Af hverju rafmagn í samgöngur? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun