Nám metið að verðleikum Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. janúar 2017 12:16 Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir og fá til að mynda um helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Þessu verður að breyta og auka verulega fjármagn til háskólanna á næstu árum. 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám á Hugvísinda- eða Félagsvísindasviði sem gerir þessi svið að fjölmennustu námssviðunum. Þrátt fyrir það fær nám í hug- og félagsvísindum úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það að ódýrasta háskólanáminu hérlendis. Þess má geta að nemendur í hugvísindanámi við Háskólann fá minni framfærslu frá ríkinu en nemendur í framhaldsskóla. En af hverju er Hugvísindasvið svona tiltakanlega undirfjármagnað? Ástæðan er úrelt reiknilíkan ríkisins. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan Háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Reiknilíkanið er gjörsamlega úrelt en til hefur staðið að ráðast í breytingar á því síðan 2007. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að loksins eigi að endurskoða reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps og nú er því tækifærið til að koma hagsmunum hugvísindanema á framfæri og vera þrýstiafl fyrir betra og réttlátara reiknilíkani. Að námið okkar sé metið að verðleikum er veigamikið baráttumál. Deildir innan Hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru með eindæmum lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Það er óviðunandi hjá ríkisreknum háskóla að þessi leið þurfi að vera farin. Síðastliðið ár höfum við í Röskvu verið í meirihluta í sviðsráði Hugvísindasviðs. Höfum við unnið í góðu samstarfi við Vöku að fjölmörgum mikilvægum hagsmunamálum. Ber þar helst að nefna greinaskriftarátak þar sem við fengum til að mynda Elizu Reid og Vigdísi Finnbogadóttur til að skrifa um mikilvægi hugvísindanna. Einnig má nefna fundi með kennurum og stjórnendum þar sem málefnum nemenda var komið á framfæri og í farveg. Mikilvægt er að halda þessari góðu vinnu áfram. Fjölbreytni er hornsteinn samfélagsins. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fólk á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Í erfiðu árferði Háskóla Íslands er nauðsynlegt að standa vörð um hugvísindin, efla þau og meta þau að verðleikum. Nemendur þurfa að hafa öfluga rödd þegar kemur að þeirra hagsmunamálum og geta komið sinni skoðun á framfæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir og fá til að mynda um helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Þessu verður að breyta og auka verulega fjármagn til háskólanna á næstu árum. 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám á Hugvísinda- eða Félagsvísindasviði sem gerir þessi svið að fjölmennustu námssviðunum. Þrátt fyrir það fær nám í hug- og félagsvísindum úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það að ódýrasta háskólanáminu hérlendis. Þess má geta að nemendur í hugvísindanámi við Háskólann fá minni framfærslu frá ríkinu en nemendur í framhaldsskóla. En af hverju er Hugvísindasvið svona tiltakanlega undirfjármagnað? Ástæðan er úrelt reiknilíkan ríkisins. Reiknilíkanið stýrir fjármagnsdreifingu innan Háskólans og reiknast Hugvísindasvið í lægsta flokki þar innan. Reiknilíkanið er gjörsamlega úrelt en til hefur staðið að ráðast í breytingar á því síðan 2007. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að loksins eigi að endurskoða reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps og nú er því tækifærið til að koma hagsmunum hugvísindanema á framfæri og vera þrýstiafl fyrir betra og réttlátara reiknilíkani. Að námið okkar sé metið að verðleikum er veigamikið baráttumál. Deildir innan Hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru með eindæmum lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Það er óviðunandi hjá ríkisreknum háskóla að þessi leið þurfi að vera farin. Síðastliðið ár höfum við í Röskvu verið í meirihluta í sviðsráði Hugvísindasviðs. Höfum við unnið í góðu samstarfi við Vöku að fjölmörgum mikilvægum hagsmunamálum. Ber þar helst að nefna greinaskriftarátak þar sem við fengum til að mynda Elizu Reid og Vigdísi Finnbogadóttur til að skrifa um mikilvægi hugvísindanna. Einnig má nefna fundi með kennurum og stjórnendum þar sem málefnum nemenda var komið á framfæri og í farveg. Mikilvægt er að halda þessari góðu vinnu áfram. Fjölbreytni er hornsteinn samfélagsins. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fólk á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Í erfiðu árferði Háskóla Íslands er nauðsynlegt að standa vörð um hugvísindin, efla þau og meta þau að verðleikum. Nemendur þurfa að hafa öfluga rödd þegar kemur að þeirra hagsmunamálum og geta komið sinni skoðun á framfæri.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar