Ráðherra tryggi sama frjálsræði í lyfjasölu og er á Norðurlöndum Brynjúlfur Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Hömlur á sölu lausasölulyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkjalyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og magalyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrirkomulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunartímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist samfara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum.Auðvelda þarf samanburðÍ dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðsluborðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausasölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apóteka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrkleika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfjum í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfjalögum sem lagt var fram á síðasta þingi.Alger viðsnúningurÁnægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grundvelli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarpið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfjamarkaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í lokaútgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótínlyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú.Fagleg rök skortirUmrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölulyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausasölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausasöluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frumvarp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Viðskiptaráð og stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heilbrigðisráðherra til að gera bragarbót í þessum efnum, áður en frumvarp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Hömlur á sölu lausasölulyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkjalyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og magalyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrirkomulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunartímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist samfara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum.Auðvelda þarf samanburðÍ dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðsluborðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausasölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apóteka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrkleika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfjum í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfjalögum sem lagt var fram á síðasta þingi.Alger viðsnúningurÁnægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grundvelli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarpið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfjamarkaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í lokaútgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótínlyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú.Fagleg rök skortirUmrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölulyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausasölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausasöluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frumvarp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Viðskiptaráð og stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heilbrigðisráðherra til að gera bragarbót í þessum efnum, áður en frumvarp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar