Fyrrverandi landsliðsþjálfari Norður-Kóreu tekur við Skallagrími Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 12:30 Richi Gonzalez er reyndur þjálfari. mynd/skallagrímur Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07