Endalaust væl Sólveig María Árnadóttir skrifar 14. desember 2017 08:09 Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í gær var Anna María Gunnarsdóttir kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Ég fagna því að hún hyggist vinna að aukinni virðingu á kennarastarfinu enda er það gríðarlega mikilvægt. Í frétt á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi kom fram að hún teldi mikilvægt að auka stuðning við nýliða og starfandi kennara og það tel ég jákvætt. Í sömu frétt sagði Anna María þó einnig: „Það þýðir ekkert að standa og grenja yfir laununum endalaust. Virðingarverðar stéttir gera það ekki, eins og tannlæknar, þú myndir aldrei heyra þá kvarta undan laununum sínum“. Stöldrum aðeins við. Komu þessi orð virkilega frá verðandi varaformanni Kennarasambands Íslands? Er sem sagt kominn tími til þess að lúta höfðinu og sætta sig bara við hlutina eins og þeir eru? Ef kjarabarátta kennara hefur einkennst af væli, þá eiga þeir varla eitthvað betra skilið, eða hvað? Frá því að ég fór að taka þátt í hagsmunamálum kennaranema fyrir rúmum tveimur árum síðan hef ég fylgst mikið með umræðunni sem snýr að kennarastéttinni. Áhyggjur af kennaraskorti hafa verið í brennidepli og leitað hefur verið svara við því hvernig hægt sé að auka nýliðun. Auk þess sem umræðan um kjör og starfsaðstæður hefur verið nokkuð áberandi. En þessi umræða um kjör, hefur hún einkennst af væli? Nei. Orðræðuna tel ég hafa í flestum tilvikum verið setta fram með faglegum hætti, á uppbyggjandi hátt, þar sem kennarar eru ekki málaðir sem einhver vælandi grey. Til rökstuðnings þess er vert að benda lesendum á að flétta upp greinum eftir til dæmis Þórð A. Hjaltested formann KÍ, Aðalheiði Steingrímsdóttur varaformann KÍ og Guðríði Arnardóttur formann FF. Þau hafa að mínu mati staðið sig afar vel sem talsmenn kennarastéttarinnar og sagt hlutina eins og hefur lítið borið á væli. Ég tel einnig vert að benda á nýjustu greinarnar sem birtar hafa verið á vefmiðli Vísis og snúa að kennarastéttinni en fyrst ber að nefna greinina Enga brauðmola, takk! eftir Guðríði Arnardóttur og greinina Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? eftir Heimi Björnsson, framhaldsskólakennara og frambjóðaenda til varaformanns KÍ. Um er að ræða tvær ólíkar greinar, þar sem hlutirnir eru sagðir eins og þeir eru, án þess þó að væla. Ég tel þessi orð tilvonandi varaformanns KÍ vera stórt skref aftur á bak í þeirri baráttu að auka virðingu kennarastéttarinnar auk þess sem talað niður til kennarastéttarinnar.Sólveig María ÁrnadóttirSamskiptafulltrúi kennaranema við Háskólann á Akureyri
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun