Að auka ójöfnuð! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 9. júní 2017 09:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er. Hámarksþakið fyrir almenna greiðendur er um 70 þúsund krónum fyrir 12 mánaða tímabil fyrir langflesta en fyrir færri getur hann orðið um 50 þúsund á ári (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Fyrir fólk með lægri launatekjur er þetta kerfi einfaldlega of hátt og í raun verra en það kerfi sem gilti áður. Kona sem fór fimm sinnum til sérfræðilækna á ári þurfti að greiða um 37 þúsund krónur í gamla kerfinu, en í nýja kerfinu þarf hún að greiða 65.000 krónur. Af hverju er þessi mikli munur? Jú, í gamla kerfinu var hver heimsókn til sérfræðings niðurgreidd að hluta og afsláttarmörkin lágu við 35.000 krónu þak. Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári. Í nýja kerfinu munu 45.000 einstaklingar greiða minna en áður fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna. Um 110 þúsund manns koma til með að greiða það sama og í gamla kerfinu. Aftur á móti munu 115 þúsund manns greiða meira í nýja kerfinu en í því gamla. Ef ríkið legði meira fjármagn til kerfisins eða m.ö.o. fleiri greiðendur (skattgreiðendur) kæmu að því, mætti auka jöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er því miður ekki gert heldur er um að ræða millifærslukerfi frá þeim sem nota heilbrigðiskerfið lítið til þeirra sem nota það mikið.Frestun á læknisheimsóknum Tökum dæmi af konu sem vinnur láglaunastarf og er á leigumarkaði. Hún er með í laun um 290 þúsund (nettó 228 þúsund) á mánuði. Eftir greiðslu leigu, matar og annars er ekki mikið eftir til ráðstöfunar. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis kostar 14.000 kr. (8.000 kr. í gamla kerfinu) sem gæti reynst brekka hjá viðkomandi ef ekki óyfirstíganleg hindrun. Almennt þurfa konur að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu en í því gamla, af þeirri einföldu ástæðu að konur nota þjónustu heilbrigðiskerfisins meir en karlmenn. Hið háa hámarksþak vinnur auk þess meira gegn konum en körlum þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í láglaunastéttum en karlmenn. Til viðbótar þessu, þá er lyfjakostnaður fyrir utan hið nýja greiðsluþáttökukerfi og leggst hann því ofan á þessar greiðslur. Það er gagnrýnisvert hve hátt hámarksþakið er, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað heimsóknum til læknis vegna kostnaðar. Ég óttast að enn fleiri komi til með að fresta því að fara til læknis í nýja kerfinu. Að mínu mati er lag að lækka hámarksþak einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á þá heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa sem þetta nýja greiðsluþátttökukerfi ríkisins nær til (komur til heilsugæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa, göngudeildir, rannsóknir og greiningar og þjálfun) mundi það kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna á ári. Það er verðugt markmið að stefna að. Svo skemmtilega vill til að fyrrnefnd upphæð er nánast sú sama upphæð og þeir sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga heldur á sá kostnaður að dreifast í meiri mæli á alla skattgreiðendur og ná til fleiri þátta heilbrigðisþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum. Þannig er hægt að ná þeim jöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem einkennir velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Ólíkt þeim sem ákváðu hámarksþakið og eru á kjararáðslaunum, þá finnur fólk í láglaunastörfum fyrir því hve hátt hámarksþakið er og þeim ójöfnuði sem í því felst. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er. Hámarksþakið fyrir almenna greiðendur er um 70 þúsund krónum fyrir 12 mánaða tímabil fyrir langflesta en fyrir færri getur hann orðið um 50 þúsund á ári (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Fyrir fólk með lægri launatekjur er þetta kerfi einfaldlega of hátt og í raun verra en það kerfi sem gilti áður. Kona sem fór fimm sinnum til sérfræðilækna á ári þurfti að greiða um 37 þúsund krónur í gamla kerfinu, en í nýja kerfinu þarf hún að greiða 65.000 krónur. Af hverju er þessi mikli munur? Jú, í gamla kerfinu var hver heimsókn til sérfræðings niðurgreidd að hluta og afsláttarmörkin lágu við 35.000 krónu þak. Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári. Í nýja kerfinu munu 45.000 einstaklingar greiða minna en áður fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna. Um 110 þúsund manns koma til með að greiða það sama og í gamla kerfinu. Aftur á móti munu 115 þúsund manns greiða meira í nýja kerfinu en í því gamla. Ef ríkið legði meira fjármagn til kerfisins eða m.ö.o. fleiri greiðendur (skattgreiðendur) kæmu að því, mætti auka jöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er því miður ekki gert heldur er um að ræða millifærslukerfi frá þeim sem nota heilbrigðiskerfið lítið til þeirra sem nota það mikið.Frestun á læknisheimsóknum Tökum dæmi af konu sem vinnur láglaunastarf og er á leigumarkaði. Hún er með í laun um 290 þúsund (nettó 228 þúsund) á mánuði. Eftir greiðslu leigu, matar og annars er ekki mikið eftir til ráðstöfunar. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis kostar 14.000 kr. (8.000 kr. í gamla kerfinu) sem gæti reynst brekka hjá viðkomandi ef ekki óyfirstíganleg hindrun. Almennt þurfa konur að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu en í því gamla, af þeirri einföldu ástæðu að konur nota þjónustu heilbrigðiskerfisins meir en karlmenn. Hið háa hámarksþak vinnur auk þess meira gegn konum en körlum þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í láglaunastéttum en karlmenn. Til viðbótar þessu, þá er lyfjakostnaður fyrir utan hið nýja greiðsluþáttökukerfi og leggst hann því ofan á þessar greiðslur. Það er gagnrýnisvert hve hátt hámarksþakið er, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað heimsóknum til læknis vegna kostnaðar. Ég óttast að enn fleiri komi til með að fresta því að fara til læknis í nýja kerfinu. Að mínu mati er lag að lækka hámarksþak einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á þá heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa sem þetta nýja greiðsluþátttökukerfi ríkisins nær til (komur til heilsugæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa, göngudeildir, rannsóknir og greiningar og þjálfun) mundi það kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna á ári. Það er verðugt markmið að stefna að. Svo skemmtilega vill til að fyrrnefnd upphæð er nánast sú sama upphæð og þeir sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga heldur á sá kostnaður að dreifast í meiri mæli á alla skattgreiðendur og ná til fleiri þátta heilbrigðisþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum. Þannig er hægt að ná þeim jöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem einkennir velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Ólíkt þeim sem ákváðu hámarksþakið og eru á kjararáðslaunum, þá finnur fólk í láglaunastörfum fyrir því hve hátt hámarksþakið er og þeim ójöfnuði sem í því felst. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar