Fordómar eru hluti af ofbeldismenningu Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 12. apríl 2017 11:00 Þessa dagana má sjá veggspjöld í strætóskýlum og skiltum víðsvegar um Reykjavík sem hönnuð voru í samstarfi fatlaðra kvenna í Tabú, Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Verkefnið var styrkt af velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Markmiðið með birtingu veggspjaldanna er að vekja almenning til vitundar um fordóma gegn fötluðu fólki og hvernig þeir tengjast ofbeldi gegn fötluðu fólki og valdleysi þess. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fatlað fólk er beitt ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk, sér í lagi fatlaðar konur og börn. Ein algengasta birtingarmyndin er andlegt ofbeldi og áreitni. Þetta er margslungið og flókið ofbeldi og getur m.a. falist í fordómum, mismunun, lítilsvirðingu, hótunum, stjórnsemi, útskúfun eða einelti. Á Íslandi hafa einnig verið unnar nokkrar rannsóknir á ofbeldi gegn fötluðum konum og í einni slíkri var rætt við fatlaðar konur um reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Allar höfðu þær orðið fyrir andlegu ofbeldi eða áreitni. Þeim var sýnd vorkunn en ekki virðing, þær hundsaðar, þeim var ekki trúað og þær ekki virtar sem manneskjur. Þetta voru ekki stök atvik heldur fastur hluti af daglegu lífi þeirra. Þær lýstu því að ófatlað fólk hefði almennt lítinn skilning á aðstæðum fatlaðs fólks, litla þolinmæði og sýndi því oft vanvirðingu. Áreitni, fordómar, útskúfun og lítilvirðing var svo alltumlykjandi í lífi þeirra, og svo rækilega flækt inn hversdagslega reynslu þeirra, að það hafði tekið margar þeirra langan tíma að bera kennsl á það sem ofbeldi.Þurfum öll að axla ábyrgð Það er mikilvægt að viðurkenna að fordómar gegn fötluðu fólki eru samofnir samfélagsgerð okkar. Við þurfum öll að axla ábyrgð og sporna gegn þeim. Fordómar, útskúfun og lítilsvirðing viðheldur jaðarsettri stöðu og valdleysi fatlaðs fólks og skapar grundvöll fyrir aðrar tegundir ofbeldis. Við höfum þegar aflað talsverðrar þekkingar með fjölmörgum rannsóknum. Við vitum að fordómar gegn fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu og kerfislægri mismunun sem útilokar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og jaðarsetur það. Það er kominn tími til að breyta þessu. Oftar en ekki er talað um og við fatlað fólk út frá frá lífseigum staðalmyndum. Það er talað við fullorðið fatlað fólk eins og börn, lífsgæði fatlaðs fólks eru talin verri en ófatlaðs fólk og að líf þess sé því „harmleikur“. Við þurfum öll að gæta okkar, taka tillit, skapa rými og sýna virðingu. Með tilvísun í ofbeldismenningu er vísað til þess að við berum öll ábyrgð. Víða um heim notar fatlað fólk hugtakið „ableism“ þegar það fjallar um reynslu sína af mismunun og fordómum og til að varpa ljósi á hvernig jaðarsetning fatlaðs fólks gegnsýrir samfélagið. Hugtakið á sér hliðstæðu í orðum sem við þekkjum og fjalla um jaðarsetningu og reynslu annarra hópa, svo sem rasisma og sexisma. Þegar fatlað fólk deilir reynslu sinni af able-isma í daglegu lífi er því brýnt að leggja við hlustir og draga lærdóm af, breyta viðhorfum, eyða fordómum og vinna með þannig gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana má sjá veggspjöld í strætóskýlum og skiltum víðsvegar um Reykjavík sem hönnuð voru í samstarfi fatlaðra kvenna í Tabú, Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Verkefnið var styrkt af velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Markmiðið með birtingu veggspjaldanna er að vekja almenning til vitundar um fordóma gegn fötluðu fólki og hvernig þeir tengjast ofbeldi gegn fötluðu fólki og valdleysi þess. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að fatlað fólk er beitt ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk, sér í lagi fatlaðar konur og börn. Ein algengasta birtingarmyndin er andlegt ofbeldi og áreitni. Þetta er margslungið og flókið ofbeldi og getur m.a. falist í fordómum, mismunun, lítilsvirðingu, hótunum, stjórnsemi, útskúfun eða einelti. Á Íslandi hafa einnig verið unnar nokkrar rannsóknir á ofbeldi gegn fötluðum konum og í einni slíkri var rætt við fatlaðar konur um reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Allar höfðu þær orðið fyrir andlegu ofbeldi eða áreitni. Þeim var sýnd vorkunn en ekki virðing, þær hundsaðar, þeim var ekki trúað og þær ekki virtar sem manneskjur. Þetta voru ekki stök atvik heldur fastur hluti af daglegu lífi þeirra. Þær lýstu því að ófatlað fólk hefði almennt lítinn skilning á aðstæðum fatlaðs fólks, litla þolinmæði og sýndi því oft vanvirðingu. Áreitni, fordómar, útskúfun og lítilvirðing var svo alltumlykjandi í lífi þeirra, og svo rækilega flækt inn hversdagslega reynslu þeirra, að það hafði tekið margar þeirra langan tíma að bera kennsl á það sem ofbeldi.Þurfum öll að axla ábyrgð Það er mikilvægt að viðurkenna að fordómar gegn fötluðu fólki eru samofnir samfélagsgerð okkar. Við þurfum öll að axla ábyrgð og sporna gegn þeim. Fordómar, útskúfun og lítilsvirðing viðheldur jaðarsettri stöðu og valdleysi fatlaðs fólks og skapar grundvöll fyrir aðrar tegundir ofbeldis. Við höfum þegar aflað talsverðrar þekkingar með fjölmörgum rannsóknum. Við vitum að fordómar gegn fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu og kerfislægri mismunun sem útilokar þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og jaðarsetur það. Það er kominn tími til að breyta þessu. Oftar en ekki er talað um og við fatlað fólk út frá frá lífseigum staðalmyndum. Það er talað við fullorðið fatlað fólk eins og börn, lífsgæði fatlaðs fólks eru talin verri en ófatlaðs fólk og að líf þess sé því „harmleikur“. Við þurfum öll að gæta okkar, taka tillit, skapa rými og sýna virðingu. Með tilvísun í ofbeldismenningu er vísað til þess að við berum öll ábyrgð. Víða um heim notar fatlað fólk hugtakið „ableism“ þegar það fjallar um reynslu sína af mismunun og fordómum og til að varpa ljósi á hvernig jaðarsetning fatlaðs fólks gegnsýrir samfélagið. Hugtakið á sér hliðstæðu í orðum sem við þekkjum og fjalla um jaðarsetningu og reynslu annarra hópa, svo sem rasisma og sexisma. Þegar fatlað fólk deilir reynslu sinni af able-isma í daglegu lífi er því brýnt að leggja við hlustir og draga lærdóm af, breyta viðhorfum, eyða fordómum og vinna með þannig gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun