Þrjár siðbótarkonur Arna Grétarsdóttir skrifar 28. janúar 2017 07:00 Í ár eru fimm aldir frá því Marteinn Lúther negldi 95 mótmæli á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg árið 1517 . Þessara tímamóta verður minnst með fjölbreyttum viðburðum um land allt á árinu. Við upphaf þessa mikla minningarárs er nöfnum þriggja siðbótarkvenna lyft upp og þeirra sérstaklega minnst næstkomandi sunnudag í Hallgrímskirkju. Katrín, Halldóra og Elísabet voru merkar en lítt þekktar siðbótarkonur. Saga þeirra vekur von og trú á það að hægt er að breyta, laga og bæta kirkju, samfélag og samskipti öll karla og kvenna á milli.Katrín af Bóra fæddist hinn 29. janúar 1499. Hún var nunna sem giftist munki að nafni Marteinn Lúther. Þau ruddu braut með nýrri sýn á lífið og tilveruna. Kollvörpuðu gömlum hugmyndum til að koma að kærleiksríkum náðarboðskap biblíunnar. Flestir hafa heyrt um siðbótarmanninn Martein Lúther sem lúthersk kirkja er kennd við en sjaldnar er minnst á eiginkonuna sem stóð við hlið hans, vann baki brotnu fyrir manni sínum og heimili, rak gistiheimili og ræktaði grænmeti í garðinum, svo hann mætti grúska í biblíu og öðrum bókum, skrifa, þýða og boða fagnaðarerindið hreint og ómengað. Þau voru siðbótarhjón, og fóru ótroðna slóð er þau giftu sig og börðust þannig fyrir hjónabandi og samlífi presta. Presturinn skyldi hafa þau sjálfsögðu réttindi að njóta þeirra gæða og gjafa Guðs að elska með þeirri ást sem nær að innstu hjartarótum og kviknar milli tveggja elskenda. Það skyldu þeir geta gert opinberlega. Margir prestar komu út úr einlífisskápnum eftir að Lúther og Katrín giftu sig. Á grundvelli kenninga Lúthers, þá aðallega um hinn almenna prestdóm, að hver skírður einstaklingur væri prestur, voru konur vígðar til prests, reyndar ekki fyrr en 1974 hér á Íslandi. Það getur tekið aldir að breyta rótgrónu kerfi sem þjónar hagsmunum fárra, það er gömul saga og ný. Í því samhengi er áhugavert að Halldóra nokkur, dóttir Guðbrands Þorlákssonar biskups, tók við búi á Hólastað árið 1624 og var svo klók að hún fékk það skriflegt hjá umboðsmanni konungs að hún hefði öll bú- og mannaforráð, yfir skóla og öllu sem staðnum fylgdi. Það er ljóst að inn á valdsvið karlanna var hún komin. Halldóra hefur greinilega verið fæddur leiðtogi og það má vel gera sér í hugarlund að hún hafi komist í bækur og handrit föður síns enda vitað að hún kunni að skrifa og skildi þýsku. Guðbrandur faðir hennar átti stóran þátt í því að kenningar Lúthers urðu íslendingum kunnar og í ljósi þeirra nýju hugmynda og þekkingar sem hann hefur aflað sér hefur honum þótt sjálfsagt að dóttir hans tæki þessa miklu stjórnunarlegu ábyrgð. Guðbrandur gaf út messusöngbók og fyrstu biblíuna á íslensku, Guðbrandsbiblíu (1584).Elísabet var nunna af aðalsættum, fædd árið 1500. Hún sagði skilið við klaustrið við mikil mótmæli fjölskyldu sinnar, fetaði í fótspor Lúthershjónanna og giftist háskólarektor í Wittenberg. Hún kynntist þeim nýju áherslum siðbótarinnar sem dreifðist eins og eldur um sinu um Mið- og Norður-Evrópu. Hún orti sálminn Herr Christ der einig Gottes Sohn. Lúther var svo hrifinn af sálminum að hann gaf hann út í fyrstu sálmabók siðbótarinnar árið 1524. Elísabetu dreymdi draum, þar sem hún sá sig predika í kirkju, það hafði hún sem kona ekki leyfi til. Elísabet fer þá leið sem henni var fær og það var að syngja og yrkja sína predikun. Sú predikun lifir enn í sálminum góða sem hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Þessum þremur siðbótarkonum er hægt að kynnast betur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn í messu og í Tónleikahúsi Kammerhópsins Reykjavík Barokk kl. 11 – 13.Gleðilegt fimm alda siðbótarafmælisár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í ár eru fimm aldir frá því Marteinn Lúther negldi 95 mótmæli á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg árið 1517 . Þessara tímamóta verður minnst með fjölbreyttum viðburðum um land allt á árinu. Við upphaf þessa mikla minningarárs er nöfnum þriggja siðbótarkvenna lyft upp og þeirra sérstaklega minnst næstkomandi sunnudag í Hallgrímskirkju. Katrín, Halldóra og Elísabet voru merkar en lítt þekktar siðbótarkonur. Saga þeirra vekur von og trú á það að hægt er að breyta, laga og bæta kirkju, samfélag og samskipti öll karla og kvenna á milli.Katrín af Bóra fæddist hinn 29. janúar 1499. Hún var nunna sem giftist munki að nafni Marteinn Lúther. Þau ruddu braut með nýrri sýn á lífið og tilveruna. Kollvörpuðu gömlum hugmyndum til að koma að kærleiksríkum náðarboðskap biblíunnar. Flestir hafa heyrt um siðbótarmanninn Martein Lúther sem lúthersk kirkja er kennd við en sjaldnar er minnst á eiginkonuna sem stóð við hlið hans, vann baki brotnu fyrir manni sínum og heimili, rak gistiheimili og ræktaði grænmeti í garðinum, svo hann mætti grúska í biblíu og öðrum bókum, skrifa, þýða og boða fagnaðarerindið hreint og ómengað. Þau voru siðbótarhjón, og fóru ótroðna slóð er þau giftu sig og börðust þannig fyrir hjónabandi og samlífi presta. Presturinn skyldi hafa þau sjálfsögðu réttindi að njóta þeirra gæða og gjafa Guðs að elska með þeirri ást sem nær að innstu hjartarótum og kviknar milli tveggja elskenda. Það skyldu þeir geta gert opinberlega. Margir prestar komu út úr einlífisskápnum eftir að Lúther og Katrín giftu sig. Á grundvelli kenninga Lúthers, þá aðallega um hinn almenna prestdóm, að hver skírður einstaklingur væri prestur, voru konur vígðar til prests, reyndar ekki fyrr en 1974 hér á Íslandi. Það getur tekið aldir að breyta rótgrónu kerfi sem þjónar hagsmunum fárra, það er gömul saga og ný. Í því samhengi er áhugavert að Halldóra nokkur, dóttir Guðbrands Þorlákssonar biskups, tók við búi á Hólastað árið 1624 og var svo klók að hún fékk það skriflegt hjá umboðsmanni konungs að hún hefði öll bú- og mannaforráð, yfir skóla og öllu sem staðnum fylgdi. Það er ljóst að inn á valdsvið karlanna var hún komin. Halldóra hefur greinilega verið fæddur leiðtogi og það má vel gera sér í hugarlund að hún hafi komist í bækur og handrit föður síns enda vitað að hún kunni að skrifa og skildi þýsku. Guðbrandur faðir hennar átti stóran þátt í því að kenningar Lúthers urðu íslendingum kunnar og í ljósi þeirra nýju hugmynda og þekkingar sem hann hefur aflað sér hefur honum þótt sjálfsagt að dóttir hans tæki þessa miklu stjórnunarlegu ábyrgð. Guðbrandur gaf út messusöngbók og fyrstu biblíuna á íslensku, Guðbrandsbiblíu (1584).Elísabet var nunna af aðalsættum, fædd árið 1500. Hún sagði skilið við klaustrið við mikil mótmæli fjölskyldu sinnar, fetaði í fótspor Lúthershjónanna og giftist háskólarektor í Wittenberg. Hún kynntist þeim nýju áherslum siðbótarinnar sem dreifðist eins og eldur um sinu um Mið- og Norður-Evrópu. Hún orti sálminn Herr Christ der einig Gottes Sohn. Lúther var svo hrifinn af sálminum að hann gaf hann út í fyrstu sálmabók siðbótarinnar árið 1524. Elísabetu dreymdi draum, þar sem hún sá sig predika í kirkju, það hafði hún sem kona ekki leyfi til. Elísabet fer þá leið sem henni var fær og það var að syngja og yrkja sína predikun. Sú predikun lifir enn í sálminum góða sem hefur verið þýddur á fjölda tungumála. Þessum þremur siðbótarkonum er hægt að kynnast betur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn í messu og í Tónleikahúsi Kammerhópsins Reykjavík Barokk kl. 11 – 13.Gleðilegt fimm alda siðbótarafmælisár!
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar