Eigendur Saab hefja framleiðslu í lok árs Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 12:47 Saab 9-3 í þremur útgáfum. National Electric Vehicle Sweden (NEVS) sem á nú framleiðsluleyfi á Saab bílum er ekki að baki dottið þó svo að töf hafi orðið á tilætlaðri framleiðslu Saab bíla með rafmagnsdrifrás. Til stendur hjá NEVS að hefja framleiðslu á Saab 9-3 bílnum í lok þessa árs en nú er verið að vinna að uppsetningu verksmiðjunnar í Tianjin í Kína þar sem bílarnir verða framleiddir. Upphaflega meiningin var að framleiðsla hæfist snemma á þessu ári. NEVS hefur nýverið fengi framleiðsluleyfi frá Chinese National Development Reform Commision til framleiðslu bíla Saab í Kína, en þó munu bílarnir ekki fá að halda Saab nafninu því nafnið fylgdi ekki með í kaupunum. Til stendur hjá NEVS að framleiða uppí 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy í Kína og verða það 9-3 bílar með rafmagnsdrifrás, en verksmiðjan í Tianjin mun hafa framleiðslugetu uppá 200.000 bíla á ári þegar hún verður fullbyggð. Þessi samningur á milli NEVS og Panda New Energy er að virði 12 milljarða dollara, eða 1.370 milljarða króna og var hann undirritaður árið 2015. NEVS ætlar að kynna 9-3 bílinn með rafmagnsdrifrás seinna á þessu ári og eftir það stendur til að þróa nokkra aðra bíla sem allir verða drifnir áfram á rafmagni. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent
National Electric Vehicle Sweden (NEVS) sem á nú framleiðsluleyfi á Saab bílum er ekki að baki dottið þó svo að töf hafi orðið á tilætlaðri framleiðslu Saab bíla með rafmagnsdrifrás. Til stendur hjá NEVS að hefja framleiðslu á Saab 9-3 bílnum í lok þessa árs en nú er verið að vinna að uppsetningu verksmiðjunnar í Tianjin í Kína þar sem bílarnir verða framleiddir. Upphaflega meiningin var að framleiðsla hæfist snemma á þessu ári. NEVS hefur nýverið fengi framleiðsluleyfi frá Chinese National Development Reform Commision til framleiðslu bíla Saab í Kína, en þó munu bílarnir ekki fá að halda Saab nafninu því nafnið fylgdi ekki með í kaupunum. Til stendur hjá NEVS að framleiða uppí 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy í Kína og verða það 9-3 bílar með rafmagnsdrifrás, en verksmiðjan í Tianjin mun hafa framleiðslugetu uppá 200.000 bíla á ári þegar hún verður fullbyggð. Þessi samningur á milli NEVS og Panda New Energy er að virði 12 milljarða dollara, eða 1.370 milljarða króna og var hann undirritaður árið 2015. NEVS ætlar að kynna 9-3 bílinn með rafmagnsdrifrás seinna á þessu ári og eftir það stendur til að þróa nokkra aðra bíla sem allir verða drifnir áfram á rafmagni.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent