Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á fyrsta degi Estrella Damm mótsins á Terramar vellinum á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra fór afar illa af stað og eftir fyrstu sex holurnar var hún á fjórum höggum yfir pari. Skagakonan fékk m.a. fjóra skolla í röð.
En á síðustu 12 holunum fékk Valdís Þóra fimm fugla og einn örn og lauk hringnum því á þremur höggum undir pari.
Valdís Þóra er í 7.-10. sæti og er aðeins tveimur höggum á eftir forystusauðnum, Önnu Nordqvist frá Svíþjóð.
Þetta er þriðja mót Valdísar Þóru á Evrópumótaröðinni.
Valdís Þóra í 7.-10. sæti eftir fyrsta hringinn á Spáni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn





Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn
