Ráðherra tryggi sama frjálsræði í lyfjasölu og er á Norðurlöndum Brynjúlfur Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Hömlur á sölu lausasölulyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkjalyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og magalyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrirkomulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunartímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist samfara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum.Auðvelda þarf samanburðÍ dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðsluborðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausasölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apóteka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrkleika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfjum í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfjalögum sem lagt var fram á síðasta þingi.Alger viðsnúningurÁnægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grundvelli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarpið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfjamarkaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í lokaútgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótínlyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú.Fagleg rök skortirUmrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölulyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausasölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausasöluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frumvarp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Viðskiptaráð og stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heilbrigðisráðherra til að gera bragarbót í þessum efnum, áður en frumvarp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hömlur á sölu lausasölulyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkjalyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og magalyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrirkomulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunartímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist samfara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum.Auðvelda þarf samanburðÍ dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðsluborðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausasölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apóteka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrkleika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfjum í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfjalögum sem lagt var fram á síðasta þingi.Alger viðsnúningurÁnægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grundvelli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarpið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfjamarkaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í lokaútgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótínlyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú.Fagleg rök skortirUmrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölulyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausasölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausasöluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frumvarp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Viðskiptaráð og stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heilbrigðisráðherra til að gera bragarbót í þessum efnum, áður en frumvarp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar