fyrir nokkru og ræddu þann vanda sem er til staðar í skólakerfinu fyrir ákveðinn hóp barna. Ákveðið var að ráðast í stofnun Arnarskóla sem er ætlaður fyrir fötluð börn með fjölþættan vanda. Það sem Arnarskóli hefur upp á að bjóða fyrir Davíð er að hann er byggður upp á heildrænan hátt. Annars vegar með því að flétta saman skóla- og frístundatímanum, sem skapar Davíð þannig það svigrúm sem hann þarfnast vegna svefnvandamála sem hann glímir við. Þannig er hægt að tryggja að hann fái nægilega margar klukkustundir til náms þrátt fyrir sína fötlun og sínar sérþarfir. Hins vegar með þeirri heildrænu þjónustu sem verður innan Arnarskóla. Heildræn þjónusta mun felast í því að sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og talmeinafræðingar munu koma inn í skólastarfið með ráðgjöf og íhlutun. Með þessu verður því minna uppbrot og meiri samfella í lífi Davíðs sem auðveldar honum athafnir daglegs lífs. Í Arnarskóla verða starfandi atferlisfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af starfi með fötluðum börnum. Allt starfsfólk skólans mun vinna eftir sömu aðferðafræði og tryggja þannig samfellu í vinnu með börnin hvort heldur sem er í skóla- eða frístundastarfi. Arnarskóli mun veita börnum skólavist alla virka daga ársins ásamt því að sinna sumarfrístundum. Sem móðir Davíðs tel ég stofnun Arnarskóla vera þarft úrræði sem muni auka lífsgæði hans og fjölskyldunnar. Þetta snýst ekki einungis um réttindi Davíðs og annarra barna í hans stöðu heldur snýst þetta mikið um lífsgæði fjölskyldna fatlaðra barna í heild sinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun