Að auka ójöfnuð! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 9. júní 2017 09:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er. Hámarksþakið fyrir almenna greiðendur er um 70 þúsund krónum fyrir 12 mánaða tímabil fyrir langflesta en fyrir færri getur hann orðið um 50 þúsund á ári (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Fyrir fólk með lægri launatekjur er þetta kerfi einfaldlega of hátt og í raun verra en það kerfi sem gilti áður. Kona sem fór fimm sinnum til sérfræðilækna á ári þurfti að greiða um 37 þúsund krónur í gamla kerfinu, en í nýja kerfinu þarf hún að greiða 65.000 krónur. Af hverju er þessi mikli munur? Jú, í gamla kerfinu var hver heimsókn til sérfræðings niðurgreidd að hluta og afsláttarmörkin lágu við 35.000 krónu þak. Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári. Í nýja kerfinu munu 45.000 einstaklingar greiða minna en áður fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna. Um 110 þúsund manns koma til með að greiða það sama og í gamla kerfinu. Aftur á móti munu 115 þúsund manns greiða meira í nýja kerfinu en í því gamla. Ef ríkið legði meira fjármagn til kerfisins eða m.ö.o. fleiri greiðendur (skattgreiðendur) kæmu að því, mætti auka jöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er því miður ekki gert heldur er um að ræða millifærslukerfi frá þeim sem nota heilbrigðiskerfið lítið til þeirra sem nota það mikið.Frestun á læknisheimsóknum Tökum dæmi af konu sem vinnur láglaunastarf og er á leigumarkaði. Hún er með í laun um 290 þúsund (nettó 228 þúsund) á mánuði. Eftir greiðslu leigu, matar og annars er ekki mikið eftir til ráðstöfunar. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis kostar 14.000 kr. (8.000 kr. í gamla kerfinu) sem gæti reynst brekka hjá viðkomandi ef ekki óyfirstíganleg hindrun. Almennt þurfa konur að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu en í því gamla, af þeirri einföldu ástæðu að konur nota þjónustu heilbrigðiskerfisins meir en karlmenn. Hið háa hámarksþak vinnur auk þess meira gegn konum en körlum þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í láglaunastéttum en karlmenn. Til viðbótar þessu, þá er lyfjakostnaður fyrir utan hið nýja greiðsluþáttökukerfi og leggst hann því ofan á þessar greiðslur. Það er gagnrýnisvert hve hátt hámarksþakið er, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað heimsóknum til læknis vegna kostnaðar. Ég óttast að enn fleiri komi til með að fresta því að fara til læknis í nýja kerfinu. Að mínu mati er lag að lækka hámarksþak einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á þá heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa sem þetta nýja greiðsluþátttökukerfi ríkisins nær til (komur til heilsugæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa, göngudeildir, rannsóknir og greiningar og þjálfun) mundi það kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna á ári. Það er verðugt markmið að stefna að. Svo skemmtilega vill til að fyrrnefnd upphæð er nánast sú sama upphæð og þeir sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga heldur á sá kostnaður að dreifast í meiri mæli á alla skattgreiðendur og ná til fleiri þátta heilbrigðisþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum. Þannig er hægt að ná þeim jöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem einkennir velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Ólíkt þeim sem ákváðu hámarksþakið og eru á kjararáðslaunum, þá finnur fólk í láglaunastörfum fyrir því hve hátt hámarksþakið er og þeim ójöfnuði sem í því felst. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er. Hámarksþakið fyrir almenna greiðendur er um 70 þúsund krónum fyrir 12 mánaða tímabil fyrir langflesta en fyrir færri getur hann orðið um 50 þúsund á ári (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Fyrir fólk með lægri launatekjur er þetta kerfi einfaldlega of hátt og í raun verra en það kerfi sem gilti áður. Kona sem fór fimm sinnum til sérfræðilækna á ári þurfti að greiða um 37 þúsund krónur í gamla kerfinu, en í nýja kerfinu þarf hún að greiða 65.000 krónur. Af hverju er þessi mikli munur? Jú, í gamla kerfinu var hver heimsókn til sérfræðings niðurgreidd að hluta og afsláttarmörkin lágu við 35.000 krónu þak. Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári. Í nýja kerfinu munu 45.000 einstaklingar greiða minna en áður fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna. Um 110 þúsund manns koma til með að greiða það sama og í gamla kerfinu. Aftur á móti munu 115 þúsund manns greiða meira í nýja kerfinu en í því gamla. Ef ríkið legði meira fjármagn til kerfisins eða m.ö.o. fleiri greiðendur (skattgreiðendur) kæmu að því, mætti auka jöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er því miður ekki gert heldur er um að ræða millifærslukerfi frá þeim sem nota heilbrigðiskerfið lítið til þeirra sem nota það mikið.Frestun á læknisheimsóknum Tökum dæmi af konu sem vinnur láglaunastarf og er á leigumarkaði. Hún er með í laun um 290 þúsund (nettó 228 þúsund) á mánuði. Eftir greiðslu leigu, matar og annars er ekki mikið eftir til ráðstöfunar. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis kostar 14.000 kr. (8.000 kr. í gamla kerfinu) sem gæti reynst brekka hjá viðkomandi ef ekki óyfirstíganleg hindrun. Almennt þurfa konur að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu en í því gamla, af þeirri einföldu ástæðu að konur nota þjónustu heilbrigðiskerfisins meir en karlmenn. Hið háa hámarksþak vinnur auk þess meira gegn konum en körlum þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í láglaunastéttum en karlmenn. Til viðbótar þessu, þá er lyfjakostnaður fyrir utan hið nýja greiðsluþáttökukerfi og leggst hann því ofan á þessar greiðslur. Það er gagnrýnisvert hve hátt hámarksþakið er, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað heimsóknum til læknis vegna kostnaðar. Ég óttast að enn fleiri komi til með að fresta því að fara til læknis í nýja kerfinu. Að mínu mati er lag að lækka hámarksþak einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á þá heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa sem þetta nýja greiðsluþátttökukerfi ríkisins nær til (komur til heilsugæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa, göngudeildir, rannsóknir og greiningar og þjálfun) mundi það kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna á ári. Það er verðugt markmið að stefna að. Svo skemmtilega vill til að fyrrnefnd upphæð er nánast sú sama upphæð og þeir sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga heldur á sá kostnaður að dreifast í meiri mæli á alla skattgreiðendur og ná til fleiri þátta heilbrigðisþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum. Þannig er hægt að ná þeim jöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem einkennir velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Ólíkt þeim sem ákváðu hámarksþakið og eru á kjararáðslaunum, þá finnur fólk í láglaunastörfum fyrir því hve hátt hámarksþakið er og þeim ójöfnuði sem í því felst. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar