Geldur eldislax er málið Bubbi Morthens skrifar 21. mars 2017 07:00 Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila. Það útrýmir hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Um það er heldur ekki hægt að deila. Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land. Við sem höfum áhyggjur af því að norskir laxeldisaurgoðar hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur höfum líka áhyggjur af því að þeir skuli hafa ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga. Á sínum tíma var enginn ráðherra sem þjónaði Vestfjörðum tilbúinn til að gera eitthvað róttækt til þess að halda kvótanum heima í héraði en nú á að bjarga því með laxeldi. Það er verið að undirbúa hundrað þúsund tonna laxeldi hér á landi á næstu árum. Loðnukvótinn var 57 þúsund tonn í ár. Nú þegar er áætlun upp á 60 þúsund tonn í laxeldinu. Sannkölluð villtavestursstemning ræður ríkjum hér. Gerir fólk sér grein fyrir hvers konar magn þetta er og menguninni sem þessu fylgir? Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði. Nú eru Svíar að banna laxeldi í opnum kvíum sem betur fer. Við sem erum á móti þessum vágesti í íslenska lífríkið vitum líka að menn verða að ná sátt. Það er hægt að sætta sig við margt ef geldur lax verður notaður, um það ætti að vera hægt að ná sátt. Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir. Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila. Það útrýmir hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Um það er heldur ekki hægt að deila. Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land. Við sem höfum áhyggjur af því að norskir laxeldisaurgoðar hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur höfum líka áhyggjur af því að þeir skuli hafa ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga. Á sínum tíma var enginn ráðherra sem þjónaði Vestfjörðum tilbúinn til að gera eitthvað róttækt til þess að halda kvótanum heima í héraði en nú á að bjarga því með laxeldi. Það er verið að undirbúa hundrað þúsund tonna laxeldi hér á landi á næstu árum. Loðnukvótinn var 57 þúsund tonn í ár. Nú þegar er áætlun upp á 60 þúsund tonn í laxeldinu. Sannkölluð villtavestursstemning ræður ríkjum hér. Gerir fólk sér grein fyrir hvers konar magn þetta er og menguninni sem þessu fylgir? Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði. Nú eru Svíar að banna laxeldi í opnum kvíum sem betur fer. Við sem erum á móti þessum vágesti í íslenska lífríkið vitum líka að menn verða að ná sátt. Það er hægt að sætta sig við margt ef geldur lax verður notaður, um það ætti að vera hægt að ná sátt. Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir. Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun