Glæpnum stolið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun