Endalaust væl Sólveig María Árnadóttir skrifar 14. desember 2017 08:09 Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun