Sníðum stakk til bóta Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Sandra Rún Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2017 15:50 Það fer ekki á milli mála að Listaháskóli Íslands fer með gríðarlega mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi. Sem meginuppspretta skapandi greina í landinu sér hann okkur öllum fyrir listrænu innleggi í bæði hversdags- og einkalífið og vinnur að því að næra sál og efla menningararf þjóðarinnar. Auk þess starfar hann sem stærsti kynningaraðili landsins í alþjóðlegu samhengi, þar sem íslenskar hljómsveitir, listamenn og hönnuðir hafa rutt sér braut og skapað sér sífellt öflugri vettvang á erlendri grundu. Öflugt menningarlíf og tilkoma listahátíða eins og Iceland Airwaves, Sequences, Reykjavík International Film Festival og margra annarra hefur orðið til öflugs hagvaxtar sem má rekja beint til menningarstarfseminnar sem fer fram hér á landi. Þrátt fyrir það gífurlega öfluga starf sem fer fram innan veggja skólans er ekki annað hægt að segja en að aðstaða hans hefur verið óásættanleg um árabil, eða allt frá upphafi reksturs 1999. Ef til vill hefði mátt búast við að úr þessu ætti að bæta, með tilliti til mikilvægi þess að á landinu starfi stofnun eins og LHÍ, þá örlar ekki á vísbendingum um það. Í tillögu ríkisstjórnar að fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 virðist ekki gert ráð fyrir nægjanlegum fjárútlátum til háskólanna til að standa við gefin loforð og að þeir, þar á meðal Listaháskólinn, eigi að halda áfram að lepja dauðann úr skel. Vandræði Listaháskólans liggja víðs vegar, en helst koma þau fram í húsnæðismálum skólans, sem hafa verið í hálfgerðu lamasessi í 18 ár, þar sem sífellt hefur verið leitað til neyðarúrræða en engra langtímalausna. Skólinn er dreifður í fjögur húsnæði sem búa yfir misjöfnum kosti; engin kynding er á sumum stöðum, pípulagnir eru ónýtar á öðrum og hafa tvö húsnæði ekkert aðgengi fyrir hreyfihamlaða sem veldur því að skólinn getur ekki boðið upp á jafnan rétt til náms. Í núverandi húsnæði skólans geta hreyfihamlaðir einstaklingar hvorki sótt nám í tónlist, sviðslist, myndlist eða listkennslu með viðunandi hætti. Bókasafn skólans hefur, vegna niðurskurðar, þurft að færa sig til og er nú einungis niðurkomið í tveimur byggingum, fjarri stórum hluta nemenda. Einnig hefur niðurskurður orðið til þess að skólinn getur ekki lengur rekið eigið mötuneyti, heldur hefur þurft að leita til utanaðkomandi aðila til þess að sjá um rekstur. Nú hefur staðfesting fengist á því að í einu húsnæði Listaháskólans er húsasótt, en 27. mars, fékkst staðfesting á myglusveppi í húsnæði tónlistar- og sviðslistabrauta á Sölvhólsgötu. Á meðan það er jákvætt að loks sé komin staðfesting á því sem nemendur og starfsfólk skólans hafa haldið frammi í lengri tíma, þá hefur þetta í för með sér lokun á hluta húsnæðis skólans og þar af leiðandi húsnæðisleysi kennslu og æfinga innan þeirra deilda sem þar eru. Það lítur því út fyrir það að nemendur sem sækja bakkalár- og meistaranám í tónlist þurfa nú að leita á náðir tónlistarskóla og í heimahús sín á milli til þess eins að geta haldið störfum sínum áfram. Það er með öllu ólíðandi að svona sé komið fyrir starfsemi skólans, sem hefur lengi barist fyrir að ná til eyrna yfirvalda vegna aðstöðu sinnar. Sameining allra deilda í eitt húsnæði ætti að vera markmið í húsnæðismálum Listaháskólans, en slík úrlausn myndi ekki einungis styðja við þverfaglegt samtal á milli deilda, sem er gríðarlega mikilvægt í skapandi námi, heldur myndi það einnig leiða til betri og hagkvæmari samnýtingu á kröftum og fjármagni skólans sem væri þá hægt að nýta til enn öflugri uppbyggingar á námi og námsframboði. Með slíkri lausn yrði skólanum fært að sameina bókakost sinn og að reka stakt mötuneyti á einum stað fyrir allar deildir þar sem nemendum og starfsfólki yrði gert kleift að sameinast í samræðum um daglega þætti listalífsins og að skiptast á þekkingu utan kennslustunda. En það er einmitt í slíkum kringumstæðum sem viðbótarstarf og -fræðslumiðlun eiga sér stað og skila sér í sterkara starfi stofnunarinnar og eflir samstöðu og samskipti innan lista- og menningarheims hins íslenska samfélags. Með sameiningu allra deilda í eitt viðunandi húsnæði myndi skapast miðstöð skapandi greina, sem væri fær um að skila af sér til baka í ört vaxandi samfélag. Þetta er einungis hægt með auknum fjárveitingum frá ríkisstjórn, það er því ekki að furða að það varð til mikilla vonbrigða að sjá engar vísbendingar í tillögu ríkisstjórnar að nýrri fjármálaáætlun um að bæta ætti úr núverandi stöðu mála. Það er þó ekki of seint að bæta úr því, þess vegna viljum við hvetja ríkisstjórn til þess að sjá bót á sínum málum og sníða háskólunum nýjan stakk sem gerir þeim kleift að hlúa að og efla nemendur sína á viðunandi máta og skila af sér í samfélagið með krafti.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Það fer ekki á milli mála að Listaháskóli Íslands fer með gríðarlega mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi. Sem meginuppspretta skapandi greina í landinu sér hann okkur öllum fyrir listrænu innleggi í bæði hversdags- og einkalífið og vinnur að því að næra sál og efla menningararf þjóðarinnar. Auk þess starfar hann sem stærsti kynningaraðili landsins í alþjóðlegu samhengi, þar sem íslenskar hljómsveitir, listamenn og hönnuðir hafa rutt sér braut og skapað sér sífellt öflugri vettvang á erlendri grundu. Öflugt menningarlíf og tilkoma listahátíða eins og Iceland Airwaves, Sequences, Reykjavík International Film Festival og margra annarra hefur orðið til öflugs hagvaxtar sem má rekja beint til menningarstarfseminnar sem fer fram hér á landi. Þrátt fyrir það gífurlega öfluga starf sem fer fram innan veggja skólans er ekki annað hægt að segja en að aðstaða hans hefur verið óásættanleg um árabil, eða allt frá upphafi reksturs 1999. Ef til vill hefði mátt búast við að úr þessu ætti að bæta, með tilliti til mikilvægi þess að á landinu starfi stofnun eins og LHÍ, þá örlar ekki á vísbendingum um það. Í tillögu ríkisstjórnar að fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 virðist ekki gert ráð fyrir nægjanlegum fjárútlátum til háskólanna til að standa við gefin loforð og að þeir, þar á meðal Listaháskólinn, eigi að halda áfram að lepja dauðann úr skel. Vandræði Listaháskólans liggja víðs vegar, en helst koma þau fram í húsnæðismálum skólans, sem hafa verið í hálfgerðu lamasessi í 18 ár, þar sem sífellt hefur verið leitað til neyðarúrræða en engra langtímalausna. Skólinn er dreifður í fjögur húsnæði sem búa yfir misjöfnum kosti; engin kynding er á sumum stöðum, pípulagnir eru ónýtar á öðrum og hafa tvö húsnæði ekkert aðgengi fyrir hreyfihamlaða sem veldur því að skólinn getur ekki boðið upp á jafnan rétt til náms. Í núverandi húsnæði skólans geta hreyfihamlaðir einstaklingar hvorki sótt nám í tónlist, sviðslist, myndlist eða listkennslu með viðunandi hætti. Bókasafn skólans hefur, vegna niðurskurðar, þurft að færa sig til og er nú einungis niðurkomið í tveimur byggingum, fjarri stórum hluta nemenda. Einnig hefur niðurskurður orðið til þess að skólinn getur ekki lengur rekið eigið mötuneyti, heldur hefur þurft að leita til utanaðkomandi aðila til þess að sjá um rekstur. Nú hefur staðfesting fengist á því að í einu húsnæði Listaháskólans er húsasótt, en 27. mars, fékkst staðfesting á myglusveppi í húsnæði tónlistar- og sviðslistabrauta á Sölvhólsgötu. Á meðan það er jákvætt að loks sé komin staðfesting á því sem nemendur og starfsfólk skólans hafa haldið frammi í lengri tíma, þá hefur þetta í för með sér lokun á hluta húsnæðis skólans og þar af leiðandi húsnæðisleysi kennslu og æfinga innan þeirra deilda sem þar eru. Það lítur því út fyrir það að nemendur sem sækja bakkalár- og meistaranám í tónlist þurfa nú að leita á náðir tónlistarskóla og í heimahús sín á milli til þess eins að geta haldið störfum sínum áfram. Það er með öllu ólíðandi að svona sé komið fyrir starfsemi skólans, sem hefur lengi barist fyrir að ná til eyrna yfirvalda vegna aðstöðu sinnar. Sameining allra deilda í eitt húsnæði ætti að vera markmið í húsnæðismálum Listaháskólans, en slík úrlausn myndi ekki einungis styðja við þverfaglegt samtal á milli deilda, sem er gríðarlega mikilvægt í skapandi námi, heldur myndi það einnig leiða til betri og hagkvæmari samnýtingu á kröftum og fjármagni skólans sem væri þá hægt að nýta til enn öflugri uppbyggingar á námi og námsframboði. Með slíkri lausn yrði skólanum fært að sameina bókakost sinn og að reka stakt mötuneyti á einum stað fyrir allar deildir þar sem nemendum og starfsfólki yrði gert kleift að sameinast í samræðum um daglega þætti listalífsins og að skiptast á þekkingu utan kennslustunda. En það er einmitt í slíkum kringumstæðum sem viðbótarstarf og -fræðslumiðlun eiga sér stað og skila sér í sterkara starfi stofnunarinnar og eflir samstöðu og samskipti innan lista- og menningarheims hins íslenska samfélags. Með sameiningu allra deilda í eitt viðunandi húsnæði myndi skapast miðstöð skapandi greina, sem væri fær um að skila af sér til baka í ört vaxandi samfélag. Þetta er einungis hægt með auknum fjárveitingum frá ríkisstjórn, það er því ekki að furða að það varð til mikilla vonbrigða að sjá engar vísbendingar í tillögu ríkisstjórnar að nýrri fjármálaáætlun um að bæta ætti úr núverandi stöðu mála. Það er þó ekki of seint að bæta úr því, þess vegna viljum við hvetja ríkisstjórn til þess að sjá bót á sínum málum og sníða háskólunum nýjan stakk sem gerir þeim kleift að hlúa að og efla nemendur sína á viðunandi máta og skila af sér í samfélagið með krafti.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun