Tölum um dauðann Sigrún Óskarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. – Páll J. Árdal Dauðinn er í senn framandi en samt svo nálægur. Það ætti að vera eðlilegt að ræða um dauðann. Ýmislegt hefur verið gert undanfarin misseri til þess að setja dauðann á dagskrá í umræðunni. Dæmi um þetta eru t.d. fróðlegir útvarpsþættir Ævars Kjartanssonar og K. Huldu Guðmundsdóttur í fyrra á Rás 1, opinskáar færslur (á samfélagsmiðlum) og loks bókin Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Einnig má nefna svokallað dauðakaffi þar sem fólk hittist á kaffihúsi yfir opnum og frjálsum umræðum. Þá hefur Facebook-hópur verið stofnaður til þess að halda utan um áhugasama. Málefnið er undirritaðri hugleikið eftir meira en tveggja áratuga prestsþjónustu og verandi nú í starfi hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Á undanförnum vikum hefur okkar litla samfélag verið upptekið af dauðanum. Ekki síst af ótímabærum og óásættanlegum dauða ungs fólks. Ungt fólk í neyslu, hvarf ungrar konu sem var rænd lífinu á hræðilegan hátt og slys sem ekki gerðu boð á undan sér. Við erum sorgmædd og slegin. Flestir eru sammála um að á slíkum stundum sýnum við okkar bestu hliðar sem þjóð. Við látum okkur annt hvert um annað. Dauðann ber að með ýmsum hætti og við þurfum að vanda okkur þegar hann er til umræðu. Það þýðir þó ekki að við eigum að forðast umræðuna, heldur þvert á móti. Það er áhugavert og gefandi að taka þátt í þróun útfararþjónustu. Þar, eins og víða, er gott að leita fanga hjá nágrannaþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndunum. Sú nýbreytni er að ryðja sér til rúms að bjóða fólki upp á þann möguleika að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina „hinsti vilji“. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt. En flestum þykir gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina, hvernig þau hefðu séð fyrir sér kveðjustundina. Grundvallaratriði eins og það hvort óskað er eftir bálför eða hefðbundinni kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið og því er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlátið. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk kýs að hvíla en mörg dæmi eru um að látnir séu fluttir á milli landshluta og jafnvel landa til hinsta hvílustaðar.Vaxandi krafa um fagmennskuÍ hraða nútímans er vaxandi krafa um fagmennsku og aukna þjónustu og þar er útfararþjónusta sannarlega ekki undanskilin. Leitast er við að svara þeim kröfum ekki síst með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og nærgætni. Þjónustan er viðkvæm og mikilvæg. Þau sem hafa valið að helga líf sitt þjónustu við fólk sem er að kveðja sína nánustu gera það undantekningalítið af alúð og natni. Um það vitna mörg þeirra sem þegið hafa þjónustuna. Við hljótum að gera auknar kröfur um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum þar sem kallað er eftir kunnáttu á sviði sálgæslu og umhyggju, samhliða lögfræði og fjármálalæsi. Liður í því er að opna umræðuna um dauðann. Mikil þróun á sér stað í þjónustunni í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við. Í Svíþjóð er að fara af stað 40 vikna nám á háskólastigi fyrir þau sem starfa við útfararþjónustu. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem nemandinn á að auka færni í samskiptum, m.a. að hitta fólk í sorg og kreppu. Í náminu er lögð áhersla á fagmennsku og virðingu. Einnig er farið yfir lögfræðilega þætti sem snúa að útförum, stjórnun, rekstri og þjónustu. Frá árinu 2020 verður krafa gerð um slíka menntun til þess að mega opna útfararþjónustu. Hér á landi er margt vel gert en þó er þörf á samræmdum og skýrum reglum. Með það að leiðarljósi að auka fagmennsku, kröfur, eftirlit og eftirfylgni í viðkvæmri þjónustu. Ég hvet til umræðunnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. – Páll J. Árdal Dauðinn er í senn framandi en samt svo nálægur. Það ætti að vera eðlilegt að ræða um dauðann. Ýmislegt hefur verið gert undanfarin misseri til þess að setja dauðann á dagskrá í umræðunni. Dæmi um þetta eru t.d. fróðlegir útvarpsþættir Ævars Kjartanssonar og K. Huldu Guðmundsdóttur í fyrra á Rás 1, opinskáar færslur (á samfélagsmiðlum) og loks bókin Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Einnig má nefna svokallað dauðakaffi þar sem fólk hittist á kaffihúsi yfir opnum og frjálsum umræðum. Þá hefur Facebook-hópur verið stofnaður til þess að halda utan um áhugasama. Málefnið er undirritaðri hugleikið eftir meira en tveggja áratuga prestsþjónustu og verandi nú í starfi hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Á undanförnum vikum hefur okkar litla samfélag verið upptekið af dauðanum. Ekki síst af ótímabærum og óásættanlegum dauða ungs fólks. Ungt fólk í neyslu, hvarf ungrar konu sem var rænd lífinu á hræðilegan hátt og slys sem ekki gerðu boð á undan sér. Við erum sorgmædd og slegin. Flestir eru sammála um að á slíkum stundum sýnum við okkar bestu hliðar sem þjóð. Við látum okkur annt hvert um annað. Dauðann ber að með ýmsum hætti og við þurfum að vanda okkur þegar hann er til umræðu. Það þýðir þó ekki að við eigum að forðast umræðuna, heldur þvert á móti. Það er áhugavert og gefandi að taka þátt í þróun útfararþjónustu. Þar, eins og víða, er gott að leita fanga hjá nágrannaþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndunum. Sú nýbreytni er að ryðja sér til rúms að bjóða fólki upp á þann möguleika að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina „hinsti vilji“. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt. En flestum þykir gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina, hvernig þau hefðu séð fyrir sér kveðjustundina. Grundvallaratriði eins og það hvort óskað er eftir bálför eða hefðbundinni kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið og því er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlátið. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk kýs að hvíla en mörg dæmi eru um að látnir séu fluttir á milli landshluta og jafnvel landa til hinsta hvílustaðar.Vaxandi krafa um fagmennskuÍ hraða nútímans er vaxandi krafa um fagmennsku og aukna þjónustu og þar er útfararþjónusta sannarlega ekki undanskilin. Leitast er við að svara þeim kröfum ekki síst með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og nærgætni. Þjónustan er viðkvæm og mikilvæg. Þau sem hafa valið að helga líf sitt þjónustu við fólk sem er að kveðja sína nánustu gera það undantekningalítið af alúð og natni. Um það vitna mörg þeirra sem þegið hafa þjónustuna. Við hljótum að gera auknar kröfur um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum þar sem kallað er eftir kunnáttu á sviði sálgæslu og umhyggju, samhliða lögfræði og fjármálalæsi. Liður í því er að opna umræðuna um dauðann. Mikil þróun á sér stað í þjónustunni í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við. Í Svíþjóð er að fara af stað 40 vikna nám á háskólastigi fyrir þau sem starfa við útfararþjónustu. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem nemandinn á að auka færni í samskiptum, m.a. að hitta fólk í sorg og kreppu. Í náminu er lögð áhersla á fagmennsku og virðingu. Einnig er farið yfir lögfræðilega þætti sem snúa að útförum, stjórnun, rekstri og þjónustu. Frá árinu 2020 verður krafa gerð um slíka menntun til þess að mega opna útfararþjónustu. Hér á landi er margt vel gert en þó er þörf á samræmdum og skýrum reglum. Með það að leiðarljósi að auka fagmennsku, kröfur, eftirlit og eftirfylgni í viðkvæmri þjónustu. Ég hvet til umræðunnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar