Guðni forseti: Ég mun gera mitt allra besta til að komast á Eurobasket í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 11:00 Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, með Loga Gunnarssyni og Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. Mynd/FIBA Margir Íslendingar hafa keypt sér miða á úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta en riðill Íslands á Eurobasket 2017 fer fram í Finnlandi. Evrópubikarinn kom í heimsókn til Íslands um síðustu helgi og heimasíða FIBA hefur tekið saman frétt um heimsóknina þar sem er viðtal við forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannesson, sem tók meðal annars á móti bikarnum á Bessastöðum. Forsetinn lofaði svo gott sem í viðtali við FIBA-síðuna að láta sjá sig á Eurobasket mótinu í september en hann var á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á HM í Frakklandi í janúar. „Ég mun gera mitt allra besta til að komast á Eurobasket í Finnlandi og ég veit að það eru þúsundir Íslendinga á leiðinni þangað til að sjá íslenska liðið spila,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni á heimasíðu FIBA. „Okkar reynsla af Berlín [Eurobasket 2015] var mjög góð. Landsliðið okkar gerði okkur stolt. Úrslitin drógu ekki úr brennandi áhuga okkar á liðinu. Við erum vanalega minnsta þjóðin í svona úrslitum stórmóts hvort sem það er körfubolti eða aðrar íþróttir,“ sagði Guðni og bætti við: „Þetta er því alltaf erfitt verkefni fyrir okkar lið en við erum stolt af því að sjá alla okkar leikmenn gera sitt besta,“ sagði Guðni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hrósaði forsetanum fyrir íþróttaáhugann. „Það er mjög gott fyrir okkur að vera með forseta eins og herra Jóhannesson sem er sannur íþróttaáhugamaður,“ sagði Hannes við fréttaritara FIBA. Með í för var einnig landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem er reyndasti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins í dag. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu fyrir sautján árum þá var það aldrei möguleiki fyrir okkur að spila á Eurobasket. Það var ekki einu sinni í umræðunni en núna eru við að fara á annað Evrópumótið í röð,“ sagði Logi. Ísland var annar viðkomustaður bikarsins en frá Íslandi fór hann til Svartfjallalands. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Margir Íslendingar hafa keypt sér miða á úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta en riðill Íslands á Eurobasket 2017 fer fram í Finnlandi. Evrópubikarinn kom í heimsókn til Íslands um síðustu helgi og heimasíða FIBA hefur tekið saman frétt um heimsóknina þar sem er viðtal við forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannesson, sem tók meðal annars á móti bikarnum á Bessastöðum. Forsetinn lofaði svo gott sem í viðtali við FIBA-síðuna að láta sjá sig á Eurobasket mótinu í september en hann var á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á HM í Frakklandi í janúar. „Ég mun gera mitt allra besta til að komast á Eurobasket í Finnlandi og ég veit að það eru þúsundir Íslendinga á leiðinni þangað til að sjá íslenska liðið spila,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni á heimasíðu FIBA. „Okkar reynsla af Berlín [Eurobasket 2015] var mjög góð. Landsliðið okkar gerði okkur stolt. Úrslitin drógu ekki úr brennandi áhuga okkar á liðinu. Við erum vanalega minnsta þjóðin í svona úrslitum stórmóts hvort sem það er körfubolti eða aðrar íþróttir,“ sagði Guðni og bætti við: „Þetta er því alltaf erfitt verkefni fyrir okkar lið en við erum stolt af því að sjá alla okkar leikmenn gera sitt besta,“ sagði Guðni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hrósaði forsetanum fyrir íþróttaáhugann. „Það er mjög gott fyrir okkur að vera með forseta eins og herra Jóhannesson sem er sannur íþróttaáhugamaður,“ sagði Hannes við fréttaritara FIBA. Með í för var einnig landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem er reyndasti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins í dag. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu fyrir sautján árum þá var það aldrei möguleiki fyrir okkur að spila á Eurobasket. Það var ekki einu sinni í umræðunni en núna eru við að fara á annað Evrópumótið í röð,“ sagði Logi. Ísland var annar viðkomustaður bikarsins en frá Íslandi fór hann til Svartfjallalands.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira